Nýtt lag með Cavalera Conspiracy komið á netið.

Cavalera bræður og hljómsveitin þeirra Cavalera Conspiracy sendir frá sér plötuna Psychosis 17. nóvember næstkomandi. Þetta er fjórða breiðskífa sveitarinnar, en áður hefur sveitin gefið út plöturnar Pandemonium (2014),Blunt Force Trauma (2011) og Inflikted (2008). Í sveitinni þessa dagana eru þeir Max og Igor Cavalera ásamt Marc Rizzo gítarleikara, en Tony Campos er skráður sem bassaleikari sveitarinnar á tónleikum. Það er Napalm Records sem gefur út efni sveitarinnar. Hljómsveitin hefur skellt nýju lagi (Spectral War) af þessarri skífu á netið og er hgæt að hlusta á það hér að neðan:

Lagalisti plötunnar:
1. Insane
2. Terror Tactics
3. Impalement Execution
4. Spectral War
5. Crom
6. Hellfire
7. Judas Pariah
8. Psychosis
9. Excruciating

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *