Sepultura með nýtt myndband.

Nýtt myndband hljómsveitarinnar Sepultura við lagið “The Vatican” er nú komið á netið. Lagið er að finna á nýrri breiðskífu sveitarinnar “The Mediator Between Head and Hands Must Be The Heart” sem gefin var út á Nuclear Blast útgáfunni 25. október síðastliðin. Þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar síðan árið 1998 sem sveitin tekur upp í Bandaríkjum Norður Ameríku, en upptökustjóri skífunnar var Ross Robinson (en hann vann áður með sveitinni að plötunni Roots). Hér að neðan má sjá fyrrnefnt myndband:

Skildu eftir svar