Reykjavík Deathfest 2017 – Umfjöllun

Reykjavík Deathfest 2017 var haldið 12 og 13. maí síðastliðinn, en þetta er í annað sinn sem þessi hátíð er haldin, en í þetta skiptið er hátíðin ekki bara veglegri en fyrsta árið heldur einnig virkilega áhugaverð hátíð sem ég held að gæti heillað meira en bara dauðarokkara landsins. Smá auka veisla var haldin fimmtudaginn 11.maí þar sem trommari hljómsveitarinnar Cryptopsy var með trommu klíník, hljómsveitin Beneath frumsýndi nýtt myndband ...
Lesa Meira

Sjö ár af öfgum eða: Hvernig I Adapt innleiddu harðkjarnann á Íslandi og bera þess vart bætur síðan

Eftir: Hauk S. Magnússon Þetta er tilfinningaþrungin stund. Síðasta kvöld hljómsveitarinnar I Adapt, eftir sjö ára starfsemi. Birkir Fjalar Viðarsson (AKA Birkir BookhouseBoy UnnarogVidarsson), söngvari sveitarinnar og aðal-hugmyndafræðingur, stendur uppi á borði umkringdur dansandi, öskrandi vinum og viðhlæjendum. Hann öskrar tryllingslega og ber sér á brjóst. Hópurinn tekur undir. Það er bankað harkalega á útidyrnar. Snarlækkað á Slayer í græjunum. Nágrannarnir þola ekki við lætin lengur og beiðast undan hávaðanum ...
Lesa Meira

Íslenskur Harðkjarni – Tónleikar á Kex Hostel

Tónleikar á Kex Hostel - Miðvikudaginn 26. apríl 2017 Tónleikaumfjöllun Það er alltaf gaman þegar manni gefst tækifæri á að upplifa tónlist í sínu fínasta formi, og ekki er það verra þegar formið sjálft er bæði hrátt og gróft. Slíkt tækifæri varð á vegi mínum þegar ég mætti á Kex Hostel miðvikudagskvöldið 26. apríl, en þar voru tónleikar með hljómsveitum sem spila (að mínu mati) harðkjarna tónlist. Eins og vaninn ...
Lesa Meira

Quest: Viðtal

Quest skipa þeir Grétar Mar Sigurðsson, Hreiðar Már Árnason og Bjarni Svanur Friðsteinsson. Hljómsveitin var stofnuð 2014. Quest spila beinskeytt syntha-pop/ rock í anda níunda áratugarins, sem sveitin kallar nostalgíu-popp, með áhrifum frá popptónlist úr öllum áttum. Þeir hafa getið sér gott orðspor innan íslensku tónleikasenunnar með skemmtilegri sviðsframkomu og túruðu um Evrópu í fyrsta skipti fyrr á þessu ári. Quest hóf feril sinn með nokkrum hálfkláruðum lögum í Stúdío ...
Lesa Meira

Brött Brekka – Viðtal

Rokksveitin Brött Brekka hefur nú verið starfandi í bráðum tvö ár, en hún var stofnuð árið 2014 úr leifum sveitarinnar Tamarin (Gunslinger). Bandið hefur getið sér gott orðspor fyrir skemmtilega tónleika og sérstakan hljóm, sem er samsuða margra ólíkra áhrifa, frá Meat Puppets, Minutemen og að böndum á borð við Melvins. Hljómsveitina skipa þeir Hallvarður Jón Guðmundsson (gítar/söngur), Sturla Sigurðsson (bassi/ söngur) og Sigurður Ingi Einarsson (trommur). Bandið stefnir að ...
Lesa Meira

Slayer

Madrid, Amfiteatro de Leganés 11. júli Slayer,Narco,Hora zulu Fór með vini mínum Pablo í úthverfi Madrid í hálfskrýtið útileikhús með bratta steinpalla/tröppur og blómapotta fyrir framan sviðið. Lókal upphitunarböndin fengu um 40mínútur hver. Hora zulu, ungt rapmetalband frá Andalúsíu hóf leikinn, með skratzara, og söngvara sem rappaði 20 orð á sekúndu. Ekki alslæmt; nokkur góð riff og hraðar trommur, áhorfendur sátu samt sem fastast. Tóku þeir m.a. slagarann “Andaluz de ...
Lesa Meira

I adapt á Húsavík

Húsavík, Laugardagurinn 16. febrúar I adapt, Lost, Ben Húr Ég var uppá heimavist þar sem ég á "heima" núna meðan ég er í skóla á Akureyri og beið eftir því að Óli hringdi í mig og segði mér hvort þeir ætluðu að skipta um bíl þarna enhverstaðar á leiðinni norður og fara í stærri bíl og þá gæti ég fengið far með I adaptinum til húsavíkur en síðan skiptu þeir ...
Lesa Meira

Artpönk 17. Júní 2001

Nýlistasafnið - 17.06.2001 Fallega Gulrótin, Anus, Graupan, Dópskuld, Thundergun,Zuckakis Mondeyano Projeckt. Þegar ég trítlaði inn á Nýlistasafnið um klukkan átta var verið að stilla upp græjunum fyrir Artpönkið í neðsta kjallara safnsins. Fnykur lá yfir salnum þar sem í hinum enda hússins var eitthvað lið að brenna líkamshluti dauðra dýra á grilli og gefa fólki að éta í nafni listarinnar. Á meðan verið var að stilla upp var einhver gjörningur/leikþáttur ...
Lesa Meira

Föstudagsbræðingur Hins Hússins og Dordingull.com

Kakóbarinn Geysir - 26.01.2001 Forgarður Helvítis, Snafu, Andlát, Moussaieff Föstudagrbræðingur Hins Hússins og Dordingull.com er orðin næstum fastur liður þessa dagana. Þetta lænöpp var búið að halda mér vel spenntum eftir að hafa lesið auglýsingu um kvöld þetta nokkrum dögum áður. Jess, tónleikar. Það þarf ekki að vera meira en það. Allt annað en enn ein bíómyndin eða tilgangslaust fyllerí. Það er alltaf til staðar en ég vil ekki missa ...
Lesa Meira

Mínus Útgáfutónleikar

Norðurkjallari MH - 21.01.2000 Mínus, Klink, B-eyez, Elexír Eftir útgáfutónleikum Mínus höfðu margir beðið með mikilli eftirvæntingu, þar á meðal ég. Þeir urðu loks að veruleika 21.janúar síðastliðinn, síðbúnir mjög. Það var víst einhver vandræðagangur með með húsnæðismálin og varð Norðurkjallari MH á endanum fyrir valinu. Að mínu mati hefðu annar staður verið mun betri kostur fyrir tónleika af þessari stærðagráðu og af öðru eins tilefni og útgáfu vinsælasta öfgabands ...
Lesa Meira