Strife - Witness a Rebirth
Strife - Witness a Rebirth

Strife – Witness a Rebirth (2012)

6131 Records –  2012

-yrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Strife í heil 11 ár er orðin að veruleika, en við hverju má búast? Reynir sveitin að endurtaka gamla takta eða heldur sveitin þróun sinni áfram frá því á Angermeans plötunni?

Witness a Rebirth hefst með sama krafti og harðkjarna hljómsveitir tíundaáratugs síðustu aldar (’90s) hófu sínar plötur, sem er einkar ánægjulegt þar sem það er eitthvað sem hljómsveitir eins og Strife eru þekktar og elskaðar fyrir. Í þetta skiptið eru viss merki um þroska (svona fyrir utan sítt skegg söngvarns), en samt er sama harða og hraða nálgun sveitarinnar ráðandi.

Á plötunni finnur maður fyrir afturhvarfi til eldri tíma harðkjarna tónlistar, hreinn harðkjarni blandaður málmi, blandaður öskruðum söng Rick Rodney og félaga. Sveitin er laus við tilraunastarfsemi sem einkenndi untitled lagið (af Truth through defiance safninu) og að vissum hluta Angermeans plötunnar. Ég kann að meta öll tímabil sveitarinnar, en þrátt fyrir að það kítlar það sérstaklega mikið að heyra hardcore tónlist spilaða á gamla mátann, sem þátt fyrir allt hljómar alls ekki gamaldags á þessarri plötu. Þetta hentar sértaklega vel fyrir gamla harðkjarna kalla eins og mig sem þrá fortíðina og allt sem henni fylgdi. Á plötunni er að finna fullt af áhugaverðum gestum, til að mynda fékk sveitin Igor Cavalera (X-Sepultura, Cavalera Conspiracy) til að tromma öll lög plötunnar. Scott Vogel (Terror) syngur í laginu Look Away, Billy Graziadei (Biohazard) syngur í laginu “Never Look Back”, Mark Rizzo (Soulfly) tekur sólóinn í “In This Defiance”. Ef þú hefur ekki hlustað á sveitina frá því að One Truth (1994) eða In This Defiance (1997) komu út þá ættir þú að finna þig í þessarri plötu.

Þegar á heildina er litið er þetta afar vel heppnuð upprifjun á því sem heillaði mann við sveitina í upphafi, sem getur ekki verið annað en stimpill í góðubókinni hjá mér.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *