Rotting Out með nýtt lag

Bandaríska harðkjarnasveitin Rotting Out kom saman á ný snemma á seinasta ári og kom meðal annars fram á Sound And Fury og This is Hardcore hátíðunum. Sveitin hefur tekið upp nýtt efni og kynna nýtt lag að nafni Reaper, en myndband við lagið má sjá hér að neðan:

Dangerface með nýja plötu

Norska pönk sveitin Dangerface sendir frá sér nýja plötu “Get Loud” 1. febrúar næstkomandi, en platan verður gefin út af Big Day Records útgáfunni. Hægt er að hlusta á nýtt lag með sveitinni hér að neðan, en um lagið hefur sveitin þetta að segja á bandcamp heimasíðu sinni:

Lyrically, the song Let It Burn is a quasi-political song, where everything we hear about today, “fake news”, “alternative truth” and other misery, is wrapped up in a musical package of delicious hardocre and punk. It’s difficult to not be affected by the things happening in the world today, so why not just let it all burn down to the ground. And we’ll all keep warm…

Birgir Jónsson trommari hættir í Dimmu

Trommari hljómsveitarinnar Dimmu sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann segir frá því að hann sé hættur í sveitinni og um leið þakkar meðlimum sveitarinnar fyrir skemmtilegan tíma og rosalega lífreynslu. Hér að neðan má sjá tilkynningu hans í heild sinni:

Eftir tæp 8 ár sem meðlimur í þungarokksveitinni DIMMA hef ég tilkynnt félögum mínum að ég vilji ganga af sviðinu og hætta í sveitinni.
Fyrir því eru margar ástæður en aðallega sú að ég vil nota tímann minn í aðra hluti og finnst þetta ekki lengur eins skemmtilegt og gefandi og áður.
Samhliða Dimmu hef ég starfað sem stjórnandi í ýmsum fyrirtækjum sem og í eigin verkefnum og nú vil ég auka fókusinn á þann hluta lífs míns auk þess að hafa meiri tíma til að eyða með fjölskyldu og vinum.
Næstum allur minn tími hefur farið í þessa hljómsveit síðustu ár og því hef ég ekki haft nógu mikinn tíma til að setja í annað, það er t.d. lítið um sumarfrí með fjölskyldunni eða ferðalög þegar maður er að spila flestar helgar eins og raunin hefur verið hjá Dimmu síðustu árin.
Þetta hefur verið rosaleg keyrsla en nú er ég einfaldlega búinn að fá nóg og vil gera aðra hluti í lífinu. Um leið og manni finnst þetta ekki lengur gaman og fórnin of mikil þá á maður að hætta og þakka fyrir sig.
Það sem byrjaði sem saklaust ferðalag hjá mér í hobbí rokksveit snemma árs 2011 varð að
þvílíkri rússíbanareið þar sem við náðum árangri sem okkur grunaði ekki að væri mögulegur. Ég get ekki talið upp alla þessa hundruði tónleika og þær plötur sem við höfum gert en ég veit bara að við höfum gert flest allt sem hægt er að gera í tónlist í þessu landi…og það nokkrum sinnum.
Ég er samt alls ekki hættur að spila á trommur, öðru nær, ég er með nokkur spennandi verkefni í gangi með flottum tónlistarmönnum sem ég er spenntur að vinna í, þannig að ég mun halda áfram að gera tónlist. En ég vil velja verkefnin vel og nota tíma minn sem best.
Ég vil þakka öllu fallega fólkinu sem ég hef hitt í gegnum Dimmu, öllu fólkinu sem hefur sagt mér hvaða þýðingu tónlistin okkar hefur fyrir það , öllu liðinu sem hefur komið á tónleika hjá okkur, öllum tæknimönnunum og sérstaklega okkar elsku Big Bad Mama (Helga Dóra).
Þetta hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegur tími og ég er rosalega þakklátur fyrir þessa lífsreynslu.
Að lokum vil ég þakka bræðrum mínum í bandinu, Silli, Ingo og Stefán – takk fyrir mig elsku vinir og
gangi ykkur vel – djöfull var gaman!
Takk
Biggi
Ps. Engar áhyggjur, þeir ætla að halda áfram svo að Dimmulestin stöðvast ekki, sem betur fer.

Orðsending frá Dimmu fylgdi svo fljótt á eftir:

Orðsending frá vopnabróður okkar honum Birgi “Nashyrningi” Jónssyni.
Við þökkum honum samfylgdina, gleðistundirnar og þátttöku hans í að gera DIMMU af því sem hún er í dag.
Við elskum þig kæri bróðir og munum halda merkjum DIMMU hátt á lofti!

Vetur kynna plötuna nætur – Örviðtal

Íslenska þungarokksveitin Vetur var að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu að nafni Nætur, en þeir gáfu áður út smáskífuna Vættir. Það er því við hæfi að spjalla við sveitarmeðlimi og kynnast sveitinni nánar. Harðkjarni hafði samband við sveitina og skellti á þá nokkrum spurningum…

Sælir, segið mér aðeins frá sveitinni Vetur.
Heill og sæll. Kristján stofnaði hljómsveitina veturinn 2009-2010 eftir að hafa fengið innblástur að semja tónlist í blackmetal stíl. Hann hafði strax samband við nokkra félaga sína úr íslensku metal senunni og setti saman hljóðverssveit. Upphaflega stóð til að gefa einungis út eina tveggja laga smáskífu, en það vatt fljótt upp á sig og lögunum fjölgaði smátt og smátt. Við tókum upp þrjú lög í Stúdíó Fossland og gáfum út smáskífuna Vættir árið 2013 hjá Tutl Records.

En Kristján var alls ekki hættur að semja og lögin héldu áfram að hlaðast upp. Áður en við vissum af áttum við nóg efni í tvær plötur af fullri lengd. Ragnar trommuleikari gaf ekki kost á sér áfram og leitaði Vetur þá út fyrir landssteinana og fékk trommuleikarann Dirk Verbeuren til liðs við sig.

Hverjir eru í sveitinni í dag?
Kristján B. Heiðarsson – Gítar, bakraddir.
Jóhann Ingi Albertsson – Söngur.
Magnús Halldór Pálsson – Bassi.
Dirk Verbeuren – Trommur.

Hvað hefur breyst hjá sveitinni frá því á fyrstu EP plötunni?
Það sem hefur raunverulega breyst er að við erum hljómsveit sem horfir fram á veginn. Upphaflega ætluðum við bara að taka upp og gefa út þessi tvö lög eftir Kristján og ætluðum ekki einu sinni að koma fram undir nafni, við ætluðum bara að læða þessu inn í kosmosinn og snúa okkur að öðrum hlutum. En Kristján hélt áfram að semja og efnið lofaði virkilega góðu. Okkur fannst við vera með eitthvað sérstakt í höndunum.

Hvenær er von á því að Vetur komi fram á tónleikum?
Það er góð spurning. Það er ekki auðvelt að svara henni samt. Dirk trommuleikari er augljóslega afar upptekinn og hljómsveitin hefur ekki æft sem hljómsveit síðan við tókum upp Bálför demóið árið 2011. Við vinnum mikið hver í sínu horni og komum svo saman, tveir eða þrír, til að fara yfir útsetningar eða texta. Eigum við ekki að segja að það muni vonandi gerast á næstu misserum? Því þetta eru góð lög sem væri svo sannarlega gaman að flytja á sviði.

Segið mér aðeins frá nýju plötunni Nætur…
Nætur kom út á netinu á degi íslenskar tungu, þann 16. nóvember 2018, en þetta var ansi löng meðganga. Kristján hafði unnið undirbúnings vinnuna mjög vel og tók upp gítardemo hjá Davíð Valdimar í Standard Studios. Davíð forritaði trommubeat í nokkur af lögunum. Þetta kom sér gríðarlega vel þegar farið var að vinna trommurnar með Dirk, þar sem hann var ekki á landinu en hann og Kristján sendu upptökur sín á milli. Dirk tók trommurnar upp sjálfur í Die Crawling stúdíóinu sínu, en allt annað er tekið upp hérna á Íslandi af ​Stephen Lockhart í Studio Emissary.
Við áttum orðið það mikið efni að ákveðið var að taka upp tvær plötur á sama tíma og gefa þær svo út með stuttu millibili. Eftir að gítar og trommutökum var lokið völdum við og röðuðum lögunum upp í tvo lista, fyrir Nætur og svo fyrir næstu plötu á eftir. Við einbeittum okkur svo að því að vinna texta og taka upp söng og bassa fyrir fyrri plötuna. Þeim upptökum lauk í byrjun árs 2018, en ekki náðist að klára að fullvinna plötuna fyrir vetrarlok eins og upphaflega stóð til. Þá var ekki um annað að ræða en að bíða með útgáfu fram á haust. Vetur gefur ekki út á vorin.
Allt þetta ferli er búið að taka í kring um sjö ár, það er því ekki skrýtið að við séum glaðir í dag þegar platan er komin út. Við gefum hana út sjálfir á netinu, en vonandi mun eitthvað útgáfufyrirtækið stökkva á tækifærið og gefa hana út í raunheimum líka.

Vetur – Nætur – gefin út 16 nóvember 2018

Eruð þið í einhverjum öðrum verkefnum?
Vetur er okkar helsti fókus í augnablikinu, en það eru líka misduglegir saumaklúbbar sem hittast af og til í æfingarhúsnæðum til að halda sér við og fá útrás fyrir þungarokksþörfina. Það er kannski helst bassaleikarinn okkar hann Maddi sem heldur sér uppteknum, en hann mun spila með tveimur sveitum á Reykjavík Metalfest á næsta ári, Forgarði Helvítis og Beneath.

