Saktmóðigur – Ný plata

Föstudaginn 1. júlí gaf hljómsveitin Saktmóðigur út 10 laga geislaplötu sem heitir Guð hann myndi gráta.

Hljómsveitin sem stofnuð var árið 1991 hefur áður gefið út fimm titla á ýmsu formi; kasettu, tvær tíu tommu vínilplötur og tvær geislaplötur í fullri lengd, Ég á mér líf (1995) og Plata (1998). Auk þess hefur hljómsveitin gefið út lög á safnplötum.

Útgefandi er Logsýra, en platan er fáanleg á helstu sölustöðum tónlistar.

Saktmóðigur mun lék nýlega á rokkhátíðinni Eistnaflug en formlegir útgáfutónleikar eru fyrirhugaðir um miðjan september.

Skildu eftir svar