Tag: EyeHateGod

Eyehategod í hljóðveri

Gítarleikarinn Jimmy Bower, sem þekktur er fyrir sína vinnu með bæði Eyehategod og Down, staðfesti það á facebook síðu sinni að hljómsveitin Eyehategod sé í hljóðveri að taka upp nýtt efni. Kappinn sagði: “Starting drum tracks for the new Eyehategod album today! Stoked!” og ættu það að teljast góðar fréttir. Trommari sveitarinnar, Joey LaCaze, lést árið 2013 en náði áður að taka upp efni fyrir nýja plötu sem gefin var út árið 2014, og verður þetta því fyrsta skífa sveitarinnar sem er gefin út með nýja trommaranum Aaron Hill.

Eyehategod ásamt Mike IX Williams á ný.

Söngvarinn, listamaðurinn og ljóðaunnandi Mike IX Williams er kominn til heilsu á ný og mun syngja með hljómsveit sinni EyeHateGod á ný á næstunni. Mikil söfnun var í gangi á fyrir jól vegna sjúkrakosnaðar sem hlaðist hafði upp vegna heilsuvandamála söngvarans, en söngvarinn fékk nýja lifur seint á seinasta ári. Von er á því að Eyehategod spili á minnstakosti 3 tónleikum ásamt söngvaranum í apríl mánuði, þar á meðal á Berserker IV hátíðinni sem mun einni innihalda hljósmveitirnar Hollow Earth, Negative Approach, Cemetery Piss og Horrible Earth.

Corrections House með nýja plötu

Hljómsveitin Corrections House sendi nýverið frá sér lagið “Superglued Tooth” sem verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar “How To Carry A Whip“, en breiðskífa þessi verður gefin út 23. október næstkomandi.

Hljómsveitin Corrections House saman stendur af:
Mike IX Williams – Söngur (Eyehategod, Arson Anthem, Outlaw Order ofl)
Scott Kelly gítar, Söngur (Blood & Time, Neurosis, Scott Kelly, Tribes of Neurot, ofl)
Sanford Parker – Trommu forritun og hljómborð (Buried at Sea, ex-Twilight, Mirrors for Psychic Warfare, Missing, The Living Corpse)
Bruce Lamont Saxófónn, Söngur (Bloodiest, Bruce Lamont, Circle of Animals, Yakuza ofl)

Hægt er að hlusta á fyrrnefnt lag hér:

EyeHateGod - Southern Discomfort

EyeHateGod – Southern Discomfort (2000)

Century Media –  2000
http://www.centurymedia.com/

Í tónleikaumfjöllun í Terrorizer segir viðkomandi blaðamaður eitthvað á þá leið að EyeHateGod fari svo vel að vera fullir og dópaðir að hann hafi bara farið að langa í líka við að horfa á þá rúlla um sviðið. Þessi element má vel heyra á Southern Discomfort sem er samtíningur af lögum sem annaðhvort hafa áður komið út á smáskífum og split 7” hjá Bovine, Slap a Ham og Ax/ction útgáfunum eða eru djammupptökur frá því þeir voru að taka sig saman í andlitinu og setja saman “Dopesick” plötuna. Kunnugleg stef af fyrri plötum þeirra eins og “Take as Needed for Pain” bregða sér hérna í ruslatunnulegri búning sem er skemmtilegt fyrir það fólk sem er nógu sjúkt tónlistarlega til að hafa unun af þessari tónlist
Allir sem þekkja EyeHateGod vita að hérna fá þeir aukaskammt af þeirra sjúklega drunga og yndislegu ömurlegheitum, hljómurinn er ekki úr neinum gæðastúdióum enda vitum við öll að það er ekki það sem tónlist EyeHateGod snýst um heldur velta þeir sér upp úr andlegum og líkamlegum vanheilindum með dirty sludge þunga með brengluðu rock’n’roll ívafi og ískrandi gítarbjögun.
Náttúrulega eigulegur gripur fyrir alla sem vilja lifa sig inn í Southern rock fílinginn með EyeHateGod.

Siggi Pönk