Suicidal Tendencies - 13
Suicidal Tendencies - 13

Suicidal Tendencies – 13 (2013)

Suicidal Records –  2013
www.suicidaltendencies.com

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Suicidal Tendencies í heil 13 ár er orðin að veruleika. Sem mikill aðdáandi sveitarinnar er ég lengi búinn að bíða eftir nýju efni frá Suicidal og segja má að lítil gleðisprengja hafi sprungið í hjarta mér þegar loksins komu staðfestar fréttir að von væri á nýrri breiðskífu frá sveitinni. Fréttir af þessarri breiðsífu hafa verið reglulegar síðastliðinn áratug og því afar mikil ánægja að fá að upplifa þessa stund loksins.

En við hverju má búast? Hér er ekki að tala um klassíska liðiskipan sveitarinnar, og í rauninni er Mike Muir söngvari eini upprunalegi meðlimur sveitarinnar. Enginn af klassíska liðinskipan sveitarinnar er lengur í sveitinni, enginn, Robert Trujillo, enginn Rocky George, enginn Mike Clark! Á plötunni er að finna menn á borð við Dean Pleasants (gítar) sem hefurverið fastur meðlimir í sveitinni síðastliðin 15 ár að minnstakosti og tekið upp heilan helling með Mike í formi Suicidal og Infectious Grooves.

Hvað sem manni finnst um liðiskipan sveitarinnar í dag (ja eða á morgun) þá skiptir mestu máli að Mike Muir er segull á hæfileika. Eric More trommari í bland við Tim “RAWBIZ” Williams bassaleikara eru greinilega hæfileikamenn miklir og er satt best að segja hrein unun að hlusta á hljóðfæraleik þessarra drengja á plötunni.

Þegar á heildina er litið er hér sitt lítið að hverju, seinni tíma Suicidal í bland við klassíska tóna sem gætu þessvegna verið lög frá 1990 – 1993 tíma sveitarinnar. Pönk, Fönk, “hart rokk”, Metall, Thrash og bara einstök blanda sem aðeins er hægt að heyra frá Mike Muir og félögum. Einstakur hrynjandi sveitarinnar, oftast ofhlaðinn gítarsólóum, skemmtilegum bassalykjum og furðulegum söngmelódíum fullkomna verkið.

Það eru mjög mörg skemmtileg á plötunni og mikið um fjölbreytileika, það sem stendur upp úr á plötunni hjá mér eru lögin Smash it! Cyco Style, This World og This Ain’t a Celebration en þegar á heildina er litið finnst mér þetta allt skemmtilegt og eitthvað sem ég sé mig alveg hlusta á næstu árin án þess að kjánahroll eða “hvað var ég að hugsa?” rugl, þar sem þetta er bara góður diskur. Það hefði verið gaman að hafa Mike Clark á plötunni þar sem Thrash levelið hefði verið meira og harðara.

sæka,sæka,sæka,sæka,sækó

valli

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *