Skinless, Munnriður og Severed á upphitunarkvöldi Reykjavík Deathfest

Bandaríska dauðarokksbandið Skinless spilar á upphitunarkvöldi Reykjavík Deathfest hátíðarinnar sem haldið verður 4. mars næstkomandi. Hljómsveitina ætti flestir dauðarokkarar að kannast við, en sveitin var stofnuð árið 1992 í bænum South Glens Falls í New York fylki. Sveitin hefur gefið út 5 breiðskífur, þar á meðal síðast plötuna Only the Ruthless Remain árið 2015 á Relapse útgáfunni.

Íslenska hljómsveitin Munnriður var virk á árunum 2003/2004 og svo 2007 til 2009, en í sveitinni var meðal annars að finna meðlimi Changer, Elexír, Gone Postal, Dormah og fleirri sveita. Sveitin gaf meðal annars út demo árið 2004 og magnað EP plötu árið 2009 að nafni Ásdís Rán.

Severed er hljómsveit sem flestir þungarokkarar landsins þekkja, en sveitin bar nafnið Severed Crotch til ársins 2014 og hefur verið ein af helstu þungarokksveitum landsins frá stofnun sveitarinnar. Hljómsveitin hefur ekki spilað hér á landi um skeið, en spilaði í lok seinasta ár á tónleikahátíð í bandaríkjunum.

Hér að neðan má sjá stutt kynningarmynd um þessa tónleika.

Skildu eftir svar