Efnisorð: HAM

Árslisti dordinguls / harðkjarna – 20. bestu Íslenskar útgáfur 2017

Árið 2017 var sérstaklega gott tónlistarár, ekki bara í erlendri útgáfu heldur líka hér á íslandi, upphaflega áætlunin var að gera top 5 lista, en það var bara of mikið af góðri tónlist í boði þetta árið. Hér að neðan má sjá árslista dordinguls/harðkjarna yfir bestu 20. útgáfur ársins 2017:

1. GodChilla – Hypnopolis
– Hvað gerist ef maður blandar hressandi brimbrettarokki við niðurdrepandi dómdagstóna þungarokksins? Bara ein besta rokk útgáfa sem Íslensk hljómsveit hefur sent frá sér í áraraðir. Frábær sveit með frábæra breiðskífu, þetta er ein af þeim hjómsveitum sem allir landsmenn verða að kynnast og það helst strax.

2. Grit Teeth – Let it be
– Það var mikið! Ég var búinn að bíða eftir þessarri plötu í langan tíma, en gleðifréttirnar eru þær að biðin val vel þess virði. Hrár harðkjarni frá sveitinni sem nær að sameina alla rokkaðdáendur landsins.

3. LEGEND – Midnight Champion
– Enn og aftur kemur Krummi á óvart, ekki er þetta bara ein af betri plötum á hans ferli sem tónlistarmanns, heldur er hún í þokkabót virkilega vel útsett og einhvernveginn hálf rómantísk raftónlsitarplata blönduð með kröftugu rokki.

4-5. Sólstafir – Berdreyminn
– Tímamótapata frá Sólstöfum, með snilldar lög á borð við Silfur Refur, Ísafold og Bláfjall. Plata sem gengur lengra í fjölbreytileika en fyrri plötur, en nær samt að vera rokkaðri en margur grunaði.

4-5. Katla – Móðurástin
– Fyrsta plata Gumma og Einars sem hljómsveitin Katla, þvílík byrjun á sveit. Hljómsveit sem fangar Íslenska póst blackmetal senuna á heilli breiðskífu.

6. Ham – Söngvar um Helvíti Mannana
– Það er ekkert grín að fylgja á eftir verki eins og Svik Harmur og Dauði, en þetta tókst þeim. Alltaf þegar gaman þegar hljómsveit nær að toppa seinustu breiðkskífu með enn betri lagasmíði.

7. Auðn – Farvegir Fyrndar
– Frábær framhald fyrsti plötu sveitarinnar. Það er ástæða fyrir því heimurinn hefur tekið eftir þessarri sveit og mun þessi plata gera ekkert nema gott fyrir framtíð sveitarinnar.

8. Beneath – Ephemeris
– Þriðja breiðskífa þessa mögnuðu dauðarokksveitar og örugglega þeirra besta. Með lög eins og Eyecatcher, Ephemeris og Cities of the Outer Reaches sannast snilldin á bakvið sveitina í heild sinni.

9. xGADDAVÍRx – Lífið er refsing
– xGADDAVÍRx er ein af þeim hljómsveitum ísland hefur alltaf vantað. Hver einasta útgáfa sveitarinnar er betri en sú síðasta, reiði, hraði og harðneskja í fallegum og góðum pakka.

10. Une Misère – 010717
– Það er bara einn galli við þessa útgáfu, ég vill meira! Lögin 3 eru frábær og það er það eina sem skiptir mái við þessa útgáfu.

11. Dauðyflin – Ofbeldi
12. Skurk – Blóðbragð
13. World Narcosis – Lyruljóra
14. Skálmöld – Höndin sem veggina Klórar
15. Dimma – Eldraunir
16. Mammút – Kinder Versions
17. Dynfari – The Four Doors of the Mind
18. CXVIII – Monks of Eris
19. Glerakur – The Mountains Are Beautiful Now
20. Röskun – Á brúnni

 

HAM á Græna Hattinum!

Norðlendingar og sveitungar þeirra: HAM á Græna Hattinum! Hljómsveitin fagnar útgáfu hljómplötunnar Söngvar um helvíti mannanna með tónleikum á Græna Hattinum 7. júlí nk. Húsið opnar kl. 21 og tónleikarnir hefjast kl. 22 stundvíslega. Miðasala á tix.is. HAM á Græna Hattinum er gríðarlega öflug skemmtun!

HAM sendir frá sér sína 3. hljóðverðsplötu nú í júní og hefur hún fengið nafnið: Söngvar um helvíti mannanna. Það er hljómplötuútgáfan Sticky sem gefur út. Gripurinn fæst í öllum betri hljómplötuverslunum og á helstu efnisveitum og verður fáanlegur bæði sem vínyl og geisladiskur.

Útgáfutónleikar HAM á Húrra og Græna Hattinum!

Hljómsveitin Ham heldur upp á útgáfu nýrrar breiðskífu að nafni “Söngvar um helvíti mannanna” með þrennum tónleikum, tvennum á Húrra í Reykjavík og þeim þriðju stuttu síðar á Græna Hattinum á Akureyri.  Eftirfarandi tilkynning var að finna á facebook síðu tónleikana:

Sunnlendingar, norðlendingar og sveitungar þeirra: HAM á Húrra og Græna Hattinum! Hljómsveitin fagnar útgáfu hljómplötunnar Söngvar um helvíti mannanna með tvennum tónleikum á Húrra dagana 22. og 23. júní og á Græna Hattinum 7. júlí nk. Húrra opnar kl. 21 báða dagana en góðir gestir hita mannskapinn upp áður en HAM stígur á stokk. Á Græna Hattinum koma HAM liðar fram einir og óstuddir. 

HAM sendir frá sér sína 3. hljóðverðsplötu nú í júní og hefur hún fengið nafnið: Söngvar um helvíti mannanna. Það er hljómplötuútgáfan Sticky sem gefur út. Gripurinn fæst í öllum betri hljómplötuverslunum og á helstu efnisveitum og verður fáanlegur bæði sem vínyl og geisladiskur. Miðasala á tix.is.

HAM útgáfutónleikar á Húrra 22. & 23. júní 2017

HAM á Græna Hattinum! – 7. júlí

HAM – “Þú lýgur” komið á netið

Hljómsveitin HAM skellti í dag laginu “Þú Lýgur” á netið, en lagið verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar. Hljómsveitin mun á næstunni koma fram á tónleikum hljómsveitarinnar RAMMSTEIN. Tónleikar Rammstein verða haldnir núna á laugardaginn og opnar húsið klukkan 18:00 en hljómsveitin HAM byrjar að spila fyrir gesti á aglinu 19:30 og spilar að sögn tónleikahaldara í 45 mín. Hægt er að lesa frétt vísis (visir.is) um hljómsveitina HAM.

HAM með Vestur Berlín

Nýlega sendi hljómsveitin HAM frá sér nýtt lag á að nafni Vestur Berlín og því við hæfi að skella á meðlimi sveitarinnar nokkrum spurningum, sem hann Flosi Þorgeirsson var svo almennilegur við að svara:

Vestur belín, er þetta bara nafnið á laginu, eða er þetta tillag nýju plötunnar?
Vestur Berlín er bara þetta lag. Platan hefur svo stórfenglegan titil að ég ætla að leyfa mér að halda honum leyndum aðeins lengur

Er kominn útgáfudagur?
Ákveðinn útgáfudagur ekki kominn en við vonum að það verði í maíbyrjun. Platan er tilbúin en nú þarf bara að setja af stað framleiðsluferli.

Hvenær heyrum við meira af plötunni?
Við höfum nú spilað lög sem eru á þessarri plötu all oft á tónleikum. Sem stendur hefur ekkert verið ákveðið með að setja fleiri lög í spilun. Kæmi mér ekki á óvart þótt amk eitt annað færi á öldur ljósvakans samt, áður en platan kemur
meira seinna!
Hvað tekur svo nú við, hvenær meigum við eiga vona á því að sjá sveitina á tónleikum (fyrir utan Eistnaflug í sumar).
HAM spila á Aldrei fór ég suður í ár, á föstudaginn langa…vel við hæfi. Svo verða að sjálfsögðu útgáfutónleikar. Ekki ákveðið hvar en við erum að gæla við að hafa það á frekar litlum stað. Söknum þess dálítið að vera á þannig stöðum. Við höfum undanfarið verið yfirleitt á frekar stóru sviði s.s. Eistnaflug og Gamla Bíó en það væri gaman að breyta til. HAM tónleikar eru bestir þegar mikill sviti er í loftinu.
Er mikið flækjustig að vera í HAM þessa dagana sökum anna meðlima sveitarinnar?
Já, flækjustigið hefur ekki minnkað. alltaf verið erfitt að hóa mönnum saman enda allir uppteknir og flestir með fjölskyldu/börn. En HAM er okkur mikilvægt. Við komum saman ekki af nauðsyn heldur vegna þess að við erum vinir til margra ára og líkar samveran. Það er afar nauðsynlegt að halda í þá hugsun og tilfinningu. Þetta á að vera skemmtilegt og sem betur fer þá er það þannig.

HAM - Svik

HAM – Svik, Harmur og Dauði (2011)

Smekkleysa –  2011

Loksins er biðin á enda, ný breiðskífa með hinum goðsagnakenndu meisturum íslenskrar rokktónlistar, HAM, orðin að veruleika. Meira en tuttugu ár eru frá útgáfu seinustu breiðskífu sveitarinnar, Buffalo Virgin (1989) og því spurning hvort að sveitin geti viðhaldið goðsagnakenndri stöðu sinni sem ein áhugaverðasta hljómsveitin í íslenskri rokksögu með útgáfu á nýrri breiðskífu. Það má samt ekki taka það frá sveitinni að bæði saga rokksins “Saga Rokksins 1988 – 1993” (1993) í viðbót við Dauðan hest sem kom út árið 1995 voru frábær viðbætur við plötusafn allra íslenskra rokkara.

Svik Harmur og Dauði byrjar á einstökum hrynjanda lagsins “Einskis son”, engar skreytingar, viðbætur eða óþarfa læti. Lagið byrjar að krafti með rödduðum söng Sigurjóns sem síðar fær viðbótar kraft frá Óttarri. Óttar segir þar merka sögu um mann sem fengið hefur nóg og ætlar að taka til sinna ráða. Við tekur eitt af bestu lögum síðari ára…. hröð bassalína og síðar trommur sem gefa undan… DAUÐ HÓRA.. þvílíkt og annað eins, fullkomnun í texta og lagasmíði. Mitt Líf, Alcoholismus Chronicus, Gamlir svikamenn á ferð gefa svo plötunni þennan sanna niðurdrepandi og þunglyndishljóm áður en sveitin fer aftur á kunnuglegar slóðir með slagaranum Sviksemi. Það er eitthvað við söng og melódíu Sigurjóns sem gerir þetta lag einstakt, ekki talandi um grípandi texta og mjög HAMlegt undirspil. Þetta er ein af þessum plötum sem inniheldur óeðilega marga slagara, Dauð Hóra, Sviksemi, Ingimar er það fyrsta sem kemur til huga. Dimman og þokan sem umkringir hlustandann þegar á lög á borð við “Svartur Hrafn” og “Svikamenn á ferð” kítla hljóðhimnuna og satt best að segja er ekki lag á plötunni sem á ekki heima þar. Textarnir eru dimmir og fá mann til að vilja vita meira um afdrif einstaklingana sem um er sungið.

Sjaldan hef ég á ævi minni hlustað á plötu sem tónlistarlega er svona vel lýst í titli sínum. Svikin og harmurin eru átakanlegur þemi plötunnar í viðbót við einmannaleikann og dauðan sjálfann. Þessi plata er meistaraverk frá byrjun til enda og verður erfitt að toppa meistarana eftir þetta hljómfagra listaverk. Það er ekkert hægt að segja til að þess að ná útskýra nánar hversu skemmtilega þunglynd og dimm þessi plata er án þess að vitna beint í titilinn…Svik, harmur og dauði, sem segir bara allt.

Valli

Eistnaflug 2014 – 10 ára!

At The Gates, The Monolith Deathcult, Zatokrev, Havok, Bölzer

Agent Fresco, AMFJ, Angist, Azoic, Beneath, Benny Crespo’s Gang, Brain Police, Carpe Noctem, Darknote, Dimma, DJ Töfri, Endless Dark, Gone Postal, Grísalappalísa, HAM, Hindurvættir, Innvortis, In The Company Of Men, Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar, Kontinuum, Kælan Mikla, Malignant Mist, Mammút, Maus, Momentum, Morð, Nevolution, ONI, Ophidian I, Pink Street Boys, Retro Stefson, Reykjavíkurdætur, Rotþróin, Saktmóðigur, Severed, Sign, Skálmöld, Skelkur í Bringu, Skepna, Sólstafir, Strigaskór nr.42, The Vintage Caravan

Hvar? Egilsbúð, Neskaupstað
Hvenær? 2014-07-10
Klukkan? 22:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Hvað er Eistnaflug?
Eistnaflug er árleg tónlistarhátíð sem haldin er í Neskaupstað aðra helgina í júlí, sem í ár er 10. – 12. júlí. 42 bönd deila sviði allt frá indí til black metals. Keyrðu hringinn og kíktu við á Eistnaflug!

Það er fyrirtækið Millifótakonfekt ehf. sem heldur Eistnaflug.
Framkvæmdastjóri er Stefán Magnússon, stebbi (at) eistnaflug.is

Hvernig kemst ég á Eistnaflug?
Hægt er að fljúga til Egilsstaða með Flugfélagi Íslands og taka þaðan rútuna til Neskaupstaðar.
Ef farið er á bíl frá höfuðborgarsvæðinu er um rétt rúma 700 kílómetra að ræða. Akið varlega!

Gisting
Það eru tvö tjaldstæði á Neskaupstað, annað er partý tjaldstæðið og hitt er fjölskyldutjaldstæðið. Ef að þig langar að djamma allan sólahringinn þá er partý tjaldstæðið sniðið að þínum þörfum, ef að þú vilt sofa og hvíla þig vel þá er fjölskyldusvæðið þitt svæði.

Þessa helgi er partýtjaldstæðið einungis fyrir gesti Eistnaflugs.

Á Neskaupstað eru einnig 3 hótel en það eru Hótel Edda, Hótel Capitano og Hótel Egilsbúð.

Miðasala
Miðaverð í forsölu: 12.900 kr
Miðaverð við hurð: 13.900 kr
Dagspassi: 6.500 kr

Ath. 18 ára aldurstakmark
http://www.eistnaflug.is

http://www.eistnaflug.is

Event:  https://www.facebook.com/events/249309758568730/?ref_dashboard_filter=upcoming
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/7938/

HAM

HAM

HAM
Swords of Chaos

Hvar? Nasa
Hvenær? 2011-09-08
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 2500 kr
Aldurstakmark? 20

 

Loksins, loksins – eftir meira 20 ára bið hélt hin goðsagnakennda sveit HAM loks í hljóðver og tók upp nýja plötu! Platan hefur hlotið nafnið Svik, harmur og dauði og kemur út á vegum Smekkleysu þann 1. september næstkomandi. Um er að ræða fyrstu eiginlegu hljóðversplötu HAM frá því að Buffalo Virgin kom út árið 1989 og því ljóst að margir hafa beðið lengi með eftirvæntingu eftir nýju efni frá hljómsveitinni.

Nú þegar hefur landanum gefist tækifæri á að heyra forsmekkinn af því sem koma skal með laginu „Ingimar“ sem hefur trónað ofarlega á vinsældarlistum útvarpsstöðvana undanfarnar vikur. Þá sendir hljómsveitin frá sér nýtt lag í dag sem má gera ráð fyrir að fái að hljóma á öldum ljósvakans, en það er lagið „Dauð hóra“.

Til að fagna langþráðri bið munu HAM-liðar blása til heljarinnar útgáfutónleika þann 8. september næstkomandi. Tónleikarnir verða haldnir á Nasa og sér hljómsveitin Swords of Chaos um upphitun.

The legendary HAM will host a release concert for their first studio album since 1989 on the 8th of September at Nasa. Support band: Swords of Chaos. Tickets can be bought here for 2.500 ISK: http://midi.is/tonleikar/1/6618

Event:  http://www.facebook.com/event.php?eid=270756482951187The legendary HAM will host a release concert for their first studio album since 1989 on the 8th of September at Nasa. Support band: Swords of Chaos. Tickets can be bought here for 2.500 ISK: http://mid
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/6618

HAM á Nasa

HAM

Hvar? Nasa
Hvenær? 2011-02-25
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 2000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Forsala á midi.is 2.000 kr. annars 2.500 kr.
http://midi.is/tonleikar/1/6360

Nasa opnar klukkan 22:00
Gestir á svið kl: 23:00
Ham á svið kl: 24:00

Ham þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en sveitin hóf feril sinn árið 1988. Sveitin málaði bæinn rauðan með tónleikahaldi og krafti næstu ár, það eru ugglaust margir sem ósjálfrátt fara að hreyfa höfuðið í taktfastri sveiflu þegar þeir rifja um tónleika í Norðurkjallara MH eða á Duus húsi.

Stuttskífan Hold kom út árið 1988 og er hún fyrir marga hluti merkileg. Þar má finna lög eins og: Hold, Svín, Auður Sif, Transylvanía og Trúboðssleikjari en Hrafn Gunnlaugsson, sem þekktur er fyrir annað en tepruskap, bannaði sýningu myndbandsins í Ríkissjónvarpinu vegna ofbeldis. Buffalo Virgin kom út ári síðar og var stefnt á heimsfrægð. Þrátt fyrir hæfileika, frábært efni og síðast en ekki síst frábæra sviðsframkomu varð ekkert úr heimsfrægð Ham.
´
Aðrar plötur Ham eru Saga Rokksins 1988 til 1993, Dauður Hestur og tónleikaplöturnar: Ham lengi lifi, CBGB‘s 7. ágúst 1993 og Skert flog.

Event:  
Miðasala: