Efnisorð: Gaddur metal distró

Gaddur metal distró

Gaddur distro er kominn á laggirnar. Hér er á ferðinni dreifing á eðal-metal sem eigi er fáanlegur hér á Skerinu. Áherzla verður á blackmetal, progmetal,thrash, svíametal, dauðarokk, melódískan metal og jafnvel eitthvað metalcore. Síðan er www.gaddur-distro.tk og geta áhugasamir sent póst eða skráð sig í fréttabréf. Ætlunin er að vera á einhverjum tónleikum og í Kolaportinu samhliða Gagnauga þegar fram líða stundir.