Efnisorð: Gjöll

Norðanpaunk 2017

BÖLZER / WORMLUST / PLASTIC GODS / DYS / KÆLAN MIKLA, GODCHILLA / FORGARÐUR HELVÍTIS / GRIT TEETH / NICOLAZ KUNYSZ / GJÖLL / SUN WORSHIP (DE) / ANDAVALD / BAG OF ANTRHAX / BALAGAN (DE) / DULVITUND / GOLDEN CORE (NO) / GUSTAVE TIGER (H) / KULDABOLI / MALNEIROPHRENIA / MORPHOLITH / WORLD NARCOSIS / SLOR / more tba..

3 Days – 40+ Bands

Árlegt ættarmót paunkara á Laugarbakka v-Hún
Annual gathering of the Icelandic Punk Community and related artists. BYOB.

No tickets at the door! Limited tickets online only via http://www.nordanpaunk.org/tickets.html

Liberty through art.

NORÐANPAUNK 2016

DIY at the end of the world.

GNAW THEIR TONGUES (NL) – MARTYRDÖD (SE)

DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIP – FORGARÐUR HELVÍTIS – MISÞYRMING – KÆLAN MIKLA – SEVERED – SINMARA – Q4U – LATISHA´S SKULL DRAWING (USA)

ALMYRKVI – ABOMINOR – ASATOR (DE) – AUXPAN – BRÁK – CHURCHHOUSE CREEPERS – COLD CELL (CH) – COTTAGING (USA) – DAUÐYFLIN – DULVITUND – DYNFARI – EXTENDED SUICIDE (DK) – GLORYRIDE – GJÖLL – GRAFIR – GRAVE SUPERIOR – GREAT GRIEF – GRODOCK (DE) – HATARI – HEMÚLLINN – IN THE COMPANY OF MEN – KVÖL – MANNVEIRA – MOSI FRÆNDI – OFVITARNIR – PANOS FROM KOMODO – SKELKUR Í BRINGU – STURMTIGER (UK) – URÐUN – VOID ZIZ – WORLD NARCOSIS – ÖRMAGNA.

Special guests: La Poste Di Falcone (DE)

Tickets are only 5000kr for 3-days of aural, tactile and occular experiences

Online only via http://www.nordanpaunk.org/

Gjöll - Not to Lead Nor to Follow

Gjöll – Not to Lead Nor to Follow (2007)

Ant-Zen –  2007

Á seinasta ári gáfu þeir félagar Jóhann Eiríksson og Sigurður Harðarson, sem mynda dúettinn Gjöll, út sína aðra plötu, sem ber titilinn Not To Lead Nor To Follow. Áður hafa þeir gefið út plötuna Way Through Zero, sem kom út árið 2006.
Þeir hafa báðir komið víða við í íslensku ,,neðanjarðar” tónlistarsenunni. Jóhann var til dæmis annar helmingur fyrstu íslensku industrial hljómsveitarinnar, Reptilicus, og hann er með verkefni sem kallast Product 8. Sigurður er betur þekktur sem Siggi pönk, og er hann til að mynda söngvari Forgarðs Helvítis og hann er einnig söngvari pönksveitarinnar Dys.

Jóhann sér um að skapa tónlistina og rétta andrúmsloftið fyrir anarkistaljóðin sem Sigurður semur og flytur. Það eru ýmsar tilfinningar sem líða í gegnum hugann þegar ég hlusta á plötuna, og vellíðan er ekki ein þeirra. Ekki svo að skilja að tónlistin veki upp vanlíðan, því það er alls ekki það sem ég á við. Tónlistin þeirra virkar draumkennd á mig, og ég fæ nánast óstjórnlega löngun til að skapa eitthvað.

Sérkennileg hljóðin og drynjandi bassinn skella á eyrum hlustanda úr öllum áttum, á meðan skerandi öskur Sigurðar reyna að stinga sér leið í gegnum hljóðhimnuna. Ef maður lokar augunum og hefur nógu frjótt ímyndunarafl gæti þessi tónlist flutt mann út í geiminn, þar sem maður sér og heyrir hluti sem finnast hvergi annars staðar, eða jafn vel aftur í tíma til seinni heimsstyrjaldarinnar, og fundist maður vera staddur á miðjum vígvellinum þar sem sprengingar og vélarómur hljóma allt í kring. Ef ímyndunaraflið er mjög gott gæti maður jafnvel ferðast alls staðar þar á milli.

Textarnir sýna samkennd með einstaklingnum sem sér sjálfum sér fært að slíta sig frá pólitískum, trúarlegum og samfélagslegum nauðsynjum. Tónlistin undirstrikar enn betur reiði samfélagsins, áskoranir þess hluta samfélagsins sem er hafnað og útskúfað, reiðina yfir því hvernig hlutirnir eru og hvernig hlutirnir ættu að vera.

Ég mæli hiklaust með þessari plötu fyrir alla sem hafa gaman af dark ambient/noise, fyrir þá sem vilja heyra eitthvað nýtt og öðruvísi og þá sem hlusta á tónlist með opið hugarfar.

Kristján Fenrir

Swords of Chaos, Gjöll, Tentacles of Doom, Lúzífers 4 ágúst í Austurbæjarbíó

Swords of Chaos
Gjöll
Tentacles of Doom
Lúzífers

Hvar? Annað
Hvenær? 2009-08-04
Klukkan? 19:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Þriðjudaginn 4. ágúst hefur verslunarmannahelgin tekið toll sinn af mörgum. Því er upplagt að skella sér á tónleika sem munu hleypa rafmagni enn á ný gegnum líkamann. Þar hafa listamenn opnað sitt vinnurými og innri mann og hringsnúa þínum augum. Lúzífers munu dýfa tónleikagestum í sýrubað með 110.000 voltum, Tentacles of Doom leifir þér að upplifa hvernig er að dansa við lík, Swords of Chaos tæta þig í sundur og púsla þér öfugum saman með hávaðarokki sínu og Gjöll kremur þig með gífurlegum þunga en á mjög ánægjulegan hátt. Orkan byrjar að streyma kl. 7 uppi á annari hæð í listamannarými Austurbæjarbíós og heldur þér í heljargreipum allt til enda.

Event:  
Miðasala: