Efnisorð: Gaukurinn

Bell Witch tónleikar

Ameríska doom metal hljómsveitin Bell Witch heimsækir landið tuttugasta og áttunda nóvember næstkomandi og heldur tónleika á Gauknum. Þetta verða fyrstu tónleikar sveitarinnar hér á landi og þeir fyrstu á túr hljómsveitarinnar um Evrópu þar sem Bell Witch mun flytja síðustu hljómplötu sína, Mirror Reaper, í heild sinni undir myndverki sem Taylor Bednarz bjó til sérstaklega fyrir þessa plötu.

Hljómsveitin var stofnuð 2010 af Dylan Desmond og Adrian Guerra og saman tóku þeir upp tvær plötur, Longing og Four Phantoms, sem Profound Lore gaf út, áður en Guerra yfirgaf sveitina 2016 og Jesse Shreibman tók við kjuðunum.

Stuttu eftir brotthvarfið úr Bell Witch deyr Adrian Guerra og má segja að það hafi haft mikil áhrif á þá Desmond og Shreibman sem tóku Mirror Reaper upp nokkrum mánuðum síðar og inniheldur sú plata meðal annars upptökur af söng Guerra sem ekki var notaður þegar hljómsveitin tók upp Four Phantoms.

Hljómsveitirnar Bell Witch, Vofa og Heift spila á gauknum, miðvikudaginn 28. nóvember 2018 frá klukkan 20:30, en hægt er að nálgast miða á tix.is

Reykjavík Deathfest: MALIGNANCY og Gone Postal!

Heljarinnar tilkynningar voru í boði Reykjavík Deathfest í gærkveldi þegar hátíðarhaldarar kynntu fyrstu hljómsveitirnar sem koma frá á hátíðinni á næsta ári, en hún verður haldin á Gauknum (Tryggvagötu 22) 17. til 18. maí næstkomandi.

Fyrst má nefna hina einstöku dauðarokksveit MALIGNANCY, en sveitin var stofnuð árið 1992 í Yonkers í New York. Sveitin hefur gefið þrjár breiðskífur í bland við fjöldan allan af demoum og EP plötum, en í sveitinni má finna trommarann Mike Heller sem meðal annars má heyra tromma á nýjustu plötu íslensku dauðarokksveitarinnar Beneath.

Næst voru íslensku hljómsveitirnar Devine Defilement og Gruesome Glory, en hljómsveitin Devine Defilement sendi frá sér plötuna DEPRAVITY í byrjun ársins, og norðanmennirnir í Gruesome Glory koma til baka frá dauðum.

Ástralska dauðarokksveitin Psycroptic spilar á hátíðinni í ár, en sveitin var stofnuð árið 1999 og hefur sveitin gefið út fimm breiðskífur á útgáfum eins og Unique Leader, Nerutoic og Nuclear Blast til að minnast á eitthvað. Áður hefur sveitin tekið þátt í tónleikaferðalagi með hljómsveitum á borð við Nile og Deicide.

Að lokum var tilkynnt aðhljómsveitin Gone Postal ætlar að rísa til baka, en eins og flestir rokkarar vita breytti hljómsveitin um nafn á sínum tíma og heitir í dag ZHRINE, en þetta kvöldið ætlar sveitin að fara til baka um all mörg ár og spila lög sem sveitin gerði áður en hún varð Zhrine.

Eitt er víst að þetta verður rosaleg hátíð, og enn á eftir að bætast við hellingur á hátíðina!

Cattle Decapitation í Reykjavík lok mánaðarins (Reykjavík Deathfest)

Bandaríska dauðarokksveitin Cattle Decapitation hefur evróputónleikaferðalagið sitt hér á landi í lok mánaðarins, en sveitin spilar hér á landi fimmtudagskvöldið 31. ágúst. Með sveitinni þetta kvöldið spila hljómsveitirnar Severed, Une Miseré og World Narcosis. Tónleikarnir verða haldir á gauknum og hefjast klukkan 21:00, en húsið opnar klukkutíma fyrr. 

Tónleikarnir verða á Gauknum Tryggvagötu 22, efri hæð.

Miðaverð er 2.500 kr í forsölu á Tix.is en einnig verða miðar í boði við hurð á 2.900 kr
ATH takmarkaður miðafjöldi í forsölu!

Fyrir þá sem ekki þekkja til sveitarinnar, var hún stonfuð í San Diego í bandaríkjunum og spilar Dauðarokksblandað Grindcore, Goregrind, eða Deathgrind. Hljómsveitin hefur gefið út 7 breiðskífur, og sú seinasta: The Anthropocene Extinction var gefin út af Metal Blade útgáfunni og lenti meðal annars í 100 sæti Billboard 200 listans yfir útgáfur þá vikuna. Meðal gesta á seinustu plötu var Phil Anslemo söngvari Pantera/Down í laginu he Prophets of Loss. Hljómsveitin gefur út sitt efni á Metal Blade útgáfunni og má heyra tóndæmi frá sveitinni hér að neðan:

Bölzer, Sinmara og vofa með tónleika á fimmtudaginn.

Fimmtudagskvöldið 3 ágúst næstkomandi verða haldnir tónleikar á Gauknum með svissnesku dauðarokksveitinni Bölzer, en sveitin er ein af mörgum erlendum hljómsveitum á Norðanpaunki í ár, og kvöldið fyrir hátíðina verður hitað upp með baneitruðum dauðarokkstónleikum á Gauknum.

Bölzer eru Íslendingum að góðu kunnir eftir að hafa spilað hér á Eistnaflugi 2014, en nú gefst höfuðborgarbúum tækifæri á að bera þá augum. Bölzer eru eitt stærsta nafnið í neðanjarðar dauðarokki í dag, en þeirra nýjasta plata “Hero” kom út í fyrra og hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn. Bölzer eru rómaðir fyrir tónleika sína þar sem söngur, trommur og einn tíu strengja gítar framkallar stærri og þyngri hljóðheim en flest bönd gera með fullri liðsskipan, enda er ekkert til sparað í því að nýta hljóðkerfið til hins ítrasta. Óhætt er að lofa að þetta verði þyngstu tónleikar á Gauknum síðan Sleep.

Sinmara er ein helsta black metal hljómsveit landsins, en í kjölfarið á útgáfu þeirra fyrstu plötu “Aphotic Womb” árið 2014 hafa þeir verið iðnir við tónleikahald hér heima og erlendis. Sinmara gefur út nýtt MLP að nafni “Within the Weaves of Infinity” 24. ágúst., og mun túra fyrir þá plötu í desember ásamt I I, íslensku sveitinni Almyrkva og öðru tvíeyki að nafni Sortilegia.

Vofa er ný sveit sem hefur vakið mikla athygli á skömmum tíma fyrir þungan og biksvartan doom metal, en þeir spila einnig á Norðanpaunki í ár. Vofa er að taka upp sína fyrstu plötu um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á plötunna HERO hér að neðan:
.

Within the Weaves of Infinity: Sinmara

Reykjavík Deathfest 2017 – Umfjöllun

Reykjavík Deathfest 2017 var haldið 12 og 13. maí síðastliðinn, en þetta er í annað sinn sem þessi hátíð er haldin, en í þetta skiptið er hátíðin ekki bara veglegri en fyrsta árið heldur einnig virkilega áhugaverð hátíð sem ég held að gæti heillað meira en bara dauðarokkara landsins.

Smá auka veisla var haldin fimmtudaginn 11.maí þar sem trommari hljómsveitarinnar Cryptopsy var með trommu klíník, hljómsveitin Beneath frumsýndi nýtt myndband og hljómsveitin Cult of Lilth spilaði fyrir gesti, náði ekki að mæta en að myndböndum að dæma var þetta skemmtileg viðbót við hátíðina

Fyrra kvöld Reykjavík Deathfest hófst með látum þegar hljómsveitirnar Hubris, Syndemic, Nexion, Grit Teeth, Ophidian I og Ad Nauseam spiluðu fyrir fullan sal af sveittum rokkurum. Þetta var frábær byrjun á góðri hátíð. Þrátt fyrir að vera mestmegnis dauðarokk (eins og nafn hátíðarinnar bendir til) var þetta ansi fjölbreytt og skemmtilegt kvöld.

Hubris er greinilega hljómsveit sem maður verður að fara að taka eftir betur því að þetta er ein af betri sveitum landsins, miklir hæfileikar, skemmtileg sviðframkoma og sannar það að mikið af hæfileikum er að finna í Hveragerði. Syndemic voru skemmtilegir og nokkuð ólíkir fyrsta bandi kvöldsins, en hljómsveitin hafði unnið sér það til frægðar að hafa lent í fjórða sæti í loka keppni Wacken Metal Battle árið 2016. Þriðja hljómsveit kvöldsins er eitthvað sem rokkarar landsins halda mikið upp á, en það er hljómsveitin Nexion sem stóð sig afar vel á Wacken Metal Battle hátíðinni hér á landi þar sem hún lenti í þriðja sæti. Þrátt fyrir að byrja nokkuð seint að spila náði sveitin að heilla gesti á sinn einstaka hátt. Næstir á svið er ein af þeim hljómsveitum sem halda voninni á lífi varðandi áhugavert og skemmtilegt íslenskt tónlistarlíf: Grit Teeth. Þrátt fyrir að vera í miklu veseni með trommuna þetta kvöldið náði sveitin að skella í nokkra slagara, harða og þunga, en jafnframt pönkaða slagara sem kætti gamla harðkjarna kallinn þetta kvöldið. 

Hljómsveitin Ophidian I hafa örugglega aldrei verið jafn þéttir og skemmtilegir, en sveitin var ofur heit þetta kvöldið, sérstaklega skemmtileg og örugglega skemmtilegasta sveitin tónlistarlega séð þetta kvöldið. Kvöldinu lauk svo með ítölsku hljómsveitinni Ad Nauseam, en hljómsveitin sendi frá sér sína einu breiðskífu árið 2015 að nafni “Nihil Quam Vacuitas Ordinatum Est”. Hljómsveitin spilar teknískt dauðarokk og gerir það vel. Fræbært fyrsta kvöld á virklega áhugaverðri hátíð.

Það er sérstök tilfinning að fara frá fjölskyldunni rétt fyrir 8 á öðru mesta sjónvarpskvöldi landsins (eða bara evrópu í heild sinni), en Á meðan rokkarnir voru að gera sig tilbúna til þess að rokka fyrir landan var úrslitakvöld Eurovision söngvakeppninnar í sjónvarpi allra landsmanna.

Ég mætti nákvæmlega þegar Grave Superior spiluðu sína fyrstu nótu og hljóp upp í tónleikasal Gauksins með símann í annarri en falafelvefju í hinni. Það er er ljóst að hljómsveitin Grave Superior kann til verka, því að þetta er bara hreint og beint frábær sveit sem ég hef alltaf gaman að sjá spila á tónleikum. Þvílík byrjun á seinna kvöldi Reykjavík Deathfest. Næstir á svið var hljómsveitin sem ég kann ekki að bera fram, en þarf greinilega að læra það því sveitin kann svo sannarlega að halda skemmtilega tónleika. Kess’kthak er frá Sviss og inniheldur tvo kraftmikla og fjöruga söngvara, virklega skemmtileg og kom á óvart sem ein af skemmtilegri sveitum hátíðarinnar. Severed voru næstir á svið og tóku örugglega bestu tónleika sem ég hef séð með sveitinni, þvílíkur kraftur og þvílíkur lagalisti. Það var sérstaklega gaman að sjá lagið SKEGG, en ekki var verra að sjá salinn springa þegar sveitin endaði á Human Recipes.

Það eru um 6 ár síðan að hljómsveitin Andlát spilaði á tónleikum, en hljómsveitin hefur að mestu legið í svala síðan árið 2004 með nokkrum tónleikum af og til. Það er tilvalið að hljómsveit sem á mikla sögu í íslensku þungarokki sé fengin til þess a spila á svona skemmtilegu festivali, en hljómsveitin tók afar skemmtilegan lagalista, svona nokkurveginn best of set sem heillaði gamla kalla eins og mig sérstaklega mikið. Það er gaman að sjá þessa drengi spila og sérstaklega skemmtilegt að heyra þessa slagara á tónleikum á ný. Virvum frá Sviss voru næstir á svið og var þar að finna prógressíft og teknískt dauðarokk. Hljómsveitin spilaði án bassaleikara sem var þeirra eini löstur, forvitnilegt sett og góður undirbúningur fyrir það sem var væntanlegt.

Cryptopsy enduðu kvöldið með miklum hávaða, mjög miklum hávaða. Það tók tíma fyrir sveitina að hafa sig til og undirbúa það sem var í vændum, hljóðkerfið stillt upp í 11 og sveitin sprengdi örugglega eitthvað í hljóðkerfinu strax í fyrsta lagi. Það er ekki slæmt að geta byrjað tónleika með slagara eins og Two-Pound Torch af 2012 plötu sveitarinnar. Gallinn við það að hljómur sveitarinnar var ekki tilbúinn fyrir hljóðkerfið, en hljómurinn batnaði til muna þegar sveitin tók lögin af None So Vile í heild sinni. Það var gaman að sjá þessi lög spiluð á tónleikum. Þegar á heildina er litið var þetta sérstaklega vel heppnuð hátíð, sem getur bara batnað með tímanum, það eina sem þarf að bæta er tímasetningar og skipulag, en stemningin var bara það góð þarna að maður lét það ekkert á sig fá. Vel gert kæru skipuleggendur Reykjavík Deathfest, hlakka til að mæta á næsta ári!

