Ofursveitin VLTIMAS kynnir sig.

Útgáfufyrirtækið Season of Mist tilkynnti nýverið hljómsveitina VLTIMAS, en hljómsveitin samanstendur af þremur einstaklingum sem teljast afar þekktir innan þungarokksins. Meðlimir sveitarinnar eru David Vincent (ex-Morbid Angel, ex-Terrorizer), Rune ‘Blasphemer’ Eriksen (ex-Mayhem, Aura Noir, Earth Electric) og Flo Mounier (Cryptopsy) og þykir þessi samsetning afar áhugaverð meðal aðdáenda þyngri tónlistar um allan heim.

Skildu eftir svar