Sólstafir – Bláfjall (Nýtt lag)

Nýtt lag frá íslensku rokksveitinni Sólstöfum er komið á netið, en lagið ber nafnið Bláfjall og verður að finna á plötunni Berdreyminn sem gefin verður út 26. maí næstkomandi.
Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:

Silfur-Refur
Ísafold
Hula
Nárós
Hvít Sæng
Dýrafjörður
Ambátt
Bláfjall

Umrætt lag er að finna hér að neðan:

Incendiary – The Product Is You

Harðkjarnasveitin Incendiary sendi frá sér lagið “The Product Is You” nýverið, en lagið verður að finna á plötunni “Thousand Mile Stare” sem gefið verður út af Closed Casket Activities í byrjun maí mánaðar.

HAM með Vestur Berlín

Nýlega sendi hljómsveitin HAM frá sér nýtt lag á að nafni Vestur Berlín og því við hæfi að skella á meðlimi sveitarinnar nokkrum spurningum, sem hann Flosi Þorgeirsson var svo almennilegur við að svara:

Vestur belín, er þetta bara nafnið á laginu, eða er þetta tillag nýju plötunnar?
Vestur Berlín er bara þetta lag. Platan hefur svo stórfenglegan titil að ég ætla að leyfa mér að halda honum leyndum aðeins lengur

Er kominn útgáfudagur?
Ákveðinn útgáfudagur ekki kominn en við vonum að það verði í maíbyrjun. Platan er tilbúin en nú þarf bara að setja af stað framleiðsluferli.

Hvenær heyrum við meira af plötunni?
Við höfum nú spilað lög sem eru á þessarri plötu all oft á tónleikum. Sem stendur hefur ekkert verið ákveðið með að setja fleiri lög í spilun. Kæmi mér ekki á óvart þótt amk eitt annað færi á öldur ljósvakans samt, áður en platan kemur
meira seinna!
Hvað tekur svo nú við, hvenær meigum við eiga vona á því að sjá sveitina á tónleikum (fyrir utan Eistnaflug í sumar).
HAM spila á Aldrei fór ég suður í ár, á föstudaginn langa…vel við hæfi. Svo verða að sjálfsögðu útgáfutónleikar. Ekki ákveðið hvar en við erum að gæla við að hafa það á frekar litlum stað. Söknum þess dálítið að vera á þannig stöðum. Við höfum undanfarið verið yfirleitt á frekar stóru sviði s.s. Eistnaflug og Gamla Bíó en það væri gaman að breyta til. HAM tónleikar eru bestir þegar mikill sviti er í loftinu.
Er mikið flækjustig að vera í HAM þessa dagana sökum anna meðlima sveitarinnar?
Já, flækjustigið hefur ekki minnkað. alltaf verið erfitt að hóa mönnum saman enda allir uppteknir og flestir með fjölskyldu/börn. En HAM er okkur mikilvægt. Við komum saman ekki af nauðsyn heldur vegna þess að við erum vinir til margra ára og líkar samveran. Það er afar nauðsynlegt að halda í þá hugsun og tilfinningu. Þetta á að vera skemmtilegt og sem betur fer þá er það þannig.

Nýtt lag með HARK af tilvonandi plötu

Breska hljómsveitin HARK sendir frá sér nýja plötu 24. febrúar næstkomandi, en það er Season Of Mist útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Til þess að kynna tilvonandi efni er hægt að hlusta á nýtt lag með sveitinni “Son of Pythagoras” hér að neðan, en harðkjarni er ein af útvöldum síðum sem fá þann heiður að frumflytja efni sveitairnnar.
Hér að neðan má sjá umrætt lag:

Nýja platan hefur fengið nafnið Machinations og mun innihalda eftirfarandi lög:

1. Fortune Favours the Insane
2. Disintegrate
3. Nine Fates
4. Speak in Tongues
5. Transmutation
6. Son of Pythagoras
7. Premonitions
8. Comnixant 3.0
9. The Purge

 

Söngvari og gítarleikari sveitarinnar hafði þetta um efni að segja: “Seeing riffs and rhythms in dreams, and drawing geometric impossibilities could stem from old Mr. Pythagoras’ teachings. His dab hand at angles also covered musical formulas for spiritual healing, and while dealing with some super duper psychic predators and energy-butchers during the writing of ‘Machinations’, Mr. P and his wisdom provided quite the tonic.”

Refsing með Skurk

Íslenska rokksveitin Skurk sendi frá sér nýtt lag af tilvonandi breiðskífu núna í vikunni, en breiðskífa þessi hefur fengið nafnið Blóðbragð og verður gefin út 1. mars næstkomandi. Jóhann Ingi Sigurðsson gítarleikari hljómsveitarinnar Beneath er þessa dagana að hljóðblanda gripinn, en þangað til er hægt að hlusta á lagið Refsing hér að neðan:

Harðkjarni Kynnir: Nýtt lag með REPLACIRE af plötunni Do Not Deviate

Bandaríska þungarokksveitin REPLACIRE sendir frá sér nýja breiðskífu að ‘Do Not Deviate’ 17. mars næstkomandi og er hægt að hlusta á frumflutning á titillagi plötunnar hér að neðan, en umslag plötunnar má sjá hér að ofan í í myndbandinu hér að neðan.

Hljómsveitin er ættuð frá Boston, í Massachusetts fylki og var stofnuð af gítarleikaranum Eric Alper, en með honum í sveit eru í dag Zach Baskin (bassi), Evan Berry (söngur), Poh Hock – (Gítar – á tónleikum) og Kendal “Pariah” Divoll – (Trommur – á tónleikum)

Lagalisti nýju plötunnar er sem hér stendur:

01. Horsestance
02. Act, Reenact
03. Built Upon the Grave of He Who Bends
04. Any Promise
05. Cold Repeater
06. Reprise
07. Moonbred Chains
08. Do Not Deviate
09. Spider Song
10. Traveling Through Abyss
11. Enough for One

 

Nánari upplýsingar um bandið:
www.facebook.com/Replacire
www.facebook.com/seasonofmistofficial
http://smarturl.it/ReplacireShop

Darkest Hour með nýja plötu í mars.

Bandaríska rokksveitin Darkest Hour sendir frá sér nýja nýjundu breiðskífu 10. mars næstkomandi. Platan hefur fengið nafnið “Godless Prophets & The Migrant Flora” og verður gefin út af “Southern Lord Recordings”. Sveitin tók upp plötuna með aðstoð fjármagns frá almenningi í gegnum indiegogo.com þjónustuna. Sveitin fékk stuðning frá yfir 1200 manns og um 70 þúsund dollara til þess að taka upp plötuna í held sinni.

Platan var tekin upp í Godcity hljóðverinu af Kurt Ballou (Converge, Nails, The Dillinger Escape Plan, Code Orange ofl ) og verður hún gefin út af Southern Lord Recordings útgáfunni.

Shaun Beaudry var fenginn til að vinna umslag plötunnar, en hann heur meðal unnið með Kylesa, Dark Sermon og fleirum.

Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:

01. Knife In The Safe Room
02. This Is The Truth
03. Timeless Numbers
04. None Of This Is The Truth
05. The Flesh & The Flowers Of Death
06. Those Who Survived
07. Another Headless Ruler Of The Used
08. Widowed
09. Enter Oblivion
10. The Last Of The Monuments
11. In The Name Of Us All
12. Beneath It Sleeps

Harðkjarni frumflytur nýtt lag með frönsku hljómsveitinni BENIGHTED!

Franska hljómsveitin BENIGHTED sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Necrobreed 17. febrúar næstkomandi, en það er Season of Mist útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Hér að neðan má heyra í laginu “Forgive Me Father”, en í því má heyra í Trevor Strnad söngvara hljómsveitarinnar The Black Dahlia Murder, en þetta lag verður að finn aá umræddri breiðskífu..

Söngvari sveitarinnar, Julien Truchan, sagði eftirfarandi:

“Hey fellows! Born from the depths of Kohlekeller Studio in Germany, we now present ‘Forgive Me Father’, the second fragment of insanity ripped from our forthcoming album ‘Necrobreed’. The track featuresthe mighty Trevor Strnad from The Black Dahlia Murder! Sick!”

 

Á Necrobreed verður að finna eftirfarandi lög:

 1. Hush Little Baby
 2. Reptilian
 3. Psychosilencer
 4. Forgive Me Father
 5. Leatherface
 6. Der Doppelgaenger
 7. Necrobreed
 8. Monsters Make Monsters
 9. Cum With Disgust
 10. Versipellis
 11. Reeks Of Darkened Zoopsia
 12. Mass Grave

Hægt er að kynna sér bandið nánar hér:
www.facebook.com/brutalbenighted
www.facebook.com/seasonofmistofficial
http://smarturl.it/BenightedNecrobreed

Mike Patton í Dead Cross

Söngvarinn Mike Patton (Faith No More, Tomahawk, Fantomas, Mr. Bungle) er genginn til liðs við hljómsveitina Dead Cross, en í hljómsveitinni Dead Cross eru menn eins og Dave Lombardo sem flestir þekkja sem fyrrum trommara þungarokksveitarinnar Slayer (og Suicidal Tendencies Misfits ofl). Með þeim í sveitinni eru einnig þeir Justin Pearson (The Locust, Retox, Head Wound City) og Michael Crain (Retox, Festival of Dead Deer). Hljómsveitin er að vinna að nýju efni sem verður gefið út á Ipecac Recordings einhverntímann á næsta ár. Hljómsveitin sendi frá sér lag á netinu fyrir nokkrum mánuðum (áður en Mike Patton gekk í bandið) og hægt er að hlusta á það hér að neðan:

Bloodclot kynna lagið “Up in Arms”

Ný bandarísk ofursveit að nafni Bloodclot skellti laginu Up In Arms núna í vikunni á netið, en í hljómsveitinni eru meðlimir og fyrrum meðlimir í hljómsveitum á borð við Cro-Mags, Danzig og Queens of the Stone Age, en hér að neðan má sjá meðlimaskipan sveitarinnar:

John Joseph (Cro-Mags) – Söngur
Todd Youth (ex-Danzig, Warzone, Murphy’s Law) – Gítar
Nick Oliveri (ex-Queens of the Stone Age / Kyuss / Dwarves, Mondo Generator) – Bassi
Joey Castillo (ex-Queens of the Stone Age, ex-Danzig, ex-Wasted Youth) – Trommur

Sveitin spilar New York hardcore pönk og hefur mikið að segja eins og sjá má í textamyndbandinu sem fylgir umræddu lagi: