Efnisorð: Cold Dark Place

Mastodon með nýtt lag af “Cold Dark Place” á netinu!

Bandaríska rokksveitin Mastodon kom mörgum á óvart í seinasta mánuði með tilkynningu um að væntanlega væri frá sveitinni ný EP plata, en platan verður gefin út 22. september næstkomandi af Reprice útgáfunni. 3 af lögum plötunnar voru tekin upp á sama tíma og “Once More ‘Round The Sun” plata sveitarinnar frá árinu 2014, en eitt tekið upp á sama tíma og nýjasta breiðskífa sveitarinnar Emperor Of Sand, sem var gefin út fyrr á þessu ári.

Fyrsta lagið sem sveitin kynnir af plötunni, er einmitt hið síðastnefnda og er hægt að hlusta á lagið hér að neðan:

Lagalisti plötunnar:
01. North Side Star
02. Blue Walsh
03. Toe To Toes
04. Cold Dark Place

Hægt er að forpanta Cold Dark Place á eftirfarandi síðu:

Fyrir áhugasama er hægt að sjá vinnsluna á bakvið myndina sem prýðir umslag plötunnar hér að neðan:

Mastodon gefa út Cold Dark Place í september

Gítarleikari hljómsveitarinnar Mastodon, Brent Hinds, tók upp á samt félögum sínum í Mastodon upp aðra plötu á sama tíma og sveitin tók upp plötuna Once More ‘Round the Sun, en áætlunin var að gefa hana út sérstaklega sem sóló plötu. Það kemur því mörgum á óvart að sveitin hefur ákveið að nýta sér þetta afni og gefa það út sem nýja Mastadon plötun, sérstaklega ef eitthvað er að marka Instagram síðu sveitarinnar.

 

New jamZ coming soon!

A post shared by Bhinds (@bhinds) on