Efnisorð: BURN

Quicksand með nýja plötu á þessu ári.- Uppfært

Bandaríska rokksveitin Quicksand sendir frá sér plötuna Interiors á þessu ári, en þetta er fyrsta efnið sem sveitin sendir frá sér síðan 1995, en hin stórkostlega “Manic Compression” var gefin út í febrúar það árið. Í hljómsveitinni eru engir viðvaningar, en í henni má finna þá Walter Schreifels (Gorilla Biscuits, Rival Schools ofl.), Tom Capone (Gorilla Biscuits, Handsome, Beyond, Bold, Shelter,Crippled Youth, ofl.) Alan Cage (Burn, Beyond) og Sergio Vega (bassaleikari Deftones). Á facebook síðu sveitarinnar má finna smá örlítið sýnishorn af því sem við má búast.

Uppfært: 15:00
Nýtt lag með sveitinni er nú komið í spilun á Spotify:

Burn með nýja plötu í september

Bandaríska harðkjarnasveitin BURN sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Do or Die í september mánuði, en platan verður gefin út af Deathwish útgáfunni. Efnið var tekið upp af Kurt Ballou í Godcity hljóðverinu, en masterað af Howie Weinberg (Slayer, Public Enemy, Sonic Youth). Seinast sendi sveitin frá sér 7″ plötu að nafni …From the ashes, en seinast sendi sveitin frá sér breiðskífu árið 2001.

Hægt er að sjá smá sýnishorn af því sem von er á frá sveitinni hér að neðan: