Slipknot með nýtt lag

Hljómsveitin Slipknot kom aðdáendum sínum á óvart á hrekkjavöku með því að gefa út nýtt lag. Lagið ber nafnið “All out life” og gaf sveitin einnig út myndband við umrætt lag (sem sjá má hér að neðan). Þetta er fyrsta nýja útgáfa sveitarinnar frá því að sveitin sendi frá sér plötuna 5: The Gray Chapter árið 2014 og ætti að vera gott merki um að ný beiðskífa sé í vændum (en það ætti að vera um mitt næsta ár).

Corey Taylor söngvari sveitarinnar sagði eftirfarandi um þetta nýja lag:

“‘All Out Life’ is a song that is trying to do 2 things: bring everyone together, but also remind everyone that the past is not something to be discarded with disdain. People are so eager to find the Next Big Thing sometimes that they shit all over the bands and artists that have come before, thus making the past feel disposable, like a dirty thing. Fuck that: why should we pay attention to your mediocre future when you can’t be bothered to celebrate an amazing past? I’d rather listen to a guaranteed hit than a forced miss. ‘All Out Life’ is the anthem that reminds people that it’s not the date on the music- it’s the staying power.”

Skildu eftir svar