Efnisorð: Far

Camorra (Far/Jawbox) með plötu.

Hinn magnaði söngvari Jonah Matranga (sem þekktur er sem söngvari Far, New End Original, Onelinedrawing, Gratitude ofl) í viðbót við J. Robbins og Zach Barocas úr Jawbox; hafa stofnað saman hljómveit að nafni Camorra. Von er á þvía ð sveitin sendi frá sér EP plötuna “Mourning, Resistance, Celebration“ og verður hægt að panta hana á heimasíðu útgáfunnar: hér. Fyrir áhugasama þá er hægt að hlusta á annað lag plötunnar: Roosevelt Champion III hér að neðan:

Lagalisti plötunnar:
1. Between the World and Me
2. Roosevelt Champion III
3. Parting Friends
4. Black White Girl Boy
5. Love and Economics

Far - Listening game

Far – Listening game (1992)

Rusty Nail Records –  1992
http://www.thebandfar.com/

Hljómsveitin Far er ættuð frá bænum Sacramento (í Kaliforníufylki bandaríkja norður Ameríku) eins og félagar þeirra í hljómsveitinni Deftones. Áður en hljómsveitin Far gerði útgáfusamning við Epic útgáfuna gaf sendi sveitin frá sér nokkrar minna þekktar útgáfur. Fyrsta alvöru breiðskífa sveitarinnar var 11 laga skífa að nafni “Listening Game”, sem fylgdi á eftir demo upptökunni “Sweat A River , Live No Lies” frá árinu áður.

Hljómsveitin spilar fjölbreytt og nokkuð tilfinninganæmt rokk, en mikið af seinni tíma rokk tónlistarmönnum (Thursday, Biffy Clyro, Jimmy Eat World) telja sveitina einn af sínum helstu áhrifarvöldum. Ég er ekki viss hvort að þetta sé eitthvað sem fólk fellur fyrir í dag, þar sem bæði upptökur og gæði efnis eru ekki upp á það besta, en það er eitthvað við þessa plötu sem vekur áhuga minn og þá sérstaklega lög á borð við All go down, Wade Through og Hideaway. Söngur Jonah Matranga er oft á tíðum falskur, en það virðist ganga upp. Eina orðið sem mér dettur í hug til að lýsa tónum sveitarinnar er “alternative” sem segir í rauninni ekkert. Kannski blanda á milli Pearl Jam og Helmet. Platan er ekki nærri því jafn sannfærandi eins og seinni plötur sveitarinnar (Quick, Tin Cans with Strings to You, Water & Solutions og síðast en ekki síst At Night We Live). Mikilvæg plata fyrir aðdáendur sveitarinnar.

Valli

Far - Quick

Far – Quick (1994)

Our Own Records –  1994
http://thebandfar.com/

Eftir að hafa fallið fyrir því sem ég taldi vera fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar FAR (Tin Cans with Strings to You) ákvað ég að kynna mér bandið nánar og í kjölfarið fann plötuna Quick sem sveitin hafði gefið út nokkrum árum áður. Plata þessi hljómar mun betri en fyrsta alvöru útgáfa sveitarinnar (sjá ufjöllun hér) og er í kjölfarið mun harðari rokk plata. Á plötunni er að finna 8 lög. Þar af eitt lag af Listening game, og annað lag sem síðar var að finna á Tin Cans with Strings to You.

Það er mjög gaman að heyra þróun sveitarinnar milli útgáfa, sérstaklega frá fyrstu plötu að þessarri, þó aðeins séu 2 ár á milli útgáfa virðist sveitin hafa lært mikið. Hún er mun þéttari og betur spilandi… ekki talandi um sönghæfileika Jonah söngvara sem virðast hafa tekið stökkbreytingu. Lagasmíðar virðast vera mun hnitmiðaðari og í raun og veru betri. Það er líka mjög skiljanlegt að sveitin hafi í kjölfarið fengið útgáfusamning við Epic útgáfuna þar sem hér á ferð er virkilega góð og skemmtileg plata.

Valli

Far - Tin Cans With Strings To You

Far – Tin Cans With Strings To You (1996)

Epic/Immortal Records –  1996

Útgáfufyrirtækið Immortal Records var nokkuð áberandi hér á árum áður og gaf út efni hljómsveita á borð við Korn, The Urge, Incubus. Í einhverju kynningarriti las ég mér til um nýjasta band útáfunnar, Far, og í kjölfarið fann ég lagið Love American Style á netinu og ákvað að panta plötuna þeirra strax og hún kom út. Þegar maður hugsar til þess eftir á virðist það vera nokkuð skrítið að ástæðan fyrir því að ég byrjaði að fíla þetta band er hljómsveitin korn.

Upphafslag plötunnar hefst með gítarvæli sem springur svo út harðann rokk, já eða hardcore, slagara. Platan heldur áfram á þeim nótunum með lögunum Love American style og In The Aisle, yelling. Mögnuð og kröftug byrjun á þessarri breiðskífu.

“I know you,” she said, “you’re that guy from my TV! You’re that guy
that killed all those kids!”
– Love, American Style

Lagið Girl (sem upphaflega var að finna á plötunni Quick, sjá hér) tekur svo við og þá breytist platan mikið. Rólegt, dimmt og dáleiðandi lag um dauða ungrar telpu sem leitar að svörum hjá morðingja sínum. Strax er maður farinn að finna kraf og fegurð raddar söngvarans, sem án efa er ástæðan fyrir velgengi sveitarinnar. Raddsvið hans er allt frá háum rólegum tónum yfirætis, yfir í “venjulega” söngrödd og þaðan yfir í kröftug öskur og brjálæði. Eftir að hafa hlustað á þessa plötu reglulega í hátt í 15 ár virðist enginn endir vera á aðdáun minni á henni, enda hér um klassíska rokk plötu, sem að mínu mati er virkilega vanmetin.

You’re such a boring guy. At first I kinda liked it, the way
it oozed out of your mouth. Then there was more and more, and it got
got boring. Just another boring lie. So what if I just pick this knife up
and cut you all across your smile?
– Boring life

Það er svo mikið af lögum á þessarri plötu sem ég gæti talið upp sem bestu lög plötunnar, en það fer í rauninni eftir hvernig skapi ég er hvaða lag verður fyrir valinu, en þessi plata hefur allt sem góð rokk plata þarf að hafa; frábær plata frá byrjun til enda.

Valli

Far - Water & Solutions

Far – Water & Solutions (1998)

Epic/Immortal Records –  1998

Eftir að hafa hlustað mikið á “Tin Cans With Strings To You” var ég og margir aðrir rokkarar þessa tíma (árið 1998) vægast sagt spenntir að fá að heyra nýja breiðskífu hljómsveitarinnar Far. Ekki er hægt að segja að maður hafi orðið fyrir vonbrigðum þar sem hér á ferð örugglega vinsælasta og jafnframt áhrifamestu breiðskífa sveitarinnar (til þessa).

To resurrect ourselves, we disembowel our saints
We never underestimate the destructive power of change
– Bury white

Enn og aftur hefur sveitin sýnt fram á mikila þróun í laga og texta smíði, enda sveitin búin að finna sinn eigin hljóm. Harðari áhrif vikið fyrir yfirvegaðri tónsmíði, þó svo að lög eins og Bury white, The System og I like it haldi gömlum aðdáendum sveitarinnar vel við efni. Það er eitthvað við þessa plötu, lögin og í rauninni heildar pakkann sem hægt er að lýsa sem nokkurskonar fullkomnun. Önnur plata sveitarinnar í röð sem erfitt er að segja að eitt lag sé betra en annað, einhvernveginn fer það alveg eftir stað og stund, ekki talandi um andlegu ástandi þess sem hlustar.

Grípandi textar Jonah Matranga í bland við magnaðan gítarleik Shaun Lopez er það sem gerir þessa plötu að því meistarastykki sem hún er. Fyrir nokkrum árum var platan svo endurútgefin með aukaefni, dvd og fleiru sem er virkilega góð viðbót við safnið. Myndbönd og tónleikar með sveitinni í viðbót við yfirferð söngvarans um textana sína á plötunni.

Like Elvis, like everyone
We all die, we all live on in photos
and paperbacks, if we’re lucky
we’re coming back
– Mother Mary

Enn önnur platan sem mun lifa mun lengur en sveitin sjálf, enda hér um tímalaust meistarastykki að ræða.

Valli

Far - At Night we live

Far – At Night we live (2010)

Vagrant Records –  2010
http://thebandfar.com/

Tólf árum eftir útgáfu breiðskífunnar Water & Solutions er loksins komið að endurkomu hljómsveitarinnar Far. Síðan að sveitin hætti starfsemi árið 1999 hafa meðlimir sveitarinnar ekki legið í dvala; söngvari sveitarinnar, Jonah Matranga, hefur meðal annars gefið út efni undir nöfnum Onelinedrawing, New End Original & Gratitude og gítarleikarinn Shawn Lopez spilaði með Rival Schools áður en hann stofnaði síðan sveitina The Revolution Smile.

Það getur verið erfitt hlutverk fyrir hljómsveit að koma saman aftur, ekki talandi um að taka upp nýja breiðskífu, sérstaklega þegar seinasta skífa sveitarinnar var hennar vinsælasta. Eins og á fyrri útgáfum hefst skífan á sprengingu en í formi lagsins Defening í þetta sinn. Eins og margir aðdáendur sveitarinnar er þetta fyrsta lagið sem ég heyrði af þessarri plötu, enda það fyrsta sem sveitin sendi frá sér til að kynna nýju plötuna. Vægast sagt gott rokk lag, eins og við mátti búast. Þrátt fyrir að sveitin hafi þróast nokkuð mikið frá fyrri útgáfum finnur maður þennan sanna far tón plötunnar og er það nokkuð huggandi að sveitin hafi náð að halda hljóm sínum þrátt fyrir að hafa ekki tekið upp efni í meira en 10 ár.

Eins og við mátti búast skiptast lög sveitarinnar milli rokkslagara og rólegri poppaðri tóna og ótrúlega grípandi laga sem gjörsamelga hafa náð yfirtökum á undirmeðvitund minni. Á ótrúlegustu stundum byrja ég að raula “runnin’ aground, runnin’ around” já eða “give me a big true actual reason”. Alfarið gallalaus plata og mun betri en ég þorði nokkurntíma að vona. Sem aukalag á plötunni (það er að segja minni útgáfu) er að finna ábreiðu sveitarinnar á lagi einhvers rappara að nafni Ginuwine, en þeirra útgáfa er að mínu mati sumar smellur ársins, enda sjalfan sem maður band í þessum gæðaflokki syngja um greddu að hætti rappara.

Valli

FAR

Hljómsveitin FAR hefur tilkynnt að ný útgáfa sveitarinnar,“At Night We Live”, verður gefin út 25. maí núna í ár, en það er Vagrant útgáfan sem gefur út plötuna.

FAR

Hljómsveitin Far ætlar að gefa út 7″ myndaplötu í lok mánaðarins. Platan mun innihalda lagið Pony (sem er coverlag eftir rapparann Ginuwine), á meðan að á hinni hliðinni á plötunni verður að finna kassagítarsútgáfu af sama lagi sem tekið var upp í útvarpsþætti í San Francisco. Hægt að nálgast útgáfuna hér: http://www.brightantenna.com/brightantenna/artists/far/

Ný breiðskífa er væntanleg snemma á næsta ári frá þessarri mögnuðu sveit, en það er Vagrant útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar.

Far

Hljómsveitin Far hefur skrifað undir útgáfusamning við Vagrant útgáfuna um útgáfu á nýrri breiðskífu. Sveitin er þessa dagana að ljúka upptökum á skífunni í Airport hljóðverinu ásamt Shaun Lopez, en hann er einmitt gítarleikari sveitarinnar. Sveitin kom nýlega saman aftur eftir að hafa hætt árið 1999, en frá stofnun gaf sveitin út 4 breiðskífur (Listening Game, Quick, Tin Cans With Strings To You og Water & Solutions).

Far?

Sögur eru í gangi um að hljómsveitin Far sé að vinna að útgáfusamning við Vagrant útgáfuna, og því væntanlega möguleiki á nýrri breiðskífu frá sveitinni.