Tag: Exhumed

Árslisti dordinguls / harðkjarna – 20. bestu erlendu útgáfur 2017

Árið 2017 var sérstaklega ánægjulegt tónlistar ár og hefði veirð nokkuð auðvelt að safna saman lista yfir 100 bestu útgáfur ársins, en fólk yrði fljótt að hætta að nenna að lesa slíkan lista, og því látum við hefðbundin 20 útgáfna lista duga um sinn. Hér að neðan má sjá lista útvarpsþáttarins dordinguls og heimasíðunnar Harðkjarna á 20 bestu erlendu útgáfum ársins.

1. Code Orange – Forever
– Alveg frá því að þessi plata kom út var ég alveg viss um stöðu hennar á lista ársins. Frábær og fjölbreytt skífa frá byrjun til enda.
2. Axis – Shift
– Axis er ein af þessum sveitum sem fá mig til að trúa á hardcore tónlist, þessi sveit stígur ekki feil skref.
3. Pyrrhon – What Passes for Survival
– Hrein sturlun frá upphafi til enda.
4. Godflesh – Post Self
– Nostalgía án klisju eða klaufaskapar. Sérstaklega vel heppnuð plata frá Justin Broadrick og G. C. Green
5. Kublai Khan – Nomad
– Kom lítið annað til greina eftir að hafa hlustað á þessa drengi gjörsamlega rústa reykjavíkurborg þegar þeir spiluðu hér á landi núna í ár. Frábær skífa.
6. Pallbearer – Heartless
– Thorns er eitt af lögum ársins og ef plata með eitt af lögum ársins kemst ekki hátt á listann þá er hann ekki marktækur.
7. END – From the Unforgiving Arms of God
– Stjörnuband með stjörnuplötu, meðlimir Counterparts, ex-Misery Signals, Blacklisted og Fit For An Autopsy með frábæra smáplötu.
8. Converge – The Dusk In Us
– Þessi plata á örugglega eftir að hækka enn meira í áliti því meira sem lítur á næsta ár, eins og við má búast. Titil lag plötunnar kítlar mig sérstaklega mikið.
9. Unsane – Sterilize
– Ein af þessum plötum sem maður getur ekki verið án, gerir árið betra.
10. God Mother – Vilseledd
– Harðkjarni frá Stokkhólmi, uppbyggjandi niðurrifsstarfsemi.

 

11. Body Count – Bloodlust
– Body Count kom örugglega flestum á óvart með gjörsamlega frábærri plötu, mikið af virkielga góðum lögum á örugglega bestu plötu sveitarinnar.
12. Left Behind – Blessed By The Burn
– Djúp og truflandi sagan á bakvið plötuna ýtir manni enn lengra inn í vonleysið og truflunina sem lífiði getur fært manni.
13. Mutoid Man – War Moans
– Hvað gerist ef maður hrærir saman Cave In og Converge meðlimum? Sönnunn á því að hægt er að syngja (ekki öskra) í þungarokki.
14. Amenra – Mass VI
– Ein af þessum hljómsveitum sem gerir ekki mistök, furða mig enn á því að þetta sé hljómsveit sem ekki allir þekkja.
15. Exhumed – Death Revenge
– Klassísk dauðarokksveit að gefa út plötu sem endar örugglega sem eitt þeirra besta verk.
16. Rancid – Trouble Maker
– Rancid spila pönk betur í dag en þeir hafa gert í áratug. Frábær plata.
17. Blood Command – Cult Drugs
– Norsk hljómsveit sem spilar sturlað popp í bland við harðkjarna og hávaða, afhverju er þetta ekki spilað í útvarpinu?
18. Mastodon – Emperor of Sand
– Enginn er árslisti án Mastodon.
19. Zao – Pyrrihc Victory
– Ég held að þeir gætu prumpað á plötu og ég myndi fíla það..
20. Iron Monkey – 9-13
– Eftirlifandi meðlimir í skítug fenið enn einusinni, stílhreint og ljótt.

Exhumed með nýtt lag og nýja plötu

Bandaríska dauðarokksvandið Exhumed sendir frá sér nýja plötu að nafni Death Revenge föstudaginn 13. október. Þetta er fyrsta plata sveitarinnar með Bassaleikaranum Ross Sewage síðan árið 1998 (platan Gore Metal), en hann hætti í hljómsveitinni árið 1999, en gekk aftur í bandið 2015.

Platan er svokölluð þemaplata og er umfjöllurnarefni plötunnar 16 morð sem framin á 10 mánaða tímabili árið 1828 í Edinborg í Skotlandi, eða hin svokölluðu “The Burke and Hare” morðin.

The Burke and Hare murders were a series of 16 murders committed over a period of about ten months in 1828 in Edinburgh, Scotland. The killings were undertaken by William Burke and William Hare, who sold the corpses to Doctor Robert Knox for dissection at his anatomy lectures.

Hljómsveitin hefur skellt laginu “Defenders of the Grave” á netið:

Exhumed - Slaughtercult

Exhumed – Slaughtercult (2000)

Relapse –  2000

Ég var nú pínulítið efins þegar ég keypti þennan disk (úti í Barcelona á Spáni) þar sem ég varð
næstumþví blóðugur á puttunum við að handleika hulstrið, svo subbulegar eru umbúðirnar, þeir virðast hafa hreinsað innyflin út úr næstu kú, berhentir og farið svo að taka myndir. Splattergrind varð nefnilega svolítið trendy hérna einusinni, þessvegna kom á mig hik en í einfeldni minni treysti ég nær öllu frá Relapse/Release til að falla að mínum tónlistarsmekk. Exhumed er sko algjörlega fyrirgefið að útfæra splatter ímyndina enn frekar ánþess að bæta við hana nokkru nýju því að þeir eru eins og Carcass endurfæddir nema að því leyti að maður getur bara ekki tekið þá alvarlega, þeir spila frekar inn á minn sjúka húmor með nafngiftum á borð við “Dinnertime in the Morgue” og “Funeral Fuck” en Carcass tók ég alltaf alvarlega, var alveg viss um að þeir legðu mikla merkingu í texta sína og reyndi mikið að finna hana í læknisfræðihryllingstextunum.

Tónlistarlega er þetta grinding dauðarokk með skemmtilegum riffum og skerandi sólóum (í mátulegu hófi) tvær raddir, önnur skræk en hin rymjandi hreyta textum um sundurlimanir og líkamsvessa yfir þéttan keyrsluvegginn. Þar sem ég er að líkja þeim svona sterklega við Carcass má segja að þeir taka grindcore hraðann af “Reek of Putrefaction” og setja hann inn í þær vönduðu lagasmíðar sem komu fyrir á seinni plötum Carcass, eins og “Necroticism…Descanding the Insulibrious” .

Fyrir grindara er víst nóg að tilkynna að það er enginn annar en Miezko Talarcyk (NASUM) sem var vélamaður og mixari við upptökur á þessari plötu en það eitt ætti að vera nóg til að fá ykkur algrófustu til að sperra eyrun og skella ykkur inn á e-verslunina hjá Relapse (http:// www.relapse.com).

Mæli sterklega með þessum subbuskap.

Siggi Pönk