Efnisorð: Endurútgáfur

Endurútgáfur!

SPV/Steamhammer útgáfan í samvinnu við Sony stendur að heljarinnar endurútgáfum á þekktu efni meðal pönk og metal banda. Meðal efnis sem útgáfan mun endurútgefa:
Suicidal Tendencies – “Lights Camera Revolution / Still Cyco After All These Years”
Suicidal Tendencies – “The Art Of Rebellion”
Suicidal Tendencies – “Suicidal For Life”
Suicidal Tendencies – “Feel Like Shit…Deja Vu / Controlled By Hatred”
Prong – “Beg To Differ”
Prong – “Rude Awakening”
Prong – “Prove You Wrong”
Metal Church – “The Human Factor”
Molly Hatchet – “Flirtin’ With Disaster”
Molly Hatchet – “No Guts…No Glory”
Molly Hatchet – “Double Trouble”
Allar útgáfurnar eiga það sameiginlegt að vera í Digipack útgáfu, ásamt formála frá einum af eftirfarandi aðilum: Jerry Ewing (Metal Hammer/Total Rock), Malcolm Dome (Classic Rock/Metal Hammer/Total Rock Radio) og Michael Heatley (Billboard/Daily Record/Mail on Sunday, og höfuyndur bóka um Bon Jovi, Deep Purple og Neil Young). Nokkuð af þessu efni er núþegar komið í búðir, en von er á enn meira efni með böndum á borð við Molly Harchet, Bad English og Bonham.

Endurútgáfur

Nuclear blast hefur ákveðið að gefa út plöturnar Destroy Erase Improve (með Meshuggah), og Enthrone Darkness Triumphant (Dimmu Borgir) í byrjun september, ekki er enn komið í ljós hvort að eitthvað aukaefni verði að finna á þessum plötum, en endurútgáfur af eldri efni sveita sem þessa er vinsæl peningagjöf fyrirtækja sem þessa.