New End Original

The Garage, 12. desember 2001

New End Original, One Man and his droid

Það er miðvikudagur og ég er að undirbúa mig fyrir tónleika kvöldsins. Seinna um kvöldið er áætlunin að sjá hljómsveitina New End Original (sem inniheldur fyrrum meðlimi Far, Texas Is the Reason og Split Lip). Ég var búinn að undirbúa mig með því að hlusta á mp3 skrár sem ég fékk á heimasíðu útgáfufyrirtækis sveitarinnar. Ég vissi það strax að ég myndi ekki lenda í alvarlegum slamm pitt eða eitthvað slíkt… kvöldið yrði í rólegri kanntinum. Ég hélt rosalega mikið upp á hljómsveitina Far og þá sérstaklega útaf söngvaranum. New End Original er nýja sveit söngvarana og því hlakkaði mig einstaklega mikið til að sjá bandið.

Fyrsta band kvöldins er þýska emo bandið One man and his droid. Hljómsveitin er alveg ágæt, spilar kannski full lengi fyrir upphitunarband á svona litlum tónleikum (40 mín). Á köflum minnir rödd söngvarans mig á Robert Smith (Cure) en það gengur nú ekki mikið lengar en það. Sveitin á nokkrar góðar stundir en samt er ekki sveit sem maður á eftir að leggja á minnið. Áður en New End Original komu á sviðið var spiluð góð blanda af Bítla lögum, þó aðalega lög eftir George Harrison. Við nánari athugun var búið að líma nafnið “George” á bassamagnarann til minningar um manninn.

Söngvari New End Original, Jonah, er einhver sá einlægasti náungi sem ég hef séð á tónleikum. Fyrsta lag sveitarinnar er rólegt lagt spilað á gítar með ótrúlegum söng. Eftir lagið þakkar hann innilega fyrir móttökurnar. “lets have some joy” öskrar hann og sveitin fer að rokka mun meira en ég átti von á. Á köflum fannst mér ég vera kominn á Far tónleika. Á milli laga talar hann við fólkið í salnum. Bæði um málefni heimsins í dag og einnig um sérstöðu sveitarinnar. Í kvöld klæðist hann bol með einföldu skilaboði “no war”. “Það er sorglegt að þegar einhver er drepinn… að það eina sem fólk vill er að hefna sín með meiri drápum” er orð söngvarana sem allir í salnum virðast vera sammála um. Hann talaði einnig um að New End Original sé sveit sem er bara að spila tónlistarinnar vegna, ekki til að vera cool, ekki til að verða ríkir. Hljómsveitin hefði geta fengið stórt útgáfufyrirtæki til að sjá um öll sín mál og í rauninni verið vaðandi í peningum… svo er ekki með þá… tónlistin er það eina sem skiptir máli. Það er augljóst að sveitin vill frekar spila fyrir eina manneskju sem fílar tónlistina í botn en herbergi fullt af fólki sem mætir bara á tónleika til að vera “inn”. Það er rosalega gaman að sjá hljómsveit sem leggur bókstaflega allt í tónleikana sína.

Eftir tónleikana (sem enduðu á laginu Cold Sweat eftir Sykurmolana) þakkaði jonah öllum tónleikagestum innilega með því að fara út í sal og faðma fólk, og spjalla við það. New End Orignial gæti orðið huge… en þeim er sama um það… þetta voru góðir tónleikar.

Valli