Queens of the stone age

Josh Homme aðalmaður hljómsveitarinnar Queens of the stone age hefur ákveðið að losa sig við bassaleikarann Nick Oliveri, en þeir kappar hafa verið að spila saman frá því að þeir voru saman í Kyuss í gamladaga. Sagan segir að Josh hafi fengið sig fullsaddan af ruglinu sem virðist elta Nick Oliveri, en þeir hafa átt eitthvað erfitt í samskiptum síðastliðina 18 mánuði. Nýr bassaleikari sveitarinnar heitir Van Conner, en hann spilaði áður með hljómsveitinni Screaming Trees. Nick Oliveri er ekki sá eini sem skilið hefur við bandið, því að trommuleikarinn Joey Castillo hefur innig sagt skilið við bandið og í hans stað er kminn trommuleikarinn Barrett Martin (sem einnig var áður með screaming trees. Þá eru það hvorki meira né minna en 3 fyrrum meðlimir Screaming Trees í Queens of the stone age, þannig spyrja má hvort að þetta séu endalok QOTSA, eða enduruppgötvun Screaming Trees.

Skildu eftir svar