Foscor með nýja plötu í fullri lengd á netinu.

9. júní næstkomandi er von á nýrri breiðskífu að nafni “Les irreals visions” frá spænsku hljómsveitinni Foscor, en sveitin gefur út efni hjá Season of Mist útgáfunni.

Hljómsveitin hafði eftirfarandi um nýju plötuna að segja:
“We have finally reached the decisive moment… ‘Les Irreals Visions’ is about to be released and definitely become a reality. We are eagerly looking forward for you to grab those precious editions with your hands in a matter of hours, making music meet images and words, and finally compose the whole landscape that we are proposing for you to live in. This is the most ambitious project, we have ever faced, and we have tried to dress it with magic. But before that, please travel by your own through the eight passages composing those visions in a final but still partial introduction. And remember what this journey hides. Common things must acquire a new meaning. Visual things, a new secret appearance. The already known, the dignity of the unknown. Thanks to every individual that has taken part in this album and enriched its meaning, and to all of you ready to cross the unreal door. Hope to see you all in the road within the next months… May darkness be tragic…”

Lagalisti plötunnar:
1. Instants
2. Ciutat tràgica
3. Altars
4. Encenalls de mort
5. Malfiança
6. Espectres al cau
7. De marges i matinades
8. Les irreals visions

Kynnist sveitinni nánar hér:
www.facebook.com/foscor.official
www.facebook.com/seasonofmistofficial
http://smarturl.it/FoscorShop

Merrimack kynna streyma nýrri plötu

Franska hljómsveitin Merrimack gefur út nýja breiðskífu að nafni “Omegaphilia” í lok vikunnar, en plata þessi verður gefin út af Season of Mist útgáfunni. Hljómsveitin hafði eftirfarandi um plötuna að segja:

“The time has come to reveal ‘Omegaphilia’ in its entirety. To give credit, where it is due, our opening track features Frater Stephane from NKRT during its ritualistic introduction, while an amateur choral can be heard on the closing song, which was open-minded enough to participate on such an infamous project. We hope that you’ll like this album as much as we do!”

Lagalisti plötunnar:
1. Cauterizing Cosmos
2. The Falsified Son
3. Apophatic Weaponry
4. Gutters of Pain
5. Sights in the Abysmal Lure
6. Cesspool Coronation
7. At the Vanguard of Deception

Nánari upplýsingar:
www.facebook.com/merrimackofficial
www.facebook.com/seasonofmistofficial
http://smarturl.it/MerrimackShop

Eighteen Visions með nýja plötu í streymi

Hægt er að hlusta á alla nýju breiðskífu hljómsveitarinnar Eighteen Visions, en platan er fyrsta nýja efni sveitarinnar síðan árið 2006, og markar nýtt upphaf hjá þessarri sveit. Nýja platan hefur fengið nafnið XVIII (eða 18) og er mun harðari plata ein seinasta afurð sveitarinnar sem einfaldlega bar nafn sveitarinnar.

Foo Fighters með nýtt lag og myndband

Hljómsveitin kom rokkheiminum á óvart í dag er hún skellti laginu Run á netið bæði á youtube í formi myndbands og aðra miðla á borð við Spotify, Itunes og fleira. Lagið er öllu þyngra en sveitin hefur verið þekkt fyrir síðastliðin á og myndbandið afar vel unnið. Hægt er að hlusta á lagið eitt og sér hér að neðan, og einnig horfa á umtalað myndband:

Nýtt myndband Sólstafa: Silfur-Refur

Hljómsveitin Sólstafir sendi frá sér nýja breiðskífu fyrir tæpri viku síðan að nafni Berdreyminn, og í dag opinberaði sveitin nýtt drungafullt myndband við lagið Silfur-Refur, en hægt er að skoða myndbandið hér að neðan:

Útgáfutónleikar HAM á Húrra og Græna Hattinum!

Hljómsveitin Ham heldur upp á útgáfu nýrrar breiðskífu að nafni “Söngvar um helvíti mannanna” með þrennum tónleikum, tvennum á Húrra í Reykjavík og þeim þriðju stuttu síðar á Græna Hattinum á Akureyri.  Eftirfarandi tilkynning var að finna á facebook síðu tónleikana:

Sunnlendingar, norðlendingar og sveitungar þeirra: HAM á Húrra og Græna Hattinum! Hljómsveitin fagnar útgáfu hljómplötunnar Söngvar um helvíti mannanna með tvennum tónleikum á Húrra dagana 22. og 23. júní og á Græna Hattinum 7. júlí nk. Húrra opnar kl. 21 báða dagana en góðir gestir hita mannskapinn upp áður en HAM stígur á stokk. Á Græna Hattinum koma HAM liðar fram einir og óstuddir. 

HAM sendir frá sér sína 3. hljóðverðsplötu nú í júní og hefur hún fengið nafnið: Söngvar um helvíti mannanna. Það er hljómplötuútgáfan Sticky sem gefur út. Gripurinn fæst í öllum betri hljómplötuverslunum og á helstu efnisveitum og verður fáanlegur bæði sem vínyl og geisladiskur. Miðasala á tix.is.

HAM útgáfutónleikar á Húrra 22. & 23. júní 2017

HAM á Græna Hattinum! – 7. júlí

Kontinuum í hljóðveri!

Íslenska rokksveitin Kontinuum er í hljóðveri þessadagana að taka upp nýtt efni fyrir tilvonandi breiðskífu. Þetta mun vera þriðja breiðskífa sveitarinnar, en sú fyrsta sem verður gefin út af Season Of Mist útgáfunni. Samkvæmt facebooksíðu sveitarinnar hófust upptökurnar laugardaginn 27. maí. Áðurfyrr hefur sveitin gefið út plöturnar Earth Blood Magic (2012) og Kyrr (2015). Von er á því að ný plata sveitarinnar verði gefin út fyrir lok ársins.

Sólstafir fagna nýrri útgáfu.

Hljómsveitin Sólstafir hélt á föstudaginn útgáfuhóf vegna útgáfu á nýju plötunni “Berdreyminn”, en þetta er sjötta breiðskífa sveitarinnar og sú þriðja sem er gefin út af Season of Mist útgáfunni. Hljómsveitin frumsýndi á sama tíma nýtt myndband við lagið Silfur-Refur, en myndbandið verður væntanlega í boði fyrir almenning á netinu í næstu viku. Ekki nóg með að hægt var að versla nýju plötuna og ýmiskonar varning merktum sveitinni, heldur var einnig hægt að versla smákífuna við lagið Silfur-Ref sem hægt var að nálgast í vínil útgáfu sem var gefin út í takmörkuðu upplagi. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af þessarri fínu samkomu:

Nýja breiðskífa Danzig komin út.

Nýjasta útgáfa Meistara Danzig er komin út um allan heim og er hægt að nálgast plötuna á öllum helstu miðlum (Spotify/Apple Music/ofl). Skífan, sem ber nafnið Black Laden Crown,  hefur fengið misjafna dóma um allan heim, en þó sérstaklega út af upptökugæðum plötunnar.  Kappinn lætur það ekkert á sig fá, enda áttunda breiðskífa hans,  en á henni í viðbót við Danzig sjálfan eru þeir Tommy Victor úr prong (á gítar og bassa), og eftirfarandi trommarar:

Joey Castillo úr Queens of the stone age, Eagles of Death Metal, Mark Lanegan, Zilch, Wasted Youth og Goatsnake
Johnny Kelly úr Type O Negative, A Pale Horse Named Death, Kill Devil Hill
Karl Rockfist úr ýmsum sænskum böndum og nokkrum minni rokk böndum.
Dirk Verbeuren úr Megadeth, Soilwork, Scarve, Aborted, The Devin Townsend Project,

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast plötuna í heild sinni hér að neðan:

Bittered frumsýna nýtt myndband á Harðkjarna!

Bandaríska þungarokksveitin Bittered sendi frá sér breiðskífuna “Foreign Agenda” fyrr í þessum mánuði, en sveitin gefur út efni sitt á Lost Apparitions Records, en einnig er hægt að nálgast efni sveitarinnar á bandcamp síðunni: bittered.bandcamp.com

Myndband við lagið Badge Head, sem má sjá hér að neðan (frumsýnt hér á harðkjarna) fjallar um fordómafulla (racist) lögreglu og ríkisstjórnarstefnu, eða með orðum sveitarinnar:

“The song “Badge Head” is about Racist Police and Government policies. By the numbers it’s quite obvious Minorities and people who look a certain way are always targeted over the general population. Government and Police polices in general are racist. The way the majority of the Police act leads to violence and police brutality. “

Nýju breiðskífu sveitarinnar er hægt að hlusta á hér: