Tag: dordingull

Útvarpsþátturinn dordingull á Rás 2 – Mánudaginn 15. okt (431)

Í þætti dagsins (mánudaginn 15. október) má heyra nýtt efni með Skálmöld og Benighted í viðbót við efni með Behemoth, System of a down og The Distillers.  Hægt er að hlusta á þáttinn á rás 2, frá klukkan 23 til miðnættis og á heimsíðu rúv: www.ruv.is

Íslenska þungarokksveitin Skálmöld sendi frá sér plötuna Sorgir núna í vikunni, en þetta er 5 breiðskífa sveitarinnar, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar Baldur kom út árið 2010.

Meðal efnis í þætti kvöldsins er efni með söngkonunni Brody Dalle og hljómsveit hennar The Distillers, en sveitin var virk á árunum 1998 til ársins 2006, en núna í ár kom sveitin saman aftur og sendi frá sér nýja smáskífu í september mánuði.

Lagalistinn:
The Distillers – The Hunger
Skálmöld – Brúnin
System of a Down – Aerials
Benighted – Slaughter of the Soul (At the Gates lag)
Behemoth – If Crucifixion Was Not Enough
Jesus Piece – Punish
Kontinuum – Warm Blood
The Distillers – Man vs. Magnet
Skálmöld – Barnið
System Of A Down – B.Y.O.B.
Keelrider – Martyr
Sumac – Ecstasy of Unbecoming

Útvarpsþátturinn dordingull – Mánudaginn 1. október

Í þætti dagsins verður má heyra nýtt efni með Old Wounds, Born Again, Terror og Benighted í viðbót við efni með hljómsveitum á borð við Machine Head, Fear Factory, Deicide og Sumac.

Í þættinum verður meðal annars fjallað um nýlegt vandamál hljómsveitarinnar Machine Head, en nýverið hættu bæði trommari og annar gítarleikari sveitarinnar. Einnig verður fjallað um óheppni hljósmveitarinnar Harm’s Way, en í vikunni var tengivagni sveitarinnar stolið af sveitinni á tónleikaferðalagi, og tapaði sveitin öllu sem hún ferðaðist með, bæði hljóðfærum og varningi.

Lagalisti þáttarins má sjá hér að neðan:
Machine Head – Old
Old Wounds – Give a Name to Your Pain (feat. Lee Acosta-Lewis)
Harm’s Way – Sink
Morning Again – Reinventor – from the Survival Instinct EP
Benighted – Dogs Always Bite Harder Than Their Master
Terror – This World Never Wanted Me
Conan – Amidst the Infinite
Machine Head – Blistering
Clutch – How to Shake Hands
Pig Destroyer – The Adventures of Jason and JR
Daddy Issues – af hverju
Fear Factory – Crisis
Deicide – Excommunicated
Sumac – Ecstasy of Unbecoming

Árslisti dordinguls / harðkjarna – 20. bestu erlendu útgáfur 2017

Árið 2017 var sérstaklega ánægjulegt tónlistar ár og hefði veirð nokkuð auðvelt að safna saman lista yfir 100 bestu útgáfur ársins, en fólk yrði fljótt að hætta að nenna að lesa slíkan lista, og því látum við hefðbundin 20 útgáfna lista duga um sinn. Hér að neðan má sjá lista útvarpsþáttarins dordinguls og heimasíðunnar Harðkjarna á 20 bestu erlendu útgáfum ársins.

1. Code Orange – Forever
– Alveg frá því að þessi plata kom út var ég alveg viss um stöðu hennar á lista ársins. Frábær og fjölbreytt skífa frá byrjun til enda.
2. Axis – Shift
– Axis er ein af þessum sveitum sem fá mig til að trúa á hardcore tónlist, þessi sveit stígur ekki feil skref.
3. Pyrrhon – What Passes for Survival
– Hrein sturlun frá upphafi til enda.
4. Godflesh – Post Self
– Nostalgía án klisju eða klaufaskapar. Sérstaklega vel heppnuð plata frá Justin Broadrick og G. C. Green
5. Kublai Khan – Nomad
– Kom lítið annað til greina eftir að hafa hlustað á þessa drengi gjörsamlega rústa reykjavíkurborg þegar þeir spiluðu hér á landi núna í ár. Frábær skífa.
6. Pallbearer – Heartless
– Thorns er eitt af lögum ársins og ef plata með eitt af lögum ársins kemst ekki hátt á listann þá er hann ekki marktækur.
7. END – From the Unforgiving Arms of God
– Stjörnuband með stjörnuplötu, meðlimir Counterparts, ex-Misery Signals, Blacklisted og Fit For An Autopsy með frábæra smáplötu.
8. Converge – The Dusk In Us
– Þessi plata á örugglega eftir að hækka enn meira í áliti því meira sem lítur á næsta ár, eins og við má búast. Titil lag plötunnar kítlar mig sérstaklega mikið.
9. Unsane – Sterilize
– Ein af þessum plötum sem maður getur ekki verið án, gerir árið betra.
10. God Mother – Vilseledd
– Harðkjarni frá Stokkhólmi, uppbyggjandi niðurrifsstarfsemi.

 

11. Body Count – Bloodlust
– Body Count kom örugglega flestum á óvart með gjörsamlega frábærri plötu, mikið af virkielga góðum lögum á örugglega bestu plötu sveitarinnar.
12. Left Behind – Blessed By The Burn
– Djúp og truflandi sagan á bakvið plötuna ýtir manni enn lengra inn í vonleysið og truflunina sem lífiði getur fært manni.
13. Mutoid Man – War Moans
– Hvað gerist ef maður hrærir saman Cave In og Converge meðlimum? Sönnunn á því að hægt er að syngja (ekki öskra) í þungarokki.
14. Amenra – Mass VI
– Ein af þessum hljómsveitum sem gerir ekki mistök, furða mig enn á því að þetta sé hljómsveit sem ekki allir þekkja.
15. Exhumed – Death Revenge
– Klassísk dauðarokksveit að gefa út plötu sem endar örugglega sem eitt þeirra besta verk.
16. Rancid – Trouble Maker
– Rancid spila pönk betur í dag en þeir hafa gert í áratug. Frábær plata.
17. Blood Command – Cult Drugs
– Norsk hljómsveit sem spilar sturlað popp í bland við harðkjarna og hávaða, afhverju er þetta ekki spilað í útvarpinu?
18. Mastodon – Emperor of Sand
– Enginn er árslisti án Mastodon.
19. Zao – Pyrrihc Victory
– Ég held að þeir gætu prumpað á plötu og ég myndi fíla það..
20. Iron Monkey – 9-13
– Eftirlifandi meðlimir í skítug fenið enn einusinni, stílhreint og ljótt.