Efnisorð: Fear Factory

Powerflo með sýnishorn af tilvonandi plötu

Bandaríska ofursveitin Powerflo hefur loksins opinberað sýnishorn af því efni sem sveitin stefnir að því að gefa út sýna fyrstu plötu síðar á þessu ári. Í hljómsveitinni má finna meðlimi og fyrrum meðlimi hljómsveita á borð við Cypress Hill, Biohazard, Downset, Fear factor og Worst, en áætlað er að útgáfudagur plötunnar sé 23.janúar, en það er New Damage Records útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar.

Meðlimaskipan:
Sen Dog (Cypress Hill)
Christian Olde Wolbers (ex-Fear Factory, etc.)
Billy Graziadei (Biohazard)
Rogelio Lozano (ex-Downset.)
Fernando Schaefer (Worst)

Fear Factory - Archetype

Fear Factory – Archetype (2004)

Liquid rec./ Roadrunner –  2004

Mér hefur alltaf þótt gaman að sjá Fear Factory á tónleikum og lengi vel hélt ég mikið upp á þessa sveit (en Demanufacture þykir mér vera stórkostleg plata). Aftur á móti fannst mér Digimortal langt frá því að vera jafn góð og ég þorði að vona, og var sú plata að mínu mati mikil vonbrigði. Ég hélt lengi að Dino Cazares gítarleikari hafi verið driffjöður í þessu bandi, en svo virðist ekki vera, þar sem hann var rekinn fyrir gerð þessa plötu og þeir virðast hafa fundið kraftinn aftur. Þessi nýja plata Archetype er mun þyngri og kröftugri en ég þorði nokkurtíman að vona og er það gott að vita að restin að bandinu hefur náð að sanna að þeir geti vel gert góða plötu án Dino. Christian Olde Wolbers (áður bassaleikari sveitarinnar) hefur nú tekið við gítarnum og í viðbót við það hefur sveitin hefur fengið Byron Stroud (Strapping Young Lad) til liðs við sig á bassa ætti sú viðbót að segja eitthvað.

Það er samt ekkert nýtt að gerast hjá sveitinni í þetta skiptið, sömu hröðu kaflarnir, sömu söng kaflarnir og í rauninni sömu skiptingarnar og áður, en yfirleitt hefur maður heyrt nokkuð mikla þróun á hverri einustu plötu sveitarinnar til þessa og er það svolítil vonbrigði að það sé ekki eitthvað sem slær mann út af laginu í þetta skiptið. Þrátt fyrir að hlusta á þessa plötu nokkurum sinnum þá er ekkert lag sem mér finnst standa framar öðrum, ja nema kannski coverlagið á disknum, en það er lagið School, sem upprunalega er eftir hljómsveit að nafni Nirvana (kannski einhverjir þekki þetta þarna út?). Mjög vel gert. Þegar litið er yfir heildina þá má búasta við að hljómsveitin haldi öllum aðdáendum sínum ánægðum með þessarri plötu, en ég held að hún fái lítið af nýjum, þrátt fyrir ágæta plötu.

valli

Fear Factory - Transgression

Fear Factory – Transgression (2005)

Calvin Records/Roadrunner –  2005
www.fearfactory.com

Transgression er annar diskur hljómsveitarinnar Fear Factory eftir að gítarleikari sveitarinnar Dino Cazares var rekinn frá sveitinni og virðist sveitin vera loksins að finna sig aftur eftir nokkrar vandræðalegar útgáfur. Að mínu mati á hljómsveitin seint eftir að jafna snilldina sem var að finna á demanufacture disknum, enda er þar á ferð algjört meistara stykki. Engu að síður getur sveitin alveg átt það til að senda frá sér ágætis diska, ég held að í heldina sé Transgression einn af þessum diskum sem sveitin á svo sannarlega ekki eftir að sjá eftir að hafa gefið út, því að diskurinn er bara helvíti góður. Ég heyri að hljómsveitin er að gera nokkrar tilraunir á þessum disk og má jafnvel heyra smá afturhvarf til “Soul Of A New Machine” þó svo að þeir gangi ekki langt í dauðarokkinu á þessum disk, þó svo að af og til meiri heyra smá grind kafla (sem mér þykir vel við hæfi á þessum disk). Á disknum eru svona nokkurnvegin kaflaskipti þar sem um miðjan disk virðast þeir hafa ákveðið að slaka aðeins á harða rokkinu, þar sem þar koma nokkur “rólegri” lög í röð, og hefst afslöppunin með laginu Echo Of My Sream (sem heyra má í fyrrum bassaleikara Faith No More Billy Gould) lagið supernova tekur þá við og minnir meira á sykurpopp frekar en eitthvað frá metalbandi eins og þessu, slappasta lagið á þessum disk að mínu mati). Rokkið er ekki langt undan því að lagið New Promise tekur strax við, en einhvernveginn hljómar það alls ekki eins og Fear Factory lag (ja nema fyrir utan gaulið í Burton). Líkt og sveitin hefur gert af og til þá er á þessum disk að finna cover lag, og í þetta skiptið ákvað hljómsveitin að taka upp lagið I will follow (upprunalega með U2), en það eru fáar hljómsveitir sem geta skilað U2 lögum frá sér á skikkalegan hátt, en þeir sleppa ágætlega frá þessu, þrátt fyrir að aðdáendur U2 myndu örugglega kalla þetta hreyna nauðgun á laginu, en hljómsveit gerir þetta að mínu mati bara nokkuð vel. Strax þar á eftir tekur við annað Coverlag og í þetta skipti er lagi eitthvað sem sveitin getur mun betur ráðið viðm en lagið Millenium er upprunalega eftir hljómsveitina Killing Joke. Síðasta venjulega lagið á disknum er svo Moment of Impact sem hljómar eins og typical Fear Factory lag í bland við smá tilraunastarfsemi, en lagið kemur vel út og er kærkomið eftir coverlögin og rólegheitin þar á undan.

Auka efni á þessum disk eru tónleikaupptökur af lögunum Slave Labor, Cyber Waste og Drones, ágætis viðbót við þennan líka fína disk.

Ég efast ekki að eldri Fear Factory aðdáendur eiga eftir að finna eitthvað við sitt hæfi á þessum disk.

vALLI

Fear Factory

Forsmekkurinn af nýrri plötu Fear factory ber hér fyrir sjónir og hlustir:

Lagið ,,Powershifter”:
http://www.youtube.com/watch?v=TfekNwxK0e4
Heildarlagalisti á plötunni er sem segir:
01. Mechanize
02. Industrial Discipline
03. Fear Campaign
04. Powershifter
05. Christploitation
06. Oxidizer
07. Controlled Demolition
08. Designing The Enemy
09. Metallic Division
10. Final Exit

Fear Factory

Nýja breiðskífa hljómsveitarinnar Fear Factory hefur fengið nafnið Mechanized. Sveitin samanstendur af upprunalegum meðlimum sveitarinnar, þeim Dino Cazares & Burton C. Bell í viðbót við Byron Stroud sem spilað hefur á bassa á seinustu breiðskífum sveitarinnar og meistara Gene Hoglan sem þekktur er tromma með sveitum á borð við Dark Angel, Death, Dethklok, Strapping Young Lad & Testament. Platan sjálf er svo væntanleg í febrúar á næsta ári og er það Greg Reely (Paradise Lost, Front Line Assembly, Skinny Puppy) sem mun sjá um að hljóðblanda plötuna.

Fear Factory

Hljómsveitin Fear Factory hefur sent frá sér smá tilkynningu um sína næstu plötu í formi mp3 skrár. Í þessarri 15 mín löngu hljóðskrá er að finna tilkynningar frá sveitarmeðlimum varðandi tilvonandi tónleikaferðalög og tilvonandi plötu sem fengið hefur nafnið “Transgression”. Hægt er að nálgast þetta efni (sem meðal annars er tekið upp á æfingu með bandinu) hérna.

Fear Factory

Ný smáskífa af tilvonandi plötu hljómsveitarinnar FearFactory er komin á netið. Lagið er “Cyberwaste” og er tekið af plötunni “Archetype” sem væntanleg er 8.apríl næstkomandi. Hægt er að hlusta á umrætt lag með því að smella hér

Fear Factory

Hljómsveitin Fear Factory hefur skellt sýnishorni af myndbandinu “Cyberwaste”. Réttara sagt þá hefur sveitin skellt sýnishorni frá gerð myndbandsins á netið, en mynbandið er hljóðlaust og því ekki hægt að heyra hvernig hin nýja Fear Factory hljómar enn sem stendur. Lagið “Cyberwaste” verður að finna á tilvonandi plötu sveitarinnar “Archetype” sem gefin verður út af Liquid 8 utgáfunni fyrir lok apríl mánaðar. www.fearfactory.com