Svartidauði með nýja plötu í desember.

Aðdáendur svartadauða geta haldið heilög jól þetta árið þar sem ný breiðskífa sveitarinnar “Revelation of the red sword” verður gefin út 3. desember næstkomandi.

Platan var tekin upp í Studio Emissary hljóðverinu af Stephen Lockhart, en hann hefur áður unnið með sveitinni og böndum á borð við Almyrkva, Under The Church, Sinmara og Zhrine.

Umslag plötunnar er unnið af David Glomba sem einnig hefur skreytt plötur með hljómsveitunm á borð við Ascension, Cult Of Fire og Kult Ohně.

Lagalisti plötunnar má sjá hér að neðan í viðbót við lagið “Burning Worlds of Excrement” sem má hlusta á hér að neðan:

  1. Sol Ascending
  2. Burning Worlds of Excrement
  3. The Howling Cynocephali
  4. Wolves of a Red Sun
  5. Reveries of Conflagration
  6. Aureum Lux

Skildu eftir svar