Sólmyrkvi Metalfestival um helgina

Eins og allir ættu að vita þá verður heljarinnar Metalfestival haldið nú um helgina. Aðstandendur hátíðarinnar hafa fengið Austuríska bandið Cadaverous Condition til landsins og mun sveitin því koma fram á báðum dögum hátíðarinnar. Þar endar þetta ekki því að ný upprisnu metal kóngar íslands SHIVA munu einnig spila í kvöld og er það eitthvað sem ALLIR verða að mæta á og skoða nánar. Þar endar þetta ekki, því að Forgaður Helvítis mun loks spila á þessarri hátíð eftir þónokkuð hlé. Hátíðinni er skipt niður á tvö kvöld, og hér að neðan má sjá nánari upplýsingar um það:

Dagur 1 – GrandRokk (500 kall inn)

Dark harvest (smá auka æfingar prógram)
Myrk
Shiva
Sólstafir
Cadaverous Condition
Forgarður Helvítis

Dagur 2 – Hitthúsið

Lack of trust
Potentiam
Dark harvest
Changer
Cadaverous condition (Austurríki)
Forgarður Helvítis

Nánari upplýsingar er að fá á tónleikasíðu Harðkjarna.

Skildu eftir svar