Efnisorð: Einar M. Björgvinsson

Mnemic með nýja plötu

Menmic liðar drifu sig í stúdíó nú í byrjun árs (2012) og er afrakstur þeirrar vinnu loks kominn á markað. Heitir nýji gripurinn Mnemesis og verður að segjast að þar sé á ferðinni hreint út sagt frábær plata. Hún inniheldur 11 lög sem öll draga hlustandan inn í draumkenndan og kraftmikinn heim sem þetta band hefur upp á að bjóða. Þeir sem til þekkja ættu að vera fljótir að heyra einkenni hljómsveitarinnar sem er blanda af aggressívum metal, polyrythmic riffum í bland við massívar melódíur.
Platan er að öllu jöfnu aðgengilegri en fyrri plötur hljómsveitarinnar þar sem hlustandinn er fljótari að grípa lögin, þ.e.a.s. lögin eru einfaldari. Það er kannski guðlast fyrir marga metalhausa en það verður að segjast samt sem áður að Mnemic gerir þetta mjög vel og hefur náð að skapa mjög hrífandi og kraftmikla plötu.
Þetta er klárlega band sem hefur ekki sagt sitt síðasta og er að staðsetja sig í sérflokki með öðrum stærri nöfnum metal geirans.

Sons Of The System

Eftir að lítið sem ekkert hefur heyrst frá Danska metal bandinu Mnemic frá þeirra síðustu plötu Sons Of The System þá hafa þeir tekið sig til í andlitinu og ákveðið að vera með nýja plötu á næsta ári. Merkilega lítið hefur komið af dómum og umfjöllunum tengdum SOTS sem að margra mati er meistarastykki bæði hvað varðar lagasmíðar og einnig hljóð útsetningar.
Hér er hægt að sjá stutt viðtal við gítarleikara og einn af hugmyndasmiðum bandsins:

Bandið er að mörgu leyti endurnýjað í dag og vonandi getur það drifið drengina áfram í að búa til og spila frábæra músík.