PESTILENCE vinna að nýrri breiðskífu

Forsprakki Hollensku dauðarokksveitarinnar Pestilence, söngvarinn og gítarleikarinn Patrick Mameli, er þessa dagana búinn að smala sveitinni saman á ný og er að undirbúa nýja breiðskífu sem fengið hefur nafnið Hadeon. Hann hafði lagt sveitina til hliðar um tveggja ára tímabil til þess að vinna að hljómsveitinni Neuromorph, en von er á því að sú sveit gefi út nýja plötu fyrir lok ársins.

Pestilence hefur gert útgáfusamning við Hammerheart útgáfuna, sem í viðbót við að gefa út nýtt efni með sveitinni mun gefa út eldra efni sveitarinnar í viðhafnarútgáfum (bæði CD og vínil). Nýja platan verður tekin upp í júní mánuði og mun vera í viðbót við nýju Neuromorph plötuna vera gefin út fyrir lok ársins.

Nýverið gekk til liðs við sveitina bassaleikarinn Tilen Hudrap, en hann hefur meðal annars unnið með Vicious Rumors, Paradox og Thraw.

Á þessarri tilvonandi plötu verður að finna eftirfarandi lög:
Non Physical Existent
Timeless
Layers Of Reality
Materialization
Astral Projection
Discarnate Entity
Oversoul
Multi Dimensional
Electromagnetic
Manifestations
Ultra Demons
Hypnotic Terror

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *