COMPLETE FAILURE kynna lagið “Fist First, Second to None”

Bandaríska pönk grind bandið Complete Failure sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni “Crossburner” í lok október. Fyrsta plata sveitarinnar “Perversions of Guilt” var tekin upp, hljóðblönduð og unnin af Steve Austin úr hljómsveitinni Today Is the Day, en síðan eru liðin all nokkur ár og verður nýja platan fjórða breiðskífa sveitarinnar í heild sinni. Efni sveitarinnar ætti að henta aðdáendum Nails, Pig Destroyer, Brutal Truth, Misery Index, Rotten Sound og Nasum til að minnast á eitthvað, en sveitin efni sveitarinnar má lýsa sem bandraískri reiði í einu orði: Pönk.

Lagalisti plötunnar:
1. Schadenfreude (3:43)
2. Bimoral Narcotic (3:07)
3. Man-made Maker (2:18)
4. Suicide Screed of Total Invincibility (4:15)
5. I Am the Gun (3:39)
6. Rat Heart (1:28)
7. Curse of Birth (1:49)
8. Demise of the Underdog (1:46)
9. Fist First, Second to None (2:11)
10. Flight of the Head Case (1:11)
11. Soft White and Paid For (2:35)
12. Oath of Unbecoming (2:03)
13. Misuse Abuse Reuse (2:24)
14. A List with Names on It (3:37)

Hér að neðan má heyra lagið Fist First, Second to None af þessarri nýju plötu:

www.facebook.com/CompleteFailureOfficial
www.facebook.com/seasonofmistofficial

Drápa – Kolrassa Krókríðandi – 25 ára afmæli – Vínyl útgáfa og tónleikar!

Hljómsveitin Kolrassa Krókríðandi/Bellatrix fagnar í ár 25 ára afmæli sínu og af því tilefni stefnir hún að endurútgáfu sinnar fyrstu plötu, Drápu á Vínyl og Cd, en hún hefur verið ófáanleg í áratugi! Einnig mun hljómsveitin flytja plötuna einu sinni með upprunalegum meðlimum á tónleikum á Húrra 25.nóvember 2017.

Í gær mánudaginn 4.september 2017 höfst söfnun á Karolina fund til að fjármagna endurútgáfu Drápu á Vinyl og er hægt að heita á verkefnið hér: karolinafund.com/project/view/1795

Hljómsveitin Kolrassa Krókríðandi, þá skipuð fjórum og fræknum 17 ára stúlkum frá Keflavík, sló í gegn árið 1992 þegar hún sigraði Músíktilraunir með glæsibrag. Kolrassa varð, svo að segja, þjóðþekkt á einu kvöldi og var af mörgum talin ein af mest spennandi og framsæknustu hljómsveitum Íslands.

Með útgáfu sinnar fyrstu plötu, Drápu, stimplaði Kolrassa sig rækilega inn í tónlistarflóru landans sem einstök og frumleg hljómsveit. Lög eins og Móðir mín í kví kví, Vögguvísa, og Kona vöktu mikla og jákvæða athygli bæði aðdáenda og gagnrýnenda.

Á þessu ári fagnar Kolrassa Krókríðandi 25 ára afmæli sínu og stefnir af því tilefni að endurútgáfu fyrstu plötu sinnar,Drápu. Drápa hefur verið ófáanleg allt frá því stuttu eftir að hún kom út. Það væri því ómetanlegt að koma þessum dýrgrip til ykkar kæru vinir og velunnarar á vinylplötu og geisladiski á hvorki meira né minna en 25 ára afmæli hljómsveitarinnar.

Á ferlinum var fengist við margt og mikið ásamt því að spila víða um heim og gefa út þrjár plötur. Undir lok níunda áratugarins tók Kolrassa upp nafnið Bellatrix þegar þeim bauðst útgáfusamningur erlendis. Undir nafninu Bellatrix gaf hljómsveitin út tvær plötur enn, spilaði um víða veröld og hlaut mikið lof fyrir.

