Suicide Silence - The Black Crown
Suicide Silence - The Black Crown

Suicide Silence – The Black Crown (2011)

Century Media –  2011

Síðastliðin ár hefur deathcore stefnan í bandaríkjunum verið nokkuð áberandi. Konungar stefnunnar hafa verið án vafa verið meðlimir hljómsveitarinnar Suicide Silence, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar The Cleansing frá árinu 2007 er segja má formúlan af dauðakorinu. Tímarnir breytast og fólkið með, en grundvöllur dauðakorsins hefur haldist sterkur með þrykkjandi hrynjanda og hörðum breakdown köflum. Við það blandast öskurblanda söngvarans, sem flakkar frá háradda öskrum yfir í mjög djúpa og grófa öskraða tóna. Með útgáfu plötunnar No time to bleed fyrir tveimur árum þróaðist sveitin frá einföldu dauðakori yfir metnaðarfyllri tónlist, þó svo að einfaldleiki dauðakorsins hafi verið ráðandi.

Ný plata sveitarinnar The Black Crown heldur áfram þeirri vinnu sem sveitin vann á seinustu breiðskífu, nema í þetta skiptið heppnast það mun betur og gerir plötuna enn skemmtilegri fyrir vikið. Ég verð bara að viðurkenna að ég er orðinn aðdáandi. Þessi skífa finnst mér bara alveg þrælskemmtileg. Hvort sem um sé að tala lagið “You Only Live Once”, “Witness The Addiction” eða “Smashed”. Það er afar ánægjulegt að heyra meðlimi hljómsveita eins og Korn (Jonathan Davis) og Suffocation (Frank Mullen) syngja á þessarri skífu og eru lögin sem þeir koma fram á áberandi góð.

Textar söngvarans hafa einnig þróast úr andfélagslegum og andkristnum áróðri yfir í mun persónulegri og tilfinningalegri verk. Textarnir eru engu að síður langt frá því að vera einhver eftirtekarverð ritverk, en passa vel í öskraðar melódíur við fasta takta sveitarinnar.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *