Efnisorð: Every time i die

Every Time I Die með nýtt lag og ný plata væntanleg!

Hljómsveitin Every Time I Die sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni 23.september næstkomandi að nafni “Low Teens”. Platan var teki upp af Will Putney (The Acacia Strain) og á plötunni má heyra í þeim Tim Singer (Deadguy, Kiss It Goodbye, ofl) og Brendan Urie (Panic! At The Disco) í gestahlutverki.

Á plötunni verður að finna eftirfarandi verk:
01 – “Fear And Trembling” (ásamt. Tim Singer)
02 – “Glitches”
03 – “C++ (Love Will Get You Killed)”
04 – “Two Summers”
05 – “Awful Lot”
06 – “I Didn’t Want To Join Your Stupid Cult Anyway”
07 – “It Remembers” (ásamt Brendan Urie)
08 – “Petal”
09 – “The Coin Has A Say”
10 – “Religion Of Speed”
11 – “Just As Real But Not As Brightly Lit”
12 – “1977”
13 – “Map Change”
14 – “Skin Without Bones” (aðeins á viðhafnarútgáfu)
15 – “Nothing Visible, Ocean Empty” (aðeins á viðhafnarútgáfu)

Hér að að neðan má sjá og heyra lagið “The Coin Has A Say” :

Every Time I Die spila í Reykjavík í Nóvember! (FRESTAÐ)

Bandaríska harðkjarna hljómsveitin Every Time I Die kemur fram á Húrra ásamt Muck og Mercy Buckets áður en þeir snúa til Bandaríkjanna eftir tónleikarferðalag um Bretland með Muck. Alls eru 13 tónleikar bókaðir í Bretlandi og þar af þrennir í London og er nú þegar uppselt á þá alla og er að seljast upp á afganginn af tónleiknunum.

Hljómsveitin Every Time I Die var stofnuð árið 1998 í vesturhluta New York fylkis og hefur hljómsveitin gefið út 7 breiðskífur, fyrsta breiðskífa sveitarinnar Last Night in Town kom út árið 2001 og vakti mikla athygli og lukku meðal harðkjarna aðdáenda hér á landi. Síðasta breiðskífa hljómsveitarinnar From Parts Unknown kom út í júlí 2014 og er þeirra besta útgáfa hingað til.

https://tix.is/is/event/1298/every-time-i-die/

Every time i die - The Big Dirty

Every time i die – The Big Dirty (2007)

Ferret –  2007
http://www.everytimeidie.com
http://www.ferretstyle.com

Hljómsveitin Every time i die var stofnuð árið 1998 í vesturhluta New York fylkis og er The Big Dirty er fjórða breiðskífa sveitarinnar. Á meðan flestar hljómsveitir sem teljast spila metalcore (já eða metalblandað hardcore) berjast við að blanda Gautaborgar hljómnum við sinn eigin hljóm er nokkuð frískandi að heyra í hljómsveit sem gefur skít í allt slíkt. Hingað til hef ég ekki haft neitt voðalega mikið álit á hljómsveitinni Every Time I die, enda aldrei gefið mér tíma til að hlusta á heilan disk með bandinu fyrr en nú, en með þessarri útgáfu breyttist mitt álit á sveitinni til muna.

Tónlistarstefna sveitarinnar á mun meira sameiginlegt með klassísku rokki, já eða seinnitíma Black Flag (að viðbættum smá vel krydduðum “metal” riffum) en það sem hljómsveitir samtímans eltast við að afrita af hverjum öðrum. Eins og titill plötunnar gefur til kynna er hér ekki að finna vel stílað og fullkomnlega útsett rokk, heldur er það vel pönkað, skítugt og loðið. Diskurinn í held sinni er ákaflega vel uppsettur og kemur fjölbreytileiki sveitarinnar mér nokkuð á óvart. Lög eins og Rebel Without Applause, Buffalo Gals og Imitation Is The Sincerest Form Of Battery eru ofarlega í minni eftir að hafa hlustað á þessan disk síðastliðnar vikur. Í held sinni kom þessi diskur mér nokkuð á óvart og er það mín ánægja að ráðleggja öllum sem á annaðborð fíla hardcoretónlist að hlusta á þennan disk.

It is better to destory, then to create what is meaningless, so the picture will not be finished…

Valli

Every Time I Die

Hljómsveitin Every Time I Die sendir frá sér breiðskífuna “New Junk Aesthetic” um miðjan september mánuð. Þetta er fyrsta útgáfa sveitarinnar á Epitaph útgáfnni og segja meðlimir sveitarinnar hana marka mikla breytingu á hljómi sveitarinnar. Lagalisti plötunnar er þessi:

01 – “Roman Holiday”
02 – “The Marvelous Slut” (ásamt Greg Puciato – The Dillinger Escape Plan)
03 – “Who Invited The Russian Soldier?”
04 – “Wanderlust”
05 – “For The Record”
06 – “White Smoke”
07 – “Turtles All The Way Down”
08 – “Organ Grinder”
09 – “Host Disorder”
10 – “After One Quarter Of A Revolution”
11 – “The Sweet Life” (ásamt Matt Caughthran – The Bronx)
– til viðbótar ætlar sveitin að senda frá sér Mynddisk að nafni Party Pooer á sama degi og útgáfa disksins á sér stað og því nóg að gera fyrir aðdáendur sveitarinnar í september (vænanlega þú Einar).

Every Time I Die

Hægt er að hlusta á 3 ný lög af tilvonandi geislaplötu hljómsveitarinnar Every Time I Die, en platan hefur fengið nafnið “Gutter Phenomenon”. Efnið er hægt að nálgast á heimasíðu ferret, nánar tiltekið: http://www.ferretstyle.com/gutter/ en platan verður gefin út í lok ágúst.

Every Time I Die

Nýju myndbandi hljómsveitarinnar Every Time I Die hefur verið skellt á netið. Myndbandið er við lagið “The Logic Of Crocodiles”. Hljómsveitin er þessa dagana að undirbúa útgáfu plötunnar Hot Damn!”sem gefin verður út af Ferret núna í sumar. Myndbandið er að finna hér: http://hrstwo.radiotakeover.com/etid/

Every Time I Die

Hljómsveitin Every Time I Die ætlar að gefa út nýja diskinn “Hot Damn!” í júní á þessu ári og verður diskurinn gefinn út af Ferret útgáfunni. Hljósmveitin ætlar að fara í heljarinnar tónleikaferðalag ásamt Give Up The Ghost (American Nightmare) og The Suicide File frá 11.maí til 6. júní. Einnig er von á því að sveitin haldi til Bretlands ásamt Nora nú í sumar.