Hvað er svo næst á dagskrá?
Nú fögnum við því að hafa loksins sent frá okkur fyrstu plötuna, það er ekki lítill áfangi og það er mikill léttir að hafa náð settu marki. Við förum líka að bretta upp ermar og að reyna að vekja áhuga útgáfufyrirtækja á gripnum. Næsta plata er síðan í fullri vinnslu. Við reiknum með að klára hana á næstu vikum og hún mun að óbreyttu koma út á næsta ári.
Í millitíðinni förum við líklega að vinna í að semja og útsetja fyrir þriðju plötuna. Það er kominn mappa í Dropboxið okkar sem heitir einfaldlega Plata 3, þar er allt að fyllast af demóum og hugmyndum. Hjálp, ég hef ekki undan! Ég er ekki einu sinni b….

Great Falls – A Sense Of Rest

Hljómsveitin Great Falls frá Seattle í Bandaríkjunum sendir frá sér plötuna A Sense Of Rest í lok ársins (nánar tiltekið 21. desember). Í sveitinni erum fyrrum meðilir hljómsveita á borð við Undertow, Nineironspitfire, Kiss It Goodbye, Playing Enemy og Jesu. Meðal útgáfa á þessu nýja efni sveitarinnar er franska útgáfan Throatruiner Records, en aðrar útgáfur eins og Corpse Flower records sjá einnig útgáfur á öðrum svæðum í heiminum.

Lagalisti plötunnar:

 1. The Accelerationist
 2. Not-For-Sale Bodies
 3. Kettle Logic
 4. We Speak In Lowercase
 5. Thousands Every Hour
 6. Baldessari Height
 7. I Go To Glory
 8. Scratched Off The Canvas

JINJER gefa út nýja EP plötu í byrjun næsta árs.

Hljómsveitin Jinjer frá Úkraínu sendir frá sér nýja EP plötu í janúar á næsta ári, en sveitin gefur út efnið sitt á Napalm Records. Hljómsveitin sendi seinast frá sér seinast plötuna “King Of Everything” árið 2016, en það var þriðja breiðskífa sveitarinnar. Nýja EP platan hefur fengið nafnið “Micro” og mun innihalda eftirfarandi lög:

 1. Ape
 2. Dreadful Moments
 3. Teacher, Teacher!
 4. Perennial
 5. Micro

Grit Teeth á tónleikum: Myndband

Íslenska rokkveitin Grit Teeth kom fram á Iceland Airwaves hátíðinni núna í ár, en meðal tónleika á hátíðinni spilaði sveitinni á Dillon. Hljómsveitin sendi frá sér plötuna LET IT BE seint á seinasta ári, en hægt er að nálgast plötuna versla plötu á bandcamp síðu sveitarinnar (Grit Teeth – Bandcamp). Hægt er að skoða hráar upptökur af nokkrum lögum sveitarinnar hér að neðan:

Great Grief kynna nýtt lag, ný plata væntanleg.

Íslenska harðkjarna sveitin Great Grief sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu undir nafninu Great Grief þann 7. desember næstkomandi. Nýja platan hefur fengið nafnið “LOVE, LUST AND GREED” og það er No Sleep Records útgáfan (Balance and Composure, La Dispute, The Wonder Years) sem gefur út efni sveitarinnar.

Hljómsveitin hefur áður gefur split plötu með hljósmveitinni Bunger (There’s No Setting Sun Where We Are) og breiðskífuna “Ascending // Descending” sem var geifn út í maí 2014 (undir nafninu Icarus).

Hægt er að skoða og hlusta á myndband við lagið Ivory (lie) af þessarri nýju plötu hér að neðan í viðbót við lagalista plötunnar:

 1. Fluoxetine: Burden Me
 2. Feeling Fine
 3. Troubled Canvas
 4. Escaping Reykjavík
 5. Pathetic
 6. Inhale the Smoke
 7. The Nihilist Digest
 8. Ivory (Lie)
 9. God Sent
 10. Roots (Love, Lust and Greed)
 11. Ludge

Cult leader með nýtt lag


Íslandsvinirnir í bandarísku hljómsveitinni Cult Leader skelltu nýverið nýju lagi af tilvonandi breiðskífu sveitarinnar á netið. Lagið heitir Isolation In The Land Of Milk And Honey, en platan sjálf “A Patient Man” verður gefin út núna á föstudaginn (9. nóvember). Hér að neðan má heyra í umræddu lagi:

Alice In Chains með nýtt myndband

Hljómsveitin Alice In Chains sendi frá sér plötuna Rainer Fog í ágúst á þessu ári og hefur sveitin gefið út nokkrar smáskífur í kjölfarið til að kynna bæði plötuna og innihald hennar. Nýjasta myndband sveitarinnar er við lagið Never Fade, en myndbandið er beint framhald lagsins The One You Know, en það var Adam Mason sem leikstýrði báðum myndböndum.

Það voru þeir Jerry Cantrell og William DuVall sem sömdu textann við lagið, en Cantrell samdi bæði viðlagið og tónlistina á meðan Duvall sat frameftir nóttu í Studio X hljóðverinu í Seattle og samdi restina af textanum. Megin áhrif í textanum voru fengið úr andláti ömmu sinnar í viðbót við andlát söngvar hljómsveitarinnar Chris Cornell, en í viðtali við tímaritið Kerrang bætti hann við að hann hafi einnig hugsað til Layne Staley við gerð textans.