Efnisorð: hardkjarni.com

Momentum á samning

Þungarokksproggaranir í hljómsveitinni Momentum hafa skrifað undir útgáfusamning við Dark Essence Records í noregi, en útgáfa þessi gefur meðal annars út efni með hljómsveitum á borð við Aeternus, Galar, Hades Almighty, Helheim, Krakow og Taake. Ekki er enn komið á hreint hvenær von er á útgáfu sveitarinnar, en þangað til getum við hlustað á Freak is Alive af umræddri plötu:

Full of Hell á íslandi í vikunni!

Ameríska harðkjarna sveitin Full of Hell kemur til íslands og spilar tvenna tónleika hér á landi 3. og 4. Júní ásamt nokkrum vel völdum upphitunar böndum.

Einnig má minnast á það að þetta verða seinustu tónleikar Icarus á Íslandi áður en þeir fara á tveggja mánaða Ameríku túr.

ATH: Báðir tónleikar munu ljúka fyrir 23:00.

Fyrri tónleikarnir eru staðsettir á Granda í TÞM, það er ekkert aldurstakmark á þá tónleika og miðaverð er 1500 Kr. Húsið opnar 18:00 og fyrsta band fer á svið 18:30.

Line-up fyrir þetta kvöld er:
Full of Hell (USA)
Icarus
Conflictions
In The Company Of Men
Captain Syrup
Mannvirki

Síðari tónleikarnir eru staðsettir á Gauk á Stöng, miðaverð er 1000 Kr. og það er 18 ára aldurstakmark. Húsið opnar 19:00 og fyrsta band fer á svið 19:30.

Line-up fyrir þetta kvöld er:
Full of Hell (USA)
Icarus
We Made God
MASS
Trust The Lies
Pink Street Boys

Full of Hell hafa hingað til gefið út tvær breiðskífur en ásamt því hafa þeir gefið út þónokkrar sjötommur og split plötur með hljómsveitum á borð við Code Orange Kids og Goldust. Einnig hafa þeir túrað með böndum eins og GAZA, Blacklisted, Integrity, Circle Takes The Square og KEN Mode.

Herod frá swiss!

Swissneska hljómsveitin Herod sendir frá sér beiðskífu að nafni “They Were None” í vikunni og er umrædd plata gefin útaf af dönsku útgáfunni Mighty Music (sem einnig gefur úr efni með íslensk dönsku sveitinni Plöw). Tónlist sveitarinnar hentar sérstaklega fyrir aðdáendur hljómsveita á borð við The Chariot, Breach og Cult of Luna. Terrorizer útgáfan gefur lesendum sínum forsmekkinn með netvænni hlustunarveislu sem hægt er að nálgast hér:

Crowbar með nýtt lag!

Lag af tilvonandi breiðskífu hljómsveitarinnar CROWBAR (af plötunni Symmetry In Black) er nú komið í spilun á netinu. Lagið ber nafnið “Walk With Knowledge Wisely” og er slagari sem hægt er að hlusta á hér að neðan: LENGI LIFI CROWBAR!

Angela Gossow hætt í Arch Enemy.

Hin magnaða Angela Gossow söngkona hljómsveitarinnar Arch Enemy er hætt í hljómsveitinni. Gossow ætlar að setja fókusinn á fjölskylduna, en ætlar ekki alfarið að yfirgefa herbúðir Arch Enemy, þar sem hún ætlar að taka við umboðsmannastarfi sveitarinnar. Sveitin hefur fengið fyrrum söngkonu kanadísku hljómsveitarinnar The Agonist, Alissa White-Gluz, til að taka við hlutverki Gossow. Hér að neðan má lesa það sem hún Gossow hafði um málið að segja:

“Dear Arch Enemy fans, this is not easy to tell you…I have decided to step down from being Arch Enemy’s voice of anger. After 13 years of pure fucking metal, 6 studio albums and countless tours through five continents, I feel the need to enter a different phase in my life, be with my family and pursue other interests. I will however remain business manager for Arch Enemy, and I will continue to develop my artist management roster.

“I am staying true to my heavy metal roots, just leaving the spotlight so to speak. I am passing the torch to the super talented Alissa White-Gluz, whom I’ve known as a dear friend and a superb vocalist for many years. I always thought she deserved a chance to shine – and now she’s getting it. Just like I got that chance back in 2001.

“I want to thank all Arch Enemy fans, our labels Century Media (worldwide) and Trooper Entertainment (Japan), our dedicated road crew, and in particular Michael, Daniel and Sharlee for their love and support throughout all these years. It’s been one hell of a ride! We conquered every situation, made it through thick & thin together in the most exciting and rewarding time of my life. Thank you all for being there with me on stage, in front of the stage, and backstage. You have touched my heart, and I hope I was able to give something back to you. I am grateful for the wonderful memories – I will cherish them forever!
I am looking forward to the next decade of Arch Enemy madness! Right now I am listening through rough mixes of the new studio album and I am blown away! 2014 will see a renewed Arch Enemy at the top of their game. I am proud to be part of this Arch Enemy chapter, albeit in a different way – revving up the engines behind the scenes. I hope to see you in front of the stage, I will join you there this time. Let the killing begin, once again!”

K N V V E S með nýtt efni

Ég setti mig í samband við meðlim hljómsveitarinnar K N V V E S, en sveitin skellti nýverið lögum á bandcamp síðuna sína (og hlusta má á hér að aðneðan líka), en sveitin er skipuð meðlimum hljómsveitarinnar In The Company of Men.

Þegar ég spurði Finnboga Örn Einarsson um sveitina þá sagði hann eftirfrandi:

Ég sé um söng, Þorsteinn Gunnar Friðriksson sér um gítar og Björn Rúnarsson er að spila á trommur.
Hljóðfæraskipunin hjá okkur er ekki eins og hjá flestum þar sem við erum ekki með bassaleikara, í staðin erum við með fullt af gítar effectum og oftar en ekki nokkra magnara til staðar.

Hvernær varð þetta að hljómsveit og hefur þetta einhver áhrif á ykkar starf í ITCOM

“Nafnið kom fyrst, svo var hugmyndin svo kúl að ég varð að setja saman lænöpp, það er svo þægilegt að gera eitthvað nýtt með Bjössa og Steina að við ákváðum bara að gera þetta líka, ITCOM er að semja sína næstu plötu eins og er svo að það er ekki alltof mikið að gera hjá okkur”

Ætlið þið eitthvað að spila á næstunni?

“Það gæti komið að því já, ekkert samt planað eins og er”

Melrakkar – Lokaæfing (myndband)

Dordingullinn skellti sér á lokaæfingu hljómsveitarinnar Melrakka fyrir tvenna tónleika bæði á Akureyri og í Reykjavík. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá inniheldur sveitin meðlimi eftirfarandi hljómsveita: Skálmöld, Sólstafir, Ham & Mínus og ætlar sveitin að spila Kill ’em All með hljómsveitinni Metallica í heild sinni.

Melrakkar spila Kill ’em All
Hvar: Græni Hatturinn (Akureyri)
Klukkan: 23:00
Verð: 2500
Aldurstakmark: 18

&

Melrakkar spila Kill ’em All
Hvar: Gamli Gaukur (Reykjavík)
Klukkan: 23:00
Verð: 2500
Aldurstakmark: 20

Killwhitneydead með nýtt lag!

Hljómsveitin Killwhitneydead heldur áfram það skella nýju efni á netið, en sveitin ætlar að setja nýtt lag á netið í hverri viku þar til að forpöntunar tími nýju plötu sveitarinnar líkur, en það er 31. mars næstkomandi. Platan hefur fengið nafnið Suffer My Wrath og mun hún innihalda 10 ný lög. Núþegar hefur sveitin skellt 6 lögum af plötunni á netið, en hægt er að hlust á þau á youtube (og hér að neðan). Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:

1. Sound The Alarms
2. Demons Consume
3. Tyrant Enthroned
4. Evil Lives Within
5. Tip Of My Tongue
6. Sugartooth (Mundus Vult Decipi – Part I)
7. Serpents & Lies (Mundus Vult Decipi – Part II)
8. Living Hollow
9. Replicate To Survive
10. The Death Of Celebrity

Öll nýju lögin þeirra:

Örviðtal: Skepna!

Hljómsveitin Skepna gaf út nýverið sína fyrsti breiðskífu og hefur skífan lagst ansi vel í fréttaritara harðkjarna. Hljómsveitin mun í kjölfarið halda útgáfutónleika núna á föstudaginn (30. ágúst) og verða sérstakir gestir þetta kvöldið hljómsveitin Strigaskór nr. 42. Það er því við hæfi að skella á sveitina nokkrum spurningum til að sjá hvað er að frétta! Ég sendi nokkrar spurningar yfir á Hall Ingólfsson forsprakka sveitarinnar og þetta er það sem hann hafði að segja:

Segðu mér aðeins frá hvernig þetta verkefni varð til og hvernig þetta þróaðisti út í það sem sveitin er í dag.

Hallur: Við Biggi höfum lengi verið heillaðir af tríóum. Þau eiga það til að þróast hraðar en önnur bönd tónlistarlega auk þess sem það reynir mjög á hvern og einn að vera hugmyndaríkur og nýta það rými sem þessi skipan hefur. Það var snemma ákveðið að semja ekki lög heima heldur finna lausnir í sameiningu. Það er líka krefjandi. Þannig verður þetta ekta hljómsveit. Allir verða að leggja sitt í púkkið til að dæmið gangi upp. Þannig að það er alltaf lagt í hann með hvítt blað og svo verða til hugmyndir. Ef okkur öllum líkar það sem kemur þá er því haldið.

Nú kom sveitin fyrst fram opinberlega núna um helgina á bar 11, hvernig heppnaðist og hvernig var ykkur tekið?

Hallur: Tónleikarnir á Bar 11 heppnuðust ágætlega og okkur var vel tekið. Það var gaman að fá viðbrögð fólks við því sem við erum að gera. Fólk dillaði sér með tónlistinni og glotti að textunum. Það verður gaman að sjá hvort enn fleiri kannast við lögin okkar á útgáfutónleikunum þann 30. ágúst.

Ertu að vinna í einhverjum öðrum áhugaverðum verkefnum þessa dagana?

Hallur: Já mjög svo. Það er kannski ágætt að nota þetta tækifæri til að segja frá því að ég er að leggja lokahönd á sólóplötu sem kemur út 12. september næstkomandi. Tónlistin er tilbúin og umslagið er að smella saman þannig að ég vona að þetta náist. Þar er að finna hádramtíska instrumental tónlist sem ég hef verið að dunda mér við. Stór músík spiluð af lítilli “hljómsveit”. Kannski er óðs manns æði að gefa út svona stuttu eftir Skepnu, en þetta er tilbúið núna þannig að ég sé ekki ástæðu til að bíða enda ólík tónlist þó eflaust og líklega augljóslega eigi hún eitthvað sameiginlegt.

Hvernig stendur á því að þið fenguð Strigaskóna til að hita upp fyrir ykkur (sem er afar vel valið hjá ykkur).

Hallur: Þeir höfðu bara samband við okkur enda gamlir vinir og kunningjar. Þannig að þú getur þakkað þeim fyrir góðan smekk:) Þegar þetta kom til tals var þetta eitthvað svo borðliggjandi að við tókum þeim bara fagnandi og hlakkar til að heyra í þeim.

Hvernig var fyrir sveitina að fá að vera plata vikunnar á Rás 2?

Hallur: Það er eiginlega ómetanlegt tækifæri að fá plötu vikunnar á Rás 2. Betri kynning býðst varla fyrir nýja hljómsveit sem vill koma tónlist sinni á framfæri. Það er líka svo vel að þessu staðið. Tónlistarmenn fá tækifæri til að dýpka skilning sinn á tónlistinni og þannig verður til betra og ánægjulegra dagskrárefni sem allir njóta betur. Við erum ákaflega þakklátir og finnst þetta mikill heiður.

Hvað tekur svo við?

Hallur: Það er vonandi bara meira spilerí. Við fáum mikið út úr því að gera þetta. Okkur stendur eitt og annað til boða sem við höfum fullan hug á að grípa. Í augnablikinu erum við þó alveg með hugann við útgáfutónleikana. Það verður fargi af okkur létt að þeim loknum. Annars erum við ekki með nein sérstök plön önnur en að njóta þess að spila og semja tónlist saman og spila hana fyrir fólk eftir fremsta megni.

Eitthvað að lokum?

Hallur: Það er helst að maður vilji koma til skila þakklæti fyrir góðar viðtökur hjá Rás 2 og hlustendum. Við áttum alls ekki von á því að okkur yrði svona vel tekið. Þetta er því mikil og óvænt ánægja og heiður sem hvetur okkur til frekari dáða.