Ringworm - Hammer of the Witch
Ringworm - Hammer of the Witch

Ringworm – Hammer of the Witch (2014)

Relapse –  2014
http://ringworm.bandcamp.com

Bandaríska málmblandaða harðkjarnasveitin Ringworm var stofnuð árið 1991 og hefur alla tíð verið kraumandi undir yfirborðinu án þess að ná að brjótast í gegn. Hljómsveitin hefur farið víða og er nú loksins búin að finna sér heimili á relapse útgáfunni, en fyrsta útgáfa sveitarinna á útgáfunni var þröngskífa með laginu Bleed (auk tveggja annarra laga). Eftir að ég skrifaði dóm um endurútgáfu plötunnar The Promise frá árinu 1993 (Þá endurútgefin af Deathwish útgáfunni 2003) fór ég að fylgjast með sveitinni með öðru eyranu.

Nýjasta afurð sveitarinnar; Hammer of the witch er stórt skref fyrir sveitina og þeirra áberandi besta útgáfa til þessa. Sveitin er bæði þéttari og grófari en nær samt að viðhalda gamla hljóminum sem fékk fólk til að taka eftir sveitinni í upphafi. Ljótleikinn er enn til staðar og heyrist hann hvað best í heift söngvara sveitarinnar. Tónlistin er öfgafull, hörð og hröð.. sagði ég ekki örugglega hröð? Það er enn mikið málblandað harðkjarna grúv í bland við öfgarnar. Á plötunni er ekki mikið um tilraunastarfsemi eða einhverskonar útúrdúr, hér ræður einfaldleikinn. Fyrir fólk sem fílar illa lyktandi harðkjarna eins og heyra má frá hljómsveitum á borð við Kickback, Integrity, Pulling Teeth og jafnvel Trapped Under Ice, þá ættuð þið að tékka á þessu.

Valli

Leave a Reply