Tag: facebook.com

Nýtt með Slayer

Hljómsveitin Slayer setti nýtt lag á netið í vikunni, en sveitin sendir frá sér um helgina lagið “When The Stillness Comes”, á 7″ myndaplötu, en lagið verður væntanlega að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar. Á útgáfunni sem gefin er út af Nuclear Blast útgáfunni verður einnig að finna tónleikaupptöku af laginu “Black Magic”. Þessi Áhugaverða útgáfa er gefin út í tilefni plötubúða dagsins sem haldinn verður hátíðlegur um helgina

Umrætt lag má sjá hér að neðan:

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle, verður haldin í Norðurljósum í Hörpu, laugardaginn 11. apríl

Sérstakir gestir verða THE VINTAGE CARAVAN sem hafa aldeilis verið að slá í gegn á erlendri grundu á síðustu misserum. Eftir að hafa spilað fyrir erlenda blaðamenn og bókara á Eistnaflugi síðustu árin og eftirpartý Wacken Metal Battle 2013 virðast allar flóðgáttir hafa opnast. Sveitin landaði hljómplötusamningi við stærsta þungarokksútgáfufyrirtæki heims, Nuclear Blast, síðar sama ár og hefur farið á fjöldamörg tónleikaferðalög um Evrópu síðan. Sveitin spilaði einnig á mörgum af helstu þungarokkshátíðum Evrópu í fyrra, eins og Wacken Open Air, Summer Breeze og Roadburn þar sem þeir voru beðnir um að spila tvisvar og slógu að sjálfsögðu í gegn. Tónleikasumarið 2015 á svo eftir að verða ennþá brjálaðra hjá þeim ásamt því að ný plata kemur út í maí.

Fyrr um kvöldið fer fram Wacken Metal Battle keppnin, en sex sveitir munu keppa um hnossið: Að komast á Wacken Open Air, stærsta þungarokksfestival heims, spila þar fyrir mörg þúsund manns og taka þar með þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle ásamt 29 öðrum þjóðum. Sigursveitin ytra hlýtur að launum veglega peningagjöf frá Wacken Foundation sjóðnum ásamt fullt af hljóðfærum og græjum en veitt eru verðlaun fyrir efstu 5 sveitirnar þar.

Einnig verða veglegir vinningar hérna heima: hljóðverstímar frá Studío Paradís og Studio Fossland, ásamt gjafabréfum frá Hljóðfærahúsinu, Tónastöðinni, Smekkleysu plötubúð og áprentun á trommuskinn frá Merkismönnum. Sigursveitin hlýtur auk þess ferðastyrk frá Útón, sem greiða einnig fyrir komu erlendra blaðamanna til landsins í samvinnu við Wow Air.

Sigurvegarar síðustu WMB keppninnar hérna heima, OPHIDIAN I, munu einnig koma fram og ein af efnilegri metalsveitum landans, AETERNA, mun byrja kvöldið og “hita upp” fyrir keppnina með stuttu setti.

Ekkert aldurstakmark. Húsið opnar kl. 17:30 – Byrjar 18:00

Eftirtaldar sveitir taka þátt í Wacken Metal Battle í ár, í stafrófsröð:

AUÐN
CHURCHHOUSE CREEPERS
IN THE COMPANY OF MEN
NARTHRAAL
ONI
RÖSKUN

Sigursveitin er valin af fjölskipaðri alþjóðlegri dómnefnd, en 6 erlendir þungarokksblaðamenn frá Finnlandi, Danmörku, Bretlandi og Frakklandi og nokkrir erlendir tónlistarfagaðilar til viðbótar mæta til landsins til að vera í dómnefnd, ásamt nokkrum íslenskum blaða- og fjölmiðlamönnum og fagaðilum. Áhorfendur hafa einnig atkvæðisrétt þannig að það er um að gera að mæta snemma og styðja sína sveit.

Fyrir þá sem ekki komast á keppnina en vilja mæta síðar er reiknað með að Ophidian I stígi á svið 21:30 eftir að keppni lýkur og munu Vintage stíga á svið þar á eftir.

Nánari upplýsingar á www.facebook.com/WackenMetalBattleIceland og á metal-battle.com.

