Sick of it all - Based on a True Story
Sick of it all - Based on a True Story

Sick of it all – Based on a True Story (2010)

Century Media –  2010

Allt frá árinu 1986 hefur hljómsveitin Sick of it all heillað tónlistarheiminn með sinni einstöku samansetningu af hardcore tónlist. Á nokkra ára fresti hækkar ánægjuvog heimsins á sama tíma og ný útgáfa sveitarinnar verður að veruleika. Árið 2010 var komið að fyrstu útgáfu sveitarinnar á Century Media útgáfunni, þrátt fyrir að fjórum árum áður hafi hún gefið út á undirfyrirtæki útgáfunnar Abacus.

Það er ekki eins og að sveitin sé að vinna að því að koma aðdáendum sínum á óvart með einhverri tilraunastarfsemi, því hér er á ferð er óheflað New York hardcore eins og það gerist best. Það er eins og að sveitarmeðlimir eigin enn nóg í pokahorninu af lögum, því þrátt fyrir að vera langt frá því að finna upp hjólið með lögum sínum virðast þau enn fersk og skemmtileg við hverja einustu hlustun. Þegar ég skrifa plötudóma um “stofnun” eins og Sick of it all er orðin hugsa ég oft hvort að eitthvað af lögum plötunnar eigi heima á best of plötu, eða hvort að einhver laga plötunnar eigi eftir að kalla fram þau áhrif sem plötur á borð við Scratch the surface, Call to Arms og Built to last gerðu. Það er að minnstakosti víst að mikið af þessum lögum eiga eftir að lifa lengi og vel

Sveitin virðist hafa fundið upp formúlu til að gleðja alla aðdáendur sínar, lög fyrir hardcore krakkana, lög fyrir pönkarana, lög fyrir þungarokkarana og síðast en ekki sýst lög fyrir söngelska pakkið. Einhvernveginn næst veitin að blanda þessu öllu saman í virklega skemmtilegan pakka.

Útgáfan sem ég veslaði mér var pakkað í skemmtilegan dickpack og með fylgdi DVD diskur með tónleikum sveitarinnar í New York og London, en þar að auki smá heimildarmynd um hvernig er að vera á tónleikaferðalagi með sveitinni.

Eins og áður tekst sveitinni enn að halda aðdáendum sínum áhugasömum þrátt fyrir að þetta sé 9. breiðskífa sveitarinnar, enda hér um einstaklega vandað verk eins og viðmá búast við af þessum öldnu hetjum hardcore tónlistarinnar.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *