Efnisorð: Danzig

Fireburn kynna efni (meðlimir Nails, Ex-Bad Brains, Danzig, Warzone ofl.)

Hljómsveitin Fireburn hefur gert samning við Closed Casket Activities útgáfuna og mun senda frá sér 12″ EP plötu að nafni “Don’t Stop The Youth” á næstu mánuðum. Í hljómsveitinni, sem spilar harðkjarna pönk (með áherslu á pönk), er að finna þá Todd Jones (Nails, ex-Terror). Israel Joseph I (ex-Bad Brains), Nick Townsend (Deadbeat, Knife Fight) og Todd Youth (ex-Warzone, Danzig, Murphy’s Law).

Lagalisti plötunnar:
1-Suspect
2-Break It Down
3-Let This Be
4-Jah Jah Children
5-Jah Dub (Vinyl exclusive remix by The Scientist)

Hægt er að hlusta á plötuna í heild sinni á youtube og ótrúlegt en satt hér að neðan:

Nýja breiðskífa Danzig komin út.

Nýjasta útgáfa Meistara Danzig er komin út um allan heim og er hægt að nálgast plötuna á öllum helstu miðlum (Spotify/Apple Music/ofl). Skífan, sem ber nafnið Black Laden Crown,  hefur fengið misjafna dóma um allan heim, en þó sérstaklega út af upptökugæðum plötunnar.  Kappinn lætur það ekkert á sig fá, enda áttunda breiðskífa hans,  en á henni í viðbót við Danzig sjálfan eru þeir Tommy Victor úr prong (á gítar og bassa), og eftirfarandi trommarar:

Joey Castillo úr Queens of the stone age, Eagles of Death Metal, Mark Lanegan, Zilch, Wasted Youth og Goatsnake
Johnny Kelly úr Type O Negative, A Pale Horse Named Death, Kill Devil Hill
Karl Rockfist úr ýmsum sænskum böndum og nokkrum minni rokk böndum.
Dirk Verbeuren úr Megadeth, Soilwork, Scarve, Aborted, The Devin Townsend Project,

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast plötuna í heild sinni hér að neðan:

Bloodclot kynna lagið “Up in Arms”

Ný bandarísk ofursveit að nafni Bloodclot skellti laginu Up In Arms núna í vikunni á netið, en í hljómsveitinni eru meðlimir og fyrrum meðlimir í hljómsveitum á borð við Cro-Mags, Danzig og Queens of the Stone Age, en hér að neðan má sjá meðlimaskipan sveitarinnar:

John Joseph (Cro-Mags) – Söngur
Todd Youth (ex-Danzig, Warzone, Murphy’s Law) – Gítar
Nick Oliveri (ex-Queens of the Stone Age / Kyuss / Dwarves, Mondo Generator) – Bassi
Joey Castillo (ex-Queens of the Stone Age, ex-Danzig, ex-Wasted Youth) – Trommur

Sveitin spilar New York hardcore pönk og hefur mikið að segja eins og sjá má í textamyndbandinu sem fylgir umræddu lagi: