Great Grief kynna nýtt lag, ný plata væntanleg.

Íslenska harðkjarna sveitin Great Grief sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu undir nafninu Great Grief þann 7. desember næstkomandi. Nýja platan hefur fengið nafnið “LOVE, LUST AND GREED” og það er No Sleep Records útgáfan (Balance and Composure, La Dispute, The Wonder Years) sem gefur út efni sveitarinnar.

Hljómsveitin hefur áður gefur split plötu með hljósmveitinni Bunger (There’s No Setting Sun Where We Are) og breiðskífuna “Ascending // Descending” sem var geifn út í maí 2014 (undir nafninu Icarus).

Hægt er að skoða og hlusta á myndband við lagið Ivory (lie) af þessarri nýju plötu hér að neðan í viðbót við lagalista plötunnar:

 1. Fluoxetine: Burden Me
 2. Feeling Fine
 3. Troubled Canvas
 4. Escaping Reykjavík
 5. Pathetic
 6. Inhale the Smoke
 7. The Nihilist Digest
 8. Ivory (Lie)
 9. God Sent
 10. Roots (Love, Lust and Greed)
 11. Ludge

Cult leader með nýtt lag


Íslandsvinirnir í bandarísku hljómsveitinni Cult Leader skelltu nýverið nýju lagi af tilvonandi breiðskífu sveitarinnar á netið. Lagið heitir Isolation In The Land Of Milk And Honey, en platan sjálf “A Patient Man” verður gefin út núna á föstudaginn (9. nóvember). Hér að neðan má heyra í umræddu lagi:

Alice In Chains með nýtt myndband

Hljómsveitin Alice In Chains sendi frá sér plötuna Rainer Fog í ágúst á þessu ári og hefur sveitin gefið út nokkrar smáskífur í kjölfarið til að kynna bæði plötuna og innihald hennar. Nýjasta myndband sveitarinnar er við lagið Never Fade, en myndbandið er beint framhald lagsins The One You Know, en það var Adam Mason sem leikstýrði báðum myndböndum.

Það voru þeir Jerry Cantrell og William DuVall sem sömdu textann við lagið, en Cantrell samdi bæði viðlagið og tónlistina á meðan Duvall sat frameftir nóttu í Studio X hljóðverinu í Seattle og samdi restina af textanum. Megin áhrif í textanum voru fengið úr andláti ömmu sinnar í viðbót við andlát söngvar hljómsveitarinnar Chris Cornell, en í viðtali við tímaritið Kerrang bætti hann við að hann hafi einnig hugsað til Layne Staley við gerð textans.

Old Wounds kynna nýtt lag af tilvonandi plötu

Bandaríska hljómsveitin Old Wounds sendir frá sér nýja plötu að nafni Glow núna 6. nóvember, en það er Good Fight Music útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Nýverið sendi sveitin frá sér lagið Give A Name To Your Pain við góðar undirtektir og í nú er komið að laginu “To Kill For” (sem sjá má hér að neðan í formi myndbands). Hægt er að panta forpanta plötuna hér:  Merchnow.com/catalogs/old-wounds

Slipknot með nýtt lag

Hljómsveitin Slipknot kom aðdáendum sínum á óvart á hrekkjavöku með því að gefa út nýtt lag. Lagið ber nafnið “All out life” og gaf sveitin einnig út myndband við umrætt lag (sem sjá má hér að neðan). Þetta er fyrsta nýja útgáfa sveitarinnar frá því að sveitin sendi frá sér plötuna 5: The Gray Chapter árið 2014 og ætti að vera gott merki um að ný beiðskífa sé í vændum (en það ætti að vera um mitt næsta ár).

Corey Taylor söngvari sveitarinnar sagði eftirfarandi um þetta nýja lag:

“‘All Out Life’ is a song that is trying to do 2 things: bring everyone together, but also remind everyone that the past is not something to be discarded with disdain. People are so eager to find the Next Big Thing sometimes that they shit all over the bands and artists that have come before, thus making the past feel disposable, like a dirty thing. Fuck that: why should we pay attention to your mediocre future when you can’t be bothered to celebrate an amazing past? I’d rather listen to a guaranteed hit than a forced miss. ‘All Out Life’ is the anthem that reminds people that it’s not the date on the music- it’s the staying power.”

Stephen Brodsky og Adam McGrath spila Cave In lög.

Meðlimir hljómsveitiarinnr Cave In (Stephen Brodsky og Adam McGrath) tóku þátt í Roadburn hátíðinni núna í ár með tónleikum tileinkuð bassaleikaranum Caleb Scofield, en hann lést 28. mars á þessu ári. Í viðbót við lög með Cave In tóku þeir einnig lög með Neil Young og Townes Van Zandt. Upptökur af þessum tónleikum verða gefnar út í lok nóvember mánaðar af Roadburn hátíðinni, en platan hefur fengið nafnið “Live At Roadburn Festival 2018”, hér að neðan má heyra lagið “Youth Overrided” sem upprunaelga var að finna á plötunni Antenna sem gefin var út árið 2003.

Hljómsveitin Cave In hefur komið fram á nokkrum tónleikum eftir andlát Caleb Scofield, en ágóði af þeim tónleikum hefur runnið í sjóð tileinkuðum fjölskyldu hans. Enn er hægt að styrkja það verkefni með því að fara á heimasíðu tileinkað þessu verkefni: scofieldbenefit.com

Ofursveitin VLTIMAS kynnir sig.

Útgáfufyrirtækið Season of Mist tilkynnti nýverið hljómsveitina VLTIMAS, en hljómsveitin samanstendur af þremur einstaklingum sem teljast afar þekktir innan þungarokksins. Meðlimir sveitarinnar eru David Vincent (ex-Morbid Angel, ex-Terrorizer), Rune ‘Blasphemer’ Eriksen (ex-Mayhem, Aura Noir, Earth Electric) og Flo Mounier (Cryptopsy) og þykir þessi samsetning afar áhugaverð meðal aðdáenda þyngri tónlistar um allan heim.

Sick of It All kynna titillag Wake the Sleeping Dragon

Íslandsvinirnir í hljómsveitinni Sick of it all senda frá sér sína tólftu breiðskífu “Wake the Sleeping Dragon” 2. nóvember næstkomandi, en núþegar hefur sveitin gefið okkur forsmekkinn af því sem koma skal með laginu Inner Vision sem sveitin sendi frá sér fyrir skömmu. Nýja lagið (sem eru um leið titil lag plötunnar) fjallar áhrif stórabróðir (“big brother”) á líf almenning og hvernig við gætum stoppað áhrif hans með því að gera eitthvað í málinu. Umrætt lag er að finna hér að neðan:

Útvarpsþátturinn dordingull á Rás 2 – Mánudaginn 15. okt (431)

Í þætti dagsins (mánudaginn 15. október) má heyra nýtt efni með Skálmöld og Benighted í viðbót við efni með Behemoth, System of a down og The Distillers.  Hægt er að hlusta á þáttinn á rás 2, frá klukkan 23 til miðnættis og á heimsíðu rúv: www.ruv.is

Íslenska þungarokksveitin Skálmöld sendi frá sér plötuna Sorgir núna í vikunni, en þetta er 5 breiðskífa sveitarinnar, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar Baldur kom út árið 2010.

Meðal efnis í þætti kvöldsins er efni með söngkonunni Brody Dalle og hljómsveit hennar The Distillers, en sveitin var virk á árunum 1998 til ársins 2006, en núna í ár kom sveitin saman aftur og sendi frá sér nýja smáskífu í september mánuði.

Lagalistinn:
The Distillers – The Hunger
Skálmöld – Brúnin
System of a Down – Aerials
Benighted – Slaughter of the Soul (At the Gates lag)
Behemoth – If Crucifixion Was Not Enough
Jesus Piece – Punish
Kontinuum – Warm Blood
The Distillers – Man vs. Magnet
Skálmöld – Barnið
System Of A Down – B.Y.O.B.
Keelrider – Martyr
Sumac – Ecstasy of Unbecoming

Svartidauði með nýja plötu í desember.

Aðdáendur svartadauða geta haldið heilög jól þetta árið þar sem ný breiðskífa sveitarinnar “Revelation of the red sword” verður gefin út 3. desember næstkomandi.

Platan var tekin upp í Studio Emissary hljóðverinu af Stephen Lockhart, en hann hefur áður unnið með sveitinni og böndum á borð við Almyrkva, Under The Church, Sinmara og Zhrine.

Umslag plötunnar er unnið af David Glomba sem einnig hefur skreytt plötur með hljómsveitunm á borð við Ascension, Cult Of Fire og Kult Ohně.

Lagalisti plötunnar má sjá hér að neðan í viðbót við lagið “Burning Worlds of Excrement” sem má hlusta á hér að neðan:

 1. Sol Ascending
 2. Burning Worlds of Excrement
 3. The Howling Cynocephali
 4. Wolves of a Red Sun
 5. Reveries of Conflagration
 6. Aureum Lux