Efnisorð: deathfest

Skinless, Munnriður og Severed á upphitunarkvöldi Reykjavík Deathfest

Bandaríska dauðarokksbandið Skinless spilar á upphitunarkvöldi Reykjavík Deathfest hátíðarinnar sem haldið verður 4. mars næstkomandi. Hljómsveitina ætti flestir dauðarokkarar að kannast við, en sveitin var stofnuð árið 1992 í bænum South Glens Falls í New York fylki. Sveitin hefur gefið út 5 breiðskífur, þar á meðal síðast plötuna Only the Ruthless Remain árið 2015 á Relapse útgáfunni.

Íslenska hljómsveitin Munnriður var virk á árunum 2003/2004 og svo 2007 til 2009, en í sveitinni var meðal annars að finna meðlimi Changer, Elexír, Gone Postal, Dormah og fleirri sveita. Sveitin gaf meðal annars út demo árið 2004 og magnað EP plötu árið 2009 að nafni Ásdís Rán.

Severed er hljómsveit sem flestir þungarokkarar landsins þekkja, en sveitin bar nafnið Severed Crotch til ársins 2014 og hefur verið ein af helstu þungarokksveitum landsins frá stofnun sveitarinnar. Hljómsveitin hefur ekki spilað hér á landi um skeið, en spilaði í lok seinasta ár á tónleikahátíð í bandaríkjunum.

Hér að neðan má sjá stutt kynningarmynd um þessa tónleika.

Cattle Decapitation í Reykjavík lok mánaðarins (Reykjavík Deathfest)

Bandaríska dauðarokksveitin Cattle Decapitation hefur evróputónleikaferðalagið sitt hér á landi í lok mánaðarins, en sveitin spilar hér á landi fimmtudagskvöldið 31. ágúst. Með sveitinni þetta kvöldið spila hljómsveitirnar Severed, Une Miseré og World Narcosis. Tónleikarnir verða haldir á gauknum og hefjast klukkan 21:00, en húsið opnar klukkutíma fyrr. 

Tónleikarnir verða á Gauknum Tryggvagötu 22, efri hæð.

Miðaverð er 2.500 kr í forsölu á Tix.is en einnig verða miðar í boði við hurð á 2.900 kr
ATH takmarkaður miðafjöldi í forsölu!

Fyrir þá sem ekki þekkja til sveitarinnar, var hún stonfuð í San Diego í bandaríkjunum og spilar Dauðarokksblandað Grindcore, Goregrind, eða Deathgrind. Hljómsveitin hefur gefið út 7 breiðskífur, og sú seinasta: The Anthropocene Extinction var gefin út af Metal Blade útgáfunni og lenti meðal annars í 100 sæti Billboard 200 listans yfir útgáfur þá vikuna. Meðal gesta á seinustu plötu var Phil Anslemo söngvari Pantera/Down í laginu he Prophets of Loss. Hljómsveitin gefur út sitt efni á Metal Blade útgáfunni og má heyra tóndæmi frá sveitinni hér að neðan:

Reykjavík Deathfest 2017 – Umfjöllun

Reykjavík Deathfest 2017 var haldið 12 og 13. maí síðastliðinn, en þetta er í annað sinn sem þessi hátíð er haldin, en í þetta skiptið er hátíðin ekki bara veglegri en fyrsta árið heldur einnig virkilega áhugaverð hátíð sem ég held að gæti heillað meira en bara dauðarokkara landsins.

Smá auka veisla var haldin fimmtudaginn 11.maí þar sem trommari hljómsveitarinnar Cryptopsy var með trommu klíník, hljómsveitin Beneath frumsýndi nýtt myndband og hljómsveitin Cult of Lilth spilaði fyrir gesti, náði ekki að mæta en að myndböndum að dæma var þetta skemmtileg viðbót við hátíðina

Fyrra kvöld Reykjavík Deathfest hófst með látum þegar hljómsveitirnar Hubris, Syndemic, Nexion, Grit Teeth, Ophidian I og Ad Nauseam spiluðu fyrir fullan sal af sveittum rokkurum. Þetta var frábær byrjun á góðri hátíð. Þrátt fyrir að vera mestmegnis dauðarokk (eins og nafn hátíðarinnar bendir til) var þetta ansi fjölbreytt og skemmtilegt kvöld.

Hubris er greinilega hljómsveit sem maður verður að fara að taka eftir betur því að þetta er ein af betri sveitum landsins, miklir hæfileikar, skemmtileg sviðframkoma og sannar það að mikið af hæfileikum er að finna í Hveragerði. Syndemic voru skemmtilegir og nokkuð ólíkir fyrsta bandi kvöldsins, en hljómsveitin hafði unnið sér það til frægðar að hafa lent í fjórða sæti í loka keppni Wacken Metal Battle árið 2016. Þriðja hljómsveit kvöldsins er eitthvað sem rokkarar landsins halda mikið upp á, en það er hljómsveitin Nexion sem stóð sig afar vel á Wacken Metal Battle hátíðinni hér á landi þar sem hún lenti í þriðja sæti. Þrátt fyrir að byrja nokkuð seint að spila náði sveitin að heilla gesti á sinn einstaka hátt. Næstir á svið er ein af þeim hljómsveitum sem halda voninni á lífi varðandi áhugavert og skemmtilegt íslenskt tónlistarlíf: Grit Teeth. Þrátt fyrir að vera í miklu veseni með trommuna þetta kvöldið náði sveitin að skella í nokkra slagara, harða og þunga, en jafnframt pönkaða slagara sem kætti gamla harðkjarna kallinn þetta kvöldið. 

Hljómsveitin Ophidian I hafa örugglega aldrei verið jafn þéttir og skemmtilegir, en sveitin var ofur heit þetta kvöldið, sérstaklega skemmtileg og örugglega skemmtilegasta sveitin tónlistarlega séð þetta kvöldið. Kvöldinu lauk svo með ítölsku hljómsveitinni Ad Nauseam, en hljómsveitin sendi frá sér sína einu breiðskífu árið 2015 að nafni “Nihil Quam Vacuitas Ordinatum Est”. Hljómsveitin spilar teknískt dauðarokk og gerir það vel. Fræbært fyrsta kvöld á virklega áhugaverðri hátíð.

Það er sérstök tilfinning að fara frá fjölskyldunni rétt fyrir 8 á öðru mesta sjónvarpskvöldi landsins (eða bara evrópu í heild sinni), en Á meðan rokkarnir voru að gera sig tilbúna til þess að rokka fyrir landan var úrslitakvöld Eurovision söngvakeppninnar í sjónvarpi allra landsmanna.

Ég mætti nákvæmlega þegar Grave Superior spiluðu sína fyrstu nótu og hljóp upp í tónleikasal Gauksins með símann í annarri en falafelvefju í hinni. Það er er ljóst að hljómsveitin Grave Superior kann til verka, því að þetta er bara hreint og beint frábær sveit sem ég hef alltaf gaman að sjá spila á tónleikum. Þvílík byrjun á seinna kvöldi Reykjavík Deathfest. Næstir á svið var hljómsveitin sem ég kann ekki að bera fram, en þarf greinilega að læra það því sveitin kann svo sannarlega að halda skemmtilega tónleika. Kess’kthak er frá Sviss og inniheldur tvo kraftmikla og fjöruga söngvara, virklega skemmtileg og kom á óvart sem ein af skemmtilegri sveitum hátíðarinnar. Severed voru næstir á svið og tóku örugglega bestu tónleika sem ég hef séð með sveitinni, þvílíkur kraftur og þvílíkur lagalisti. Það var sérstaklega gaman að sjá lagið SKEGG, en ekki var verra að sjá salinn springa þegar sveitin endaði á Human Recipes.

Það eru um 6 ár síðan að hljómsveitin Andlát spilaði á tónleikum, en hljómsveitin hefur að mestu legið í svala síðan árið 2004 með nokkrum tónleikum af og til. Það er tilvalið að hljómsveit sem á mikla sögu í íslensku þungarokki sé fengin til þess a spila á svona skemmtilegu festivali, en hljómsveitin tók afar skemmtilegan lagalista, svona nokkurveginn best of set sem heillaði gamla kalla eins og mig sérstaklega mikið. Það er gaman að sjá þessa drengi spila og sérstaklega skemmtilegt að heyra þessa slagara á tónleikum á ný. Virvum frá Sviss voru næstir á svið og var þar að finna prógressíft og teknískt dauðarokk. Hljómsveitin spilaði án bassaleikara sem var þeirra eini löstur, forvitnilegt sett og góður undirbúningur fyrir það sem var væntanlegt.

Cryptopsy enduðu kvöldið með miklum hávaða, mjög miklum hávaða. Það tók tíma fyrir sveitina að hafa sig til og undirbúa það sem var í vændum, hljóðkerfið stillt upp í 11 og sveitin sprengdi örugglega eitthvað í hljóðkerfinu strax í fyrsta lagi. Það er ekki slæmt að geta byrjað tónleika með slagara eins og Two-Pound Torch af 2012 plötu sveitarinnar. Gallinn við það að hljómur sveitarinnar var ekki tilbúinn fyrir hljóðkerfið, en hljómurinn batnaði til muna þegar sveitin tók lögin af None So Vile í heild sinni. Það var gaman að sjá þessi lög spiluð á tónleikum. Þegar á heildina er litið var þetta sérstaklega vel heppnuð hátíð, sem getur bara batnað með tímanum, það eina sem þarf að bæta er tímasetningar og skipulag, en stemningin var bara það góð þarna að maður lét það ekkert á sig fá. Vel gert kæru skipuleggendur Reykjavík Deathfest, hlakka til að mæta á næsta ári!

Hljómsveitin Andlát á Reykjavík Deathfest – Viðtal við Sigurð Trausta söngvara

Stórkotlegar fréttir bárust í vikunni um að hljómsveitin Andlát ætlar að koma saman á næsta ári til að spila á heljarinnar tónleikahátíð sem ber nafnið REYKJAVÍK DEATH FEST, það er því við hæfi að skella á nokkrum spurningum á forsprakka sveitarinnar, Sigurð Trausta Traustason fyrir ungviði landsins…

Hvernig myndir þú kynna hljómsveitina Andlát fyrir þeim sem ekki þekkja?

Jæja krakkar mínir, nú skulið þið leggja við hlustir… haha! Já, það er víst komin á legg heil ný kynslóð af þungarokksunnendum síðan við vorum eitthvað að spila reglulega. Ætli ég myndi ekki segja bara að Andlát sé þungarokkshljómsveit sem var hvað mest aktív á árunum 2000-2004. Þá tókst okkur að spila á hellings af eftirminnilegum (allaveganna fyrir okkur ) tónleikum, gefa út disk sem heitir mors longa og taka þátt í mjög líflegri „Senu“ eins og hún var kölluð þá. Ef fólk hefur áhuga þá er mors longa núna aðgengilegur í gegnum spotify og er líka á youtube svo fólk getur kynnt sér málið eða rifjað upp.

Hvað er langt síðan að þið spiluðuð saman opinberlega?

Við hættum svona officially árið 2004 en höfum verið plataðir í það að spila á tónleikum svona nokkrum sinnum eftir það. T.d á Eistnaflugi, afmæli harðkjarna o.fl. Síðustu tónleikarnir sem við spiluðum opinberlega voru fyrir rúmum 5 árum þegar Heaven Shall Burn komu síðast til landsins.

Eigið þið eitthvað í pokahorninu af upptökum sem aldrei lentu á plasti (disk)?

Við eigum náttúrulega mors longa í þremur mismunandi útgáfum. En annars í gegnum tíðina þar sem við höfum komið saman aftur þá höfum við alltaf eitthvað samið smá nýtt. Ég held að það séu til upptökur af 2-3 lögum sem hafa aldrei verið gefin út.

Hvað varð til þess að þið ákváðuð að koma saman á ný til að spila á þessu festivali?

Það var bara ýtt svo helvíti vel á eftir okkur! Síðan höfum við nýlega verið að hittast vegna þess að meðlimir sveitarinnar hafa verið að giftast. Ekki þá innbyrðis samt. En við erum allir góðir félagar ennþá og höldum contact og það er alltaf gaman að spila smá saman. Skipuleggjendur Reykjavík Deathfest seldu okkur þetta bara, þ.e með því hvað hátíðin heppnaðist vel síðast og hve mikinn metnað þeir eru að leggja í þetta núna á næsta ári.
Síðan er bara ekkert skemmtilegra í þessari veröld en að spila á tónleikum. Það á eftir að vera sveittur og góður stemmari!

Er þetta “aðeins í þetta einaskipti”? eða má eiga vona á áframhaldandi spili með sveitinni eftir tónleikana?

Ég bara veit það ekki. Það á eftir að koma í ljós bara.

Eruð þið félagar að vinna í einhverjum öðrum áhugaverðum verkefnum?

Það er ekkert annað tónlistartengt í gangi hjá mér í augnablikinu. Hinir strákarnir eru alltaf að bralla eitthvað. Sérstaklega Maggi sem náttúrulega lifir og andar tónlist. En ég held að ekkert af því sé þungarokkstengt hjá okkur.

Við hverju má svo búast við á Deathfest hátíðinni í ár?

Af okkur má búast við hröðu setti af gömlum slögurum í bland kannski við eitthvað smá nýtt. Annars bara almennri gleði og kæti all around!

Hvað hlakkar þér mest til að sjá á tónleikunum?

Af því sem er búið að tilkynna er það klárlega Cryptopsy. Það verður svakalegt að sjá það band hér á landi og gamla dauðarokkshausnum hlakkar mikið til. Annars er gæða staðallinn á íslensku böndunum svo gífurlega hár að það er ekki hægt að líta framhjá þeim heldur. Dauðarokkið ásamt svartmálminum eru í þvílíkum blóma hérna núna. Ophidian I, Severed o.fl eiga eftir að sprengja eitthvað af hljóðhimnum á svæðinu.