Stephen Brodsky og Adam McGrath spila Cave In lög.

Meðlimir hljómsveitiarinnr Cave In (Stephen Brodsky og Adam McGrath) tóku þátt í Roadburn hátíðinni núna í ár með tónleikum tileinkuð bassaleikaranum Caleb Scofield, en hann lést 28. mars á þessu ári. Í viðbót við lög með Cave In tóku þeir einnig lög með Neil Young og Townes Van Zandt. Upptökur af þessum tónleikum verða gefnar út í lok nóvember mánaðar af Roadburn hátíðinni, en platan hefur fengið nafnið “Live At Roadburn Festival 2018”, hér að neðan má heyra lagið “Youth Overrided” sem upprunaelga var að finna á plötunni Antenna sem gefin var út árið 2003.

Hljómsveitin Cave In hefur komið fram á nokkrum tónleikum eftir andlát Caleb Scofield, en ágóði af þeim tónleikum hefur runnið í sjóð tileinkuðum fjölskyldu hans. Enn er hægt að styrkja það verkefni með því að fara á heimasíðu tileinkað þessu verkefni: scofieldbenefit.com

Skildu eftir svar