Hljómsveitin lagðist í dvala árið 2001 en hefur þó gert örfáar en kærkomnar undanþágur með einstaka uppákomum, t.d fyrir Eistnaflug og hátíðartónleika í Hörpu í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna, þá betri en nokkru sinni áður!

Samhliða tónleikum og plötuútgáfu er unnið að því að setja upp vefsvæði þar sem tónlistarmyndbönd, tónleikaupptökur,ljósmyndir og fleira verða sett inn frá litríkum og uppátækjasömum starfsárum Kolrössu.

Kolrassa Krókríðandi, skipuð upprunalegum meðlimum stefnir að því að koma saman og halda þrusu tónleika og flytja alla plötuna, einu sinni, á Húrra þann 25. nóvember 2017. Ætlunin er að Drápa verði þá á sama tíma tilbúin til endurútgáfu en þá verða komin 25 ár frá því hún kom út fyrst. Stefnt er að því að endurhljóðjafna plötuna og jafnvel að bæta við áður óútgefnu efni frá sama tíma.

Það væri alveg útúrflippað og frábært að geta haldið upp á afmæli Kolrössu með rokktónleikum og endurútgáfu Drápu, sem var valin ein af plötum ársins árið 1992, þá gefin út af fjórum 17 ára stúlkum.

The Entity (Sororicide) komin á Spotify!

Eitt þekktasta verk íslenskrar dauðarokkstónlistar, The Entity með Sororicide, er nú komið í hinn stafrænaheim á Spotify. Platan var upprunalega gefin út árið 1991 og hefur síðastliðin ár verið illfáanleg. Fyrir áhugasama um þennan tíma íslensks dauðarokks, er einnig hægt að nálgast safnplötuna Apocalypse með hljómsveitunum Sororicide, Inmomoriam og Striaskóm nr. 42 á spotify

Aðspurður sagði Bogi Reynisson efirfarandi liggja eftir sig um

Hlið helvítis hafa verið lokuð of lengi, gakk inn og ver glaður, það eru skilaboðin sem lesa má út úr því að The Entity sé loks komið á Spotify.
Annars nota ég ekki spotify og hef ekki hlustað á The Entity síðan sirka 1992… þannig að hvað veit ég?

Gísli söngvari bætti við:

Ég er mjög sáttur við að platan sé á spotify, þá getur fólk hlustað á plötuna eftir réttum leiðum. Ef að fólk hefur áhuga á svona fornminjum

Mastodon með nýtt lag af “Cold Dark Place” á netinu!

Bandaríska rokksveitin Mastodon kom mörgum á óvart í seinasta mánuði með tilkynningu um að væntanlega væri frá sveitinni ný EP plata, en platan verður gefin út 22. september næstkomandi af Reprice útgáfunni. 3 af lögum plötunnar voru tekin upp á sama tíma og “Once More ‘Round The Sun” plata sveitarinnar frá árinu 2014, en eitt tekið upp á sama tíma og nýjasta breiðskífa sveitarinnar Emperor Of Sand, sem var gefin út fyrr á þessu ári.

Fyrsta lagið sem sveitin kynnir af plötunni, er einmitt hið síðastnefnda og er hægt að hlusta á lagið hér að neðan:

Lagalisti plötunnar:
01. North Side Star
02. Blue Walsh
03. Toe To Toes
04. Cold Dark Place

Hægt er að forpanta Cold Dark Place á eftirfarandi síðu:

Fyrir áhugasama er hægt að sjá vinnsluna á bakvið myndina sem prýðir umslag plötunnar hér að neðan:

Hlustaðu á nýju SEPTICFLESH plötuna núna – Gefin út á morgun!

