Tag: Godflesh

Árslisti dordinguls / harðkjarna – 20. bestu erlendu útgáfur 2017

Árið 2017 var sérstaklega ánægjulegt tónlistar ár og hefði veirð nokkuð auðvelt að safna saman lista yfir 100 bestu útgáfur ársins, en fólk yrði fljótt að hætta að nenna að lesa slíkan lista, og því látum við hefðbundin 20 útgáfna lista duga um sinn. Hér að neðan má sjá lista útvarpsþáttarins dordinguls og heimasíðunnar Harðkjarna á 20 bestu erlendu útgáfum ársins.

1. Code Orange – Forever
– Alveg frá því að þessi plata kom út var ég alveg viss um stöðu hennar á lista ársins. Frábær og fjölbreytt skífa frá byrjun til enda.
2. Axis – Shift
– Axis er ein af þessum sveitum sem fá mig til að trúa á hardcore tónlist, þessi sveit stígur ekki feil skref.
3. Pyrrhon – What Passes for Survival
– Hrein sturlun frá upphafi til enda.
4. Godflesh – Post Self
– Nostalgía án klisju eða klaufaskapar. Sérstaklega vel heppnuð plata frá Justin Broadrick og G. C. Green
5. Kublai Khan – Nomad
– Kom lítið annað til greina eftir að hafa hlustað á þessa drengi gjörsamlega rústa reykjavíkurborg þegar þeir spiluðu hér á landi núna í ár. Frábær skífa.
6. Pallbearer – Heartless
– Thorns er eitt af lögum ársins og ef plata með eitt af lögum ársins kemst ekki hátt á listann þá er hann ekki marktækur.
7. END – From the Unforgiving Arms of God
– Stjörnuband með stjörnuplötu, meðlimir Counterparts, ex-Misery Signals, Blacklisted og Fit For An Autopsy með frábæra smáplötu.
8. Converge – The Dusk In Us
– Þessi plata á örugglega eftir að hækka enn meira í áliti því meira sem lítur á næsta ár, eins og við má búast. Titil lag plötunnar kítlar mig sérstaklega mikið.
9. Unsane – Sterilize
– Ein af þessum plötum sem maður getur ekki verið án, gerir árið betra.
10. God Mother – Vilseledd
– Harðkjarni frá Stokkhólmi, uppbyggjandi niðurrifsstarfsemi.

 

11. Body Count – Bloodlust
– Body Count kom örugglega flestum á óvart með gjörsamlega frábærri plötu, mikið af virkielga góðum lögum á örugglega bestu plötu sveitarinnar.
12. Left Behind – Blessed By The Burn
– Djúp og truflandi sagan á bakvið plötuna ýtir manni enn lengra inn í vonleysið og truflunina sem lífiði getur fært manni.
13. Mutoid Man – War Moans
– Hvað gerist ef maður hrærir saman Cave In og Converge meðlimum? Sönnunn á því að hægt er að syngja (ekki öskra) í þungarokki.
14. Amenra – Mass VI
– Ein af þessum hljómsveitum sem gerir ekki mistök, furða mig enn á því að þetta sé hljómsveit sem ekki allir þekkja.
15. Exhumed – Death Revenge
– Klassísk dauðarokksveit að gefa út plötu sem endar örugglega sem eitt þeirra besta verk.
16. Rancid – Trouble Maker
– Rancid spila pönk betur í dag en þeir hafa gert í áratug. Frábær plata.
17. Blood Command – Cult Drugs
– Norsk hljómsveit sem spilar sturlað popp í bland við harðkjarna og hávaða, afhverju er þetta ekki spilað í útvarpinu?
18. Mastodon – Emperor of Sand
– Enginn er árslisti án Mastodon.
19. Zao – Pyrrihc Victory
– Ég held að þeir gætu prumpað á plötu og ég myndi fíla það..
20. Iron Monkey – 9-13
– Eftirlifandi meðlimir í skítug fenið enn einusinni, stílhreint og ljótt.

Godflesh gefa út Post Self í nóvember

Enska iðnaðarmetal sveitin Godflesh sendir frá sér nýja plötu 17. nóvember næstkomandi, en sveitin sendi frá seinast frá sér plötuna A World Lit Only by Fire árið 2014. Nýja platan hefur fengið nafnið “Post Self” og er áttunda breiðskífa sveitarinnar, en fyrs sendi sveitin frá sér plötuna Streetcleaner árið 1989. Hér að neðan má heyra fyrsta lagið af plötunni:

Lagalisti plötunnar:
1. Post Self
2. Parasite
3. No Body
4. Mirror of Finite Light
5. Be God
6. The Cyclic End
7. Pre Self
8. Mortality Sorrow
9. In Your Shadow
10. The Infinite End

Godflesh - Hymns

Godflesh – Hymns (2001)

Music For Nations –  2001

ÍSKÖLD, VÉLRÆN HEIFT

Maður er nefndur Justin Broadrick. Hann er tónlistarmaður og er þekktur m.a. fyrir að sampla tónlist annara inn í sinn heim kaldranalegs vélgengis. Tímaritið Guitar Player birti fyrir nokkrum árum grein um manninn á þeim forsendum að enginn annar gæti náð jafn skrítnum hljóðum út úr rafgítar. Godflesh er hljómsveitin hans. “Hymns” er, lauslega áætlað, þeirra níunda stóra plata.
Tónlist Godflesh gengur mikið út á hörku og mekanisma. Trommutaktur er allur vélrænn enda er allur ryþminn í tónlist Godflesh framleiddur af vélum. Þungur bassi Tom Greenway, félaga Broadrick í Godflesh, er Richterskelfir og yfir hljómar skerandi industrial gítarleikur Broadrick. Rödd Broadrick er ýmist full af heift eða angurværð þegar hún annaðhvort hreytir út úr sér hatri og mannfyrirlitningu í einföldum ljóðum eins og í “Defeated” eða sönglar saknaðarljóð eins og hið gullfallega “Anthem”.
Mér finnst það slatti magnað hvernig Godflesh tekst að skapa öðrum tilfinningum en reiði rými í tónlist sinni því að hún er mjög hörð. Sumar plötur Godflesh, eins og “Slavestate” og “Pure” lumuðu á mögulega danshæfum ryþma inn á milli en minna hefur farið fyrir því á síðari tímum. Nú er það bara harkan. Ég vil líkja tónlist Godflesh við stálvegg (það verður náttúrulega að hækka almennilega) þar sem undir spretta lítil gullfalleg smáblóm.
Mögulega verður þessi plata fyrir einhverjum einhæf í heild sinni þar sem lögin eru löng og lagasmíðarnar einfaldar.

Siggi Pönk