Dauðarokksveisla um helgina: Defeated Sanity (Þýskaland) spila á upphitunartónleikum fyrir REYKJAVÍK DEATHFEST

Núna um helgina haldnir upphitunartónleikar fyrir Reykjavík Deathfest hátíðina sem haldin í maí mánuði. Þetta eru engir smátónleikar og því við hæfi að spyrjast fyrir um þessa upphitun frá þeim sem sjá um hátíðina. Ég ákvað að nota tækifærið og skellti nokkrum spurningum á Aðalstein Magnússon einn af skipuleggjendum hátíðarinnar:

Hverjir koma fram á tónleikunum?
Defeated Sanity (GER),Misþyrming,Grave Superior, Cult of lilith

Segðu okkur nánar frá Defeated Sanity, hvernig kom til að sveitin ákvað að koma hingað til lands?
Defeated Sanity þekkja flestir Dauðarokks unnendur en hljómsveitin er þekkt fyrir einstaklega brútal og öfgafullt dauðarokk. Þeir koma frá Hamburg í Þýskalandi og hafa starfað síðan 1994 og eru með 5 stúdío plötur á bakinu ásamt haug af demoum/EP og splitt útgáfum. Við hjá Reykjavík Deathfest sáum þá að sjálfsögðu á Eistnaflugi 2016 og verandi aðdáendur frá blautu barnsbeini einfaldlega urðum að fá að sjá þá aftur svo við bókuðum þá bara.

Hverjir sjá um upphitun?
Ekkert var til sparað í upphitun fyrir þessa tónleika en fram koma :
Misþyrming sem allir ættu að þekkja en þetta er ein ofsalegasta black metal sveit landsins sem hefur nýverið farið sigurför um heiminn eftir sterka útgáfu á sinni fyrstu plötu,

Grave Superior hafa verið áberandi í Dauðarokkinu síðan þeir spruttu uppúr jörðinni öllum að óvörum fyrir stuttu síðan og síðast en ekki síst tæknidauðarokkararnir í Cult of Lilith sem gáfu út EP árið 2015 og stíga á svið í fyrsta sinn að þessu tilefni.

Hvað kostar á tónleikana og hvar verða þeir haldnir?
Það kostar litlar 2.500.kr á tónleikana sem verða á Gauknum 8.Apríl..sem er djók verð fyrir þessa veislu.

Við hverju má svo búast við á tónleikunum?
Þessir tónleikar verða auðvitað bilun frá upphafi til enda, svo einfalt er það Defeated Sanity lofa góðri yfirferð á efni sínu og eru funheitir eftir Asíu túr, upphitunarsveitir eru klárar í slaginn, hljómsveitir verða með varning til sölu og því um að gera og styrkja þær og ná sér í gæða tónlist/fatnað á góðu verði, Sjáumst á Gauknum!

Skálmöld á Gauknum

Skálmöld
Konika

Þann 30. september lítur fjórða hljóðversplata Skálmaldar dagsins ljós og í framhaldinu halda þeir sexmenningar í víking útfyrir landsteina til kynningarstarfa. Með harðfylgi tókst að berja eina tónleikahelgi á Íslandi inn í dagskrána fyrir brottför og þótt ekki sé um eiginlega útgáfutónleika að ræða fær mikið af nýja efninu að hljóma í bland við hið gamla.

14. október kl. 22:00 – Græni hatturinn (sjá hér: www.facebook.com/events/1779465562328897)

15. október kl. 17:00 – Gaukurinn (allur aldur)
15. október kl. 22:00 – Gaukurinn

Með í för verður nýstofnuð hljómsveit að nafni KroniKa sem telur meðlimi úr Skálmöld, Dimmu, Sunnyside Road og Reykjavíkurdætrum.

Miðaverð í forsölu er 3.900.- en 2.000.- á dagtónleika Gauksins. Miðasala hefst 1. september.

Innipúkinn 2016 Húrra & Gaukurinn

Um viðburðinn

Innipúkinn 2016 – 3 daga hátíð í höfuðborginni um verslunarmannahelgina

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, þ.e.a.s. 29.-31. júlí.

Staðfestir listamenn á Innipúkanum 2016:
Agent Fresco
Aron Can
Emmsjé Gauti
GKR
Hildur
Hormónar
JFDR
Karó
Kött Grá Pjé
Misþyrming
Snorri Helgason
Valdimar

Fleiri nöfn verða svo tilkynnt á næstu vikum.

Armband á hátíðina gildir alla helgina bæði á Húrra og Gaukinn og þau má nálgast á Gauknum frá og með föstudeginum. Einnig er hægt að kaupa miða inn á stök kvöld.

Í fyrra seldist allir miðar upp og því er fólk hvatt til að tryggja sér miða í tíma.

Fylgist með fréttum af dagskránni á heimasíðu Innipúkans og Facebook
– www.innipukinn.is
– www.facebook.com/Innipukinnfestival

20 ára aldurstakmark