Efnisorð: Eighteen Visions

Eighteen Visions – Vanity (2002)

Trustkill –  2002

Það eru margar hljómsveitir sem maður hefur heyrt talað um tíðina, en einhvernveginn aldrei komst í að pæla virkilega í. Þannig er með mig og mikið af þessum hljómsveitum sem ungliðar rokk senunnar víðsvegar um heim hlusta mikið á. Eighteen visions er ein af þessum sveitum sem ég hef aldrei gefið mér tíma til að hlusta á, en einhvernveginn er þessi plata allt öðruvísi en ég átti von á. Samt hvorki betri né verri. Það eru nokkur mjög flott lög á þessum disk, en síðan eru einnig nokkur lög sem heilla mig engan veginn. Ég er ekki það mikill tísku aðdáandi að ég falli fyrir eða hafi áhyggjur af því hvernig sveitarmeðlimir líta út, en ég lít á þessa sveit sem að aðal tískuhardcore hljómsveitum dagsins í dag, já eða síðastliðinna ára.. ekki hægt að láta sjá sig í eighteen visions bol án þess að vera með flotta greiðslu og í svölum buxum. En að tónlistinni.. Það er ekkert á þessum disk sem ég hef ekki heyrt áður, sem er samt ekkert til að setja út á. Fyrsta lagið á plötunni er typical metalcore, með allskonar tilfæringum og tilraunastarfsemi. Lagið þar á eftir “Fashion show” finnst mér nokkuð gott, skemmtilegt spil í bland við skemmtilegar útfærslur gítarleikara sveitarinnar. Persónulega finnst mér svolítið leiðinlegt að geta ekki lesið texta sveitarinnar, þar sem þeir eru ekki prentaðir í umslagi sveitarinnar. Lagið One Hell of a prize fighter finnst mér standa upp úr á plötunni, enda söngvari killswitch engage/blood has been shed gesta öskrari í því lagi, lagið sjálft minnir mig á köflum á seinnitíma Vision of disorder, í blandi við gott metalcore, ágætis melódía í bland við brjálæðið. Lagi I dont mind er næst á eftir og er ég orðinn nokkuð vanur því lagi, en við fyrstu hlustun fannst mér lítið varið í það.. engu að síður vinnur það á og er í dag bara nokkuð skemmtilegt í mínum eyrum.. svo framarlega að ég hlusti ekki of oft á það. Hipp hopp gítar innslagið mætti missa sín á disknum. Ég held að mikið af þessum lögum gæti alveg gengið til dæmis á einhverri rokk útvarpstöð, þrátt fyrir að vera í þyngri kanntinum, en mér finnst eitthvað vanta til að gera þetta að þennig disk að ég vilji hlusta á hann aftur og aftur. Í heild sinni er þetta skítsæmilegur diskur, en við það má bæta að VOD gerðu þetta betur.

valli

Eighteen Visions

Trommuleikari hljómsveitarinnar Eighteen Visions (Ken William Floyd ) hefur fært sig um set um mun taka við gítarskildum sveitarinnar. Sveitin hefur í framhaldi fengið fyrrum trommuleikara Saved By Grace (Jason Shrout) til að taka við trommunum. Sveitin mun í framhaldi gefa út nýja plötu að nafni “Obsession” í apríl mánuði. Í viðbót við það má búast við því “Lifeless” EP platan verði endurútgefin af Life Sentence Records fyrir lok febrúar mánaðar.