Carcass á Eistnaflug 2015

Fésbókarsíða tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs hefur verið á fullu í allan deg, en í dag bættust við restin af þeim böndum sem munu spila á hátíðinni á næsta ári. Á hátíðinni núna í ár verða eftirfarandi erlendar hljómsveitir: Carcass, Behemoth, Enslaved, Kvelertak, Godflesh, Conan, In Solitude, In Inquisition, LLMM, Lvcifyre, Rotting Christ og Vampire á meðan íslensku hljómsveitirnar Agent Fresco, Alchemia, Auðn, Brain Police, Brim, Börn, Dimma, DYS, Grísalappalísa, HAM, Icarus, Kontinuum, Lights on the Highway Mysþryming, Momentum, Muck, Saktmóðigur, Severed, Sinmara, Slálmöld, Sólstafir, The Vintage Varavan á meðan DJ Töfri og FM Belfast munu sjá um stemminguna á lokakvöldinu.

Eistnaflugsdagur! (uppfært)

Í dag tilkynnir tónlistarhátíðin Eistnaflug nokkur af þeim böndum sem munu koma fram á hátíðinni árið 2015. Hátíðin verður haldin 9 til 11. júlí 2015 og núþegar er fólk farið að undirbúa sumafríið sitt á næsta ári. Núþegar hefur hljómsveitin kynnt til sögunar eftirfarandi bönd:

In Solitude (Þungarokk, Svíþjóð)

Conan (Doom, Bretland)

The Vintage Caravan (Sýrurokk, Ísland)

Lvcifyre (Svartmálsdauðarokk, Bretland)

LLNN (Fenjakjarni, Danmörk)

Dimma (Þungarokk, Ísland)

Inquisition (Svartmálmur, Bandaríkin)

Vampire (Dauðarokk/Thrash, Svíþjóð)

Brain Police (Eyðimerkur Rokk, Ísland)

Rotting Christ (Öfgarokk, Grikkland)

Skálmöld (Víkingaþungarokk, Ísland)

Godflesh (Industrial metal, Bretland)

Blóðsteinar og demantar

Í nýlegm skrifum söngvara hljómsveitarinnar Machine Head, Robb Flynn, tilkynnti hann heiminum að ný briðskífa sveitarinnar hefur fengið nafnið “Bloodstones and Diamonds”. Það var hann sjálfur (í viðbót við að vera söngvari og gítarleikari sveitarinnar) sem sá um að pródúsera plötuna ásamt Juan Urteaga. Hljóðblöndun var í höndum Colin Richardson (eins og svo oft áður). Í venjulegri útgáfu plötunnar verður að finna 24 síðna bækling á meðan að viðhafnarútgáfan mun innihalda 48 síður. Platan verður gefin út í nóvember af Nuclear Blast Entertainment. Hér að neðan má sjá lagalista plötunnar í heild sinni:

1. Now We Die
2. Killers & Kings
3. Ghosts Will Haunt My Bones
4. Night Of Long Knives
5. Sail Into The Black
6. Eyes Of The Dead
7. Beneath The Silt
8. In Comes The Flood
9. Damage Inside
10. Game Over
11. Imaginal Cells (instrumental)
12. Take Me Through The Fire

Skálmöld komnir með titil á nýja skífu

Þrumuguðirnir í hljómsveitinni Skálmöld hafa staðfest að nýja plata sveitarinnar muni bera nafnið Með vættum. Sveitin staðfesti þetta fésbókarsíðu sveitarinnar.

Drottnar sumarsins!

Hljómsveitin Metallica hefur sent frá sér nýtt lag á Itunes (og jafnvel öðrum sambærilegum tónlistarveitum), en lagið ber nafnið Lords of Summer (First Pass version). Lagið var frumflutt á tónleikums veitarinnar í mars mánuði. Sveitarmeðlimir hafa verið duglegir að tala um lagið í miðlum um allan heim, en halda því fram að þetta verði væntanlega ekki endanleg útgáfa lagsins og í kjölfarið verður þetta kannski ekki að finna á næstu breiðskífu sveitarinnar, hvað um það lagið er ansi gott og er hægt að kaupa hér Itunes, en fyrir áhugasama þá er hægt að horfa á tónleika útgáfu af laginu hér að neðan:

DIMMA í Reykjavík

Í kvöld klukkan 20:00 hefjast heljarinnar tónleikar í Hörpu þegar hljómsveitin DIMMA stígur á svið og spilar efni af nýju plötunni Vélráð. Hér á ferð eru tónleikar sem ALLS ekki má missa af því að sveitin mun svo sannarlega sjá til þess að þessir tónleikar verða ofarlega í minnum manna um langan tíma.