Efnisorð: Faith no more

Faith No More

Svo virðist vera að hljómsveitin Faith no More hafi ekki alveg útilokað að spila eitthvað í Bandaríkjum Norður Ameríku, en áður var talið að það væri ólíklegt. Fréttir um þetta voru fyrst fluttar á twitter síðunni, en hljómborðsleikari sveitarinnar, Roddy Bottom, lét eftirfarandi eftir sig liggja:

“So many tweeters asking about US dates… we’ve talked about it but nothing’s yet in the books…. y’all will be the first to know…”

Faith No More!

Þá er það staðfest að meðlimir hljómsveitarinnar Faith No More í þessarri endurlífgun sveitarinnar verða Mike Bordin (trommur), Roddy Bottum (hljómborð), Billy Gould (Bassi), Jon Hudson (gítar) og að sjálfsögðu Mike Patton (söngur). Sveitarmeðlimir segjast loksins geta horft til fortíðar með réttum augum og gengið frá ágreiningi sínum án vandamála. Eins og stendur eru einu áform sveitarinnar að fara á tónleikaferðlag um evrópu.

Faith No More!

Fulltrúi úr röðum Mike Patton (fyrrum söngvara Faith No More), hefur staðfest þær sögusagnir að hljómsveitin Faith No More muni koma saman núna í sumar til tónleikahalds. Ekki má búast við að Jim Martin fyrrum gítarleikari verði hluti af þessum pakka, en hann var rekinn úr bandinu á sínum tíma vegna þess að bandið hreinlega þoldi hann ekki. Ekki er víst hvaða gítarleikari mæti með bandinu á þennan túr, en víst er það að það verður einhver þeirra sem spilaði með bandinu eftir að Jim var rekinn.

Faith no More

Hugsanleg endurkoma hljómsveitarinnar Faith No More hefur verið umfjöllunarefni rokk tímaritsins Kerrang nýverið. Blaðið heldur því fram að hafa fengið nokkuð áræðanlegar fréttir um að þetta sé í vinnslu og planið sé að sveitin komi saman á næsta ári teki festival túr í viðbót nokkra vel valda tónleika um allan heim. Bill Gould bassaleikari sveitarinnar sagði frá því að hafa ekki talað við neinn af fyrrum meðlimum sveitarinnar í meira en ár og að ef eitthvað væri að fara að gerast hjá bandinu þá myndi það væntalega fréttast frá hljómsveitarmeðlimum sjálfum.

Faith no more

Nýr “Best of” diskur er væntanlegur frá hljómsveitinni Faith no more í lok mánaðarins. Á disknum verður að finna eftirfarandi lög:
01 – “Arabian Disco”
02 – “We Care A Lot” (Slash Version)
03 – “Anne’s Song”
04 – “Introduce Yourself”
05 – “From Out Of Nowhere”
06 – “Epic”
07 – “Falling To Pieces”
08 – “War Pigs” (Black Sabbath Cover)
09 – “The Cowboy Song”
10 – “As The Worm Turns” (Live 1990)
11 – “MidLife Crisis”
12 – “A Small Victory”
13 – “Be Aggressive”
14 – “Easy” (The Commodores Cover)
15 – “Digging The Grave”
16 – “Evidence”
17 – “Last Cup Of Sorrow”
18 – “Ashes To Ashes”
19 – “The Perfect Crime”