Sólstafir, Brain Police og Hooker Swing live 11.Apríl

Hljómsveitirnar Sólstafir, Brain Police og Hooker Swing munu troða upp á Dillon Sportbar hafnarfyrði laugardagskvöldið 11. apríl.

Þetta verða einu tónleikar Sólstafa á landinu á árinu fram að Eistnaflugi, en þangað til mun bandið spila á nokkrum stórum rokkhátíðum víðsvegar um Evrópu.
Því má segja að þetta séu nokkurs konar útgáfutónleikar sveitarinnar, en platan “Köld” kom nýlega út á Spine Farm Records og er að fá rífandi dóma um allan heim.

Platan er ekki enn komin til landsins, en til stendur að 12 Tónar muni selja plötuna á staðnum á sannkölluðum gæða prís.
Einnig fylgir einn svell kaldur Thule með fyrstu 70 inngöngumiðunum fyrir þyrsta rokkara!

Húsið opnar klukkan 22:00 og það kostar 1000 krónur inn.

Skildu eftir svar