Harðkjarni hefur fengið það hlutverk að frumflytja nýju SEPTICFLESH plötuna í heild sinni í dag, fimmtudaginn 31. ágúst, en platan sjálf er væntanleg í búðir á morgun föstudaginn 1. september. Þessi nýja skífa sveitarinnar hefur fengið nafnið “Codex Omega” og mun innihalda eftirfarandi lög:

1. Dante’s Inferno
2. 3rd Testament (Codex Omega)
3. Portrait of a Headless Man
4. Martyr
5. Enemy of Truth
6. Dark Art
7. Our Church, Below the Sea
8. Faceless Queen
9. The Gospels of Fear
10. Trinity

Auka diskur verður í boði í viðhafnarútgáfum, en á honum verður að finna eftirfarandi efni:

1. Martyr of Truth
2. Dark Testament
3. Portrait of a Headless Man (Orchestral Version)

Hljómsveitin hafði eftifarandi um plötuna að segja:

“The beginning of autumn marks the release of our tenth opus ‘Codex Omega’. You are all welcome to enter Inferno in search for the last Testament. Here only the Headless prevail, as there is no godhead above. Here Martyrs died for the sake of reason and knowledge. And our Art is our Church. Our Queen is no ‘virgin’ Mary. Our Gospels are bringing fear. And at the end, the true identity of Trinity is revealed. Behold Codex Omega!”

Kynnist sveitinni nánar:
www.facebook.com/septicfleshband
http://smarturl.it/SepticfleshCodex
www.facebook.com/seasonofmistofficial

Nýtt efni með Der Weg Einer Freiheit!

Ný breiðskífa hljómsveitarinnar Der Weg Einer Freiheit verður gefin út núna á föstudaginn, en platan hefur fengið nafnið “‘Finisterre” og er hægt að hlusta á plötuna í heild sinni hér að neðan:

Á meðan hljómsveitin kynnir nýja plötu, tilkynnir hún einnig að gítarleikarinn Sascha hefur yfirgefið bandið til að fókusa á sína eigin tónlistalegur framtíð, en mun samt aðstoða hljómsveitina. Nýr gítarleikari sveitarinnar, Nico, hefur spilað með hljómsveitinni á tónleikum frá árinu 2011 og er nú ráðinn í fullt starf sem gítarleikari sveitarinnar.

Nánari upplýsingar
www.facebook.com/derwegeinerfreiheit
http://smarturl.it/DWEFinisterre
www.facebook.com/seasonofmistofficial

Quicksand með nýja plötu á þessu ári.- Uppfært

Bandaríska rokksveitin Quicksand sendir frá sér plötuna Interiors á þessu ári, en þetta er fyrsta efnið sem sveitin sendir frá sér síðan 1995, en hin stórkostlega “Manic Compression” var gefin út í febrúar það árið. Í hljómsveitinni eru engir viðvaningar, en í henni má finna þá Walter Schreifels (Gorilla Biscuits, Rival Schools ofl.), Tom Capone (Gorilla Biscuits, Handsome, Beyond, Bold, Shelter,Crippled Youth, ofl.) Alan Cage (Burn, Beyond) og Sergio Vega (bassaleikari Deftones). Á facebook síðu sveitarinnar má finna smá örlítið sýnishorn af því sem við má búast.

Uppfært: 15:00
Nýtt lag með sveitinni er nú komið í spilun á Spotify:

Nýtt lag frá Stray from the Path

Hljómsveitin Stray from the Path frumflutti nýtt lag að nafni All Day & A Night fyrir viku síðan í útvarpsþætti á BBC í bretlandi, en bjóða nú restinni af heiminum að hlusta á lagið í heild sinni. Í laginu má einnig heyra í söngvara hljómsveitarinnar Knocked Loose, Bryan Garris, en platan sjálf “Only Death is Real” kemur í 8. september næstkomandi.

