Efnisorð: Hafsteinn

Breytingar á Andkristnihátíð!

Athugið að það hafa verðar gerðar nokkrar breytingar á Andkristnihátíð 2004. Hátíðin verður ennþá stærri en upphaflega var áætlað. Það sem breytist er;

* Ný dagsetning bætist við, 18 des

* Hljómsveitirnar Klink og Crepuscular Rays bætast við á lokakvöldið 21. des!
Í kjölfar þess byrja tónleikarnir fyrr, kl 17:30

Uppröðun hljómsveita á Andkristnihátíð 2004.

18. Desember
Grand Rokk
500kr inn
20 ára aldurstakmark

Sólstafir
Dark Harvest
Changer

20. Desember
Gaukur á Stöng
500kr inn
18 ára aldurstakmark

Sólstafir
Heiða og Heiðingjarnir
Curse

21. Desember
Hellirinn, TÞM. Hólmaslóð 2
500kr inn
Ekkert aldurstakmark

Changer
Momentum
Klink
The Saddest Day
Crepesuclar Rays
Hrafnaþing
Krakkbot
Dark Harvest
Denver
Terminal Wreckage

Athugið að þetta er föst uppröðun hljómsveita. Neðstu bönd í listunum byrja.

Sjáumst hress á Andkristnihátíð 2004

Andkristnihátíð 2004

Já! Þið lásuð rétt. Nú er búið að tilkynna allar upplýsingar um hina árlegu andkristnihátíð. Þetta er í fimmta skiptið sem hátíðin er haldin og hefur hún verið aldrei áður verið jafn stór og hún er nú.

Hátíðin verður haldin frá 20. des til 21. des næstkomandi. Tónleikarnir 20. des verða haldnir á Gauk á Stöng kl 21:00. Það verður líklega 18. ára aldurstakmark og kostar ekki nema 500kr inn. Böndin sem spila þá eru;

Sólstafir
Heiða og heiðingjarnir
Curse

Seinni tónleikarnir verða haldnir í TÞM sem allir ættu nú að vita hvar er, en fyrir þá sem koma ofan af fjöllum eða úr Hafnarfirði þá er TÞM staðsett að Hólmaslóð 2, sem er úti á Granda við Reykjavíkurhöfn. Ath að strætó 2 stoppar nánast beint fyrir utan. Það kostar einnig 500kr inn og það þarf varla að taka fram að þetta eru tónleikarnir ætlaðir öllum aldurshópum Annars byrjar ballið kl 18:30 og hljómsveitirnar sem leika fyrir dansi eru;

Changer
Momentum
The Saddest Day
Hrafnaþing
Krakkbot
Dark Harvest
Denver
Terminal Wreckage

Ekki láta þetta framhjá ykkur fara og takið jólaskapið með!

Búdrýgindi gefa út nýja plötu

Unga og jafnframt umdeilda hljómsveitin Búdrýgindi hefur sent frá sér sína aðra breiðskífu. Árið 2002 unnu strákarnir músiktilraunir og gáfu út plötuna Kúbakóla hið sama ár. Platan sem þeir hafa gefið út núna ber heitið Juxtapos.

Juxtapos inniheldur eftirfarandi lög;

1. Ósonlagið
2. Hólkryppi
3. Taktlaus Hæna
4. Gleðskapur
5. Froðusnakkur
6. Orgelínufrat
7. Væmnisdella
8. Sundurskotið Rjúpurassgat
9. Hrútspungur
10. Köngulær í KúngFú
11. Tölvuheili
12. Sagan af Juxtapos

Þess má geta að í laginu “Köngulær í KúngFú” inniheldur gestina BlazRoca úr Rottweilerhundum og Dóra DNA úr Bæjarins Bestu.

Platan fæst í öllum helstu plötuverslunum landsins en einnig er hægt að nálgast hana ódýrari með því að mæta á tónleika með Búdrýgindi eða senda þeim email á budrygindi@visir.is

New England Metal & Hardcore festival bætir við sig

Skipuleggjendur hátíðarinnar “New England metal & hardcore festival” hafa ákveðið að stækka næstu hátíð í 3 daga. Hátíðin stendur yfir frá 22. apríl til 24. apríl næstkomandi í Palladium höllinni í Worchester.

Auk þess hafa bönd eins og Cryptopsy, Nightwish, Behemoth, King Diamond, Nile & The Black Dahlia Murder staðfest komu sína á þessa hátið. Einnig má vænta að fleiri bönd skrái sig á hátíðina á næstu mánuðum.

Meira af Wacken 2005

Overkill, Axel Rudi Pell og Edguy eru þau bönd sem eru nýbúin að staðfesta komu sína á metalhátíðina Wacken í Þýskalandi, sem fer fram dagana 4-6. ágúst.

Auk ofangreindra hljómsveita sem hafa staðfest komu sína má nefna Nightwish, Accept, Sinner, Marduk, Ensiferum, Illdisposed, Endstille, Turisas & Mercenary. Fleiri bönd verða staðfest síðar.

Fylgist því vel með á www.wacken.com

Kreator í barnaþætti í Þýskalandi

Mille Petrozza, frontmaður thrashmetal sveitarinnar Kreator kom fram í barnaþætti á þýsku barnasjónvarpsstöðinni KinderKanal í gær (19 nóv). Petrozza sat undir ýmiss spurningum um þungarokk. Heimildar menn segja að þáttastjórnandinn hafi verið ögn taugaóstyrkur og Mille virtist einnig vera á “útivelli” en í heildina var þetta góður þáttur fyrir börnin. Þau lærðu mikið um þungarokk. (Halló krakkar, þetta er Mille. Hann leikur í svokölluðu “þungarokksbandi”).

Krakkarnir virtust hafa mikinn áhuga á efninu og slógu því ekki uppí grín eins og venjan virðist vera en þeir sýndu þeim Metallica, Manowar, Iron Maiden og Kreator tónlistarmyndbönd og spjölluðu síðan um gítarriff o.s.frv. Í lokin spilaði síðan Mille nokkur grip með Black Sabbath. Endilega athugið skjáskotin úr þættinum hér

Auk þess má nefna að nýja platan með Kreator, “Enemy of God” er sögð koma út í Evrópu og Suður Ameríku þann 10. janúar og í Norður Ameríku þann 11. janúar á vegum SPV Records. Sérstök útgáfa disksins mun einnig koma út og með því fylgir dvd með heimildarmynd um gerð plötunnar og ýmis annara hluta.

Still not fallen gefur út nýtt efni

Still not fallen eru nú loks að vakna frá löngum dvala. Sveitin hefur verið upptekin undanfarið að taka upp sína nýjustu EP plötu en hún mun bera nafnið “We Have Developed A Serious Drinking Problem”.

Af tilvonandi plötu verða 6 lög og tracklistinn hljómar eftirfarandi;

01. (Intro)
02. I and the Ravenous
03. Yeah…That Monroe Syndrome
04. Apocalypse Might Rescue Us
05. Vegas Vendetta
06. Hitchhiking Delacroix

Hægt er að ná í 4 af þessum lögum með því að smella á tenglana. EP platan mun fljótlega koma út á plasti. Einnig ber að nefna að Still Not Fallen munu spila á Grand Rokk með Nevolution, Klink og kanadísku sveitinni Into Eternity næstkomandi fimmtudag.