Plastic Gods – Afmælis og útgáfutónleikar 11. september

Plastic Gods
Ultraorthodox

Hvar? 11. september 2015
Hvenær? Húrra – Naustin, 101 Reykjavík, Iceland
Klukkan? 2100
Kostar?  2000
Aldurstakmark? 20

Plastic Gods var stofnað seint árið 2005 og við fögnum nú 10 ára afmæli okkar með útgáfu á þriðju breiðskífunni sem hlotið hefur nafnið ‘III’. Platan kemur einungis út á stafrænu formi en hún hefur verið í vinnslu síðastliðin 5 ár og því löngu kominn tími til!

Steve Goldberg, gítarleikari hinnar goðsagnakenndu þungarokks hljómsveitarinnar Cephalic Carnage, kom að vinnslu plötunnar og sá um masteringu.

Þann 11. September næstkomandi ætlum við að fagna útgáfunni og afmælinu með tónleikum á Húrra en liðin eru yfir 2 ár frá því að við komum fram í þessari mynd og alls óvíst hvenær það gerist aftur. Við munum leika efni af ‘III’ í bland við annað efni.

Ultraorthodox hitar upp og miðaverð er 2000 kr.

Skildu eftir svar