Hægt er að forpanta plötuna hér:
https://www.sumerianstore.com/collections/only-death-is-real-pre-order-bundles
https://24hundred.net/collections/stray-from-the-path

Lagalisti plötunnar
1. The Opening Move
2. Loudest in the Room
3. Goodnight Alt-right
4. Let’s Make A Deal
5. They Always Take The Guru
6. Plead The Fifth
6. Strange Fiction (ásamt Keith Buckley úr ETID)
8. All Day & A Night (ásamt Bryan Garris úr Knocked Loose)
9. The House Always Wins (ásamt Vinnie Paz)
10. Only Death Is Real

Future Usses kynna nýtt efni

Hljómsveitin Future Usses sem innheldur þá Sacha Dunable (söngvari og gítarleikari Intronaut), Derek Donley (áður í Bereft) og Dan Wilburn (áður í Mouth Of The Architect), setti nýverið demo upptökur af laginu What Is Anything, en lagið er gott dæmi um hvernig efni sveitin spilar. Von er á nýrri plötu frá sveitinni, en hún verður hljóðblönduð af Kurt Ballou í september mánuði, en sveitin hefur þegar lokið upptökum.

Beneath gefa út Ephemeris í dag – Örviðtal!

Íslenska dauðarokksveitin Beneath gefur út plötuna Ephemeris í dag föstudaginn 18.ágúst, en þetta er þriðja breiðskífa sveitarinnar. Eins og áður þá er það Unique Leader útgáfan gefur út efni sveitarinnar. Þar sem þetta er frekar stór dagur hjá sveitinni er við hæfi að skella á hana nokkrar spurningar, og að fyrir svörum þetta skiptið er Jóhann Ingi Sigurðsson, gítarleikari sveitarinnar:

Til hamingju með nýju plötuna.
Takk!

Nú heftur verið nokkuð um mannabreytingar hjá ykkur, hverjir eru í bandinu þessa dagana?
Núna eru í bandinu ég (Jóhann) á gítar, Unnar á gítar, Benedikt syngur og svo bættist Maddi í hópinn fyrir stuttu og leysti þar af hólmi Gísla sem spilaði inn á plötuna.

Hvernig kom til að fá Mike Heller til að tromma hjá ykkur.
Við túruðum með bandinu hans Malignancy 2014 og héldum smá sambandi við hann eftir það. Síðan þegar kom að því að okkur bráðvantaði trommara fyrir plötuna, þá ákváðum við að heyra stutt í honum varðandi hvort hann vissi um einhverja trommara sem gætu haft áhuga á verkefninu. Það kom svo upp úr krafsinu að hann var meira en til í að tækla þetta sjálfur og þar með fórum við á fullt í að klára trommurnar fyrir plötuna. Það var frábært að vinna með honum og við erum drullusáttir við útkomuna, auk þess sem við lærðum alveg helling

Fyrir okkur sem hafa takmarkaða tungumálakunnáttu, hvað þýðir Ephemeris?
“Ephemeris” er enska orðið yfir rit sem gerð hafa verið í gegn um tíðina þar sem ritaðar eru stöður stjarnfræðilegra hluta á himninum – eins konar stjörnkort í töfluformi. Rauði þráður plötunnar er útrás mannkyns um plánetur og sólkerfi í krafti tækniþróunar – þegar tæknin hefur farið fram úr öllu því sem við getum gert okkur í hugarlund.

Hvernig er að vera í hljómsveit sem ekki staðsett í sama landi?
Það getur alveg reynt á þolrifin að geta ekki bara hist og kennt hvorum öðrum riff eða “djammað” á köflum. En bandið hefur í raun verið meira og minna í þessarri stöðu í 7 ár af þeim 10 sem við höfum starfað, þannig að þetta er nú orðið “normið” fyrir okkur.

Hvernig semjið þið tónlist?
Það er oft snúið og fjarlægð meðlima gerir það að verkum að við verðum allir að vera duglegir að vinna hver í sínu horni. Við tökum nokkuð reglulega fundi á Skype og ræðum hugmyndir og pælingar. Svo sendum við hugmyndir á milli sem við vinnum meira og púslum saman þangað til að þær eru komnar í það horf að við getum æft lögin upp. Síðan reynum við að demóa eins mikið og hægt er, aður en haldið er í stúdíó.

Hvað tekur svo við?
Við erum á fullu að leita að trommara en í framhaldi af því þá er lítið annað í stöðunni en að taka upp hljóðfærin og byrja að pæla í tónleikum, og í framhaldi, næstu útgáfu.