Pro Pain - Straight To The Dome
Pro Pain - Straight To The Dome

Pro Pain – Straight To The Dome (2012)

Sunny Bastards/Nuclear Blast –  2012

Ég hef lengi verið heillaður af Gary Meskil og félögum hans í hljómsveitinni Pro-Pain. Pro-Pain var stofnuð árið 1992 og hefur með þessarri nýjustu útgáfu sinni gefið út 13 breiðskífur. Mikið hefur verið um mannabreytingar hjá Gary og félögum í gegnum tíðina, en þrátt fyrir það hefur hljómur sveitarinnar haldist, nema hvað hljómurinn virðast bara batna með aldrinum.

Nýjasta breiðskífa sveitarinnar, Straight To The Dome, er örugglega þéttasta og harðasta plata sveitarinnar frá upphafi. Það er greinilega eitthvað að smella rétt saman þessa dagna hjá Gary Meskil ef útkoman er þessi. Lögin eru ferskari, hraðari og harðari í viðbót við að vera bara mun betri sem heild. Sveitin viðheldur því sem hún hefur alltaf gert, þéttum og hörðum metall blönduðumn nokkrum new york hardcore riffum og einhverri furðulegri náðargáfu sem aðeins Gary Meskil virðist hafa masterað.

Lögin Bitter Pill, Payback og Bloodlust For War standa framar öðrum, en á plötunni er að finna eitthvað um áhugaverð aukalög eins og Egg Raid On Mojo (eftir Beastie Boys), eldri demo og klassísk lög tekin upp á tónleikum.

Þegar á heildina er litið er þetta besta skífa sveitarinnar í áraraðir og í bætist því í safnið meðal afburðar skífa á borð við The Truth Hurts, Foul Taste of Freedom og Act of God. Ég held samt að þessi útgáfa eigi samt skilið sérstök verðlaun, en það er að umslag plötunnar er eitt af því ómerkilegasta sem ég hef séð árum saman.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *