Sepultura - Kairos
Sepultura - Kairos

Sepultura – Kairos (2011)

Nuclear Blast –  2011

Hljómsveitin Sepultura hefur starfað í yfir 26 ár. Ferill sveitannar spannar meðal annars 12 breiðskífur, fjöldan allan af smáplötum, þröngskífum og öðrum útgáfum. Nýjasta breiðskífa brasilísku meistaranna ber nafnið Kairos og er þeirra tólfta í röðinni, og sú sjötta með söngvaranum Derrick Green. Það var ekkert smá hlutverk sem Derrick tók við, en hann hefur tekið hlutverkið föstum höndum og stendur vel á báti gegn sínum forrvera.

Eftir að hafa hlustað á bæði A-Lex og Dante XXI með hálfu öðru eyra kveður nú við annan tón því að þessi plata er mun meira grípandi. Þrátt fyrir að fyrrnefndar plötur eigi sínar stundir, standa þær ekki með tærnar þar sem Kairos hefur hælana. Hvort að það sé verk pródúsent plötunnar (Roy Z, sem hefur unnið með sveitum á borð við Downset, Judas Priest, Halford og jafnvel Bruce Dickinson) eða hvort að sveitin sé loksins að finna sig á ný. Það er skemmtilegt að heyra að lög plötunnar eru ekki úthugsaðar bókmenntapælingar, eða flókin frumskógar verk. Hér er sveitin einfölduð, komin aftur þar sem hún stendur sig hvað best, sem tónleikasveit, engar flækjur bara thrashblandað öfgarokk.

Á plötunni er að finna ábreiðu sveitarinnar á Ministry slagaranum Just One Fix, sem ég tel að hefði mátt fylgja sem aukaleg, frekar en inn á milli annarra verka (þar að auki er sveitin einnig með Prodigy slagarann firestarter á Delux Útgáfunni). Ég tel plötuna standa vel á sínum eigin forsendum og því ástæðulaust að vera með lög ftir aðra flytjendur. Lög sem ég held sérstaklega upp á gripnum eru lög á borð við Kiaros, Spectrum, Dialog, Mask og þá sérstaklega No One Will Stand.

Að mínu mati er þetta besta breiðskífa sveitarinnar með Derrick Green í fararbroddi og markar ákveðin tímamót, framtíð sveitarinnar er virkilega áhugaverð.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *