Nýtt efni frá Iron Monkey í október

Hin goðsagnakennda breska hljómsveit Iron Monkey sendir frá sér nyja breðiskífu 20. október næstkomandi, og verður það Relapse útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar.

Hljómsveitin er þekkt fyrir plöturnar Iron Moneky (1997) og Our Problem (1998) í viðbót við split plötu með Church of Misery áður en sveitin hætti árið 1999.

Upprunalegur söngvari sveitarinnar, Johnny Morrow, lést sumarið 2002, en hann söng einnig með hljómsveitunum My War og Murder One.  Þeir Jim Rushby og Steve Watson hafa fengið með sér mann að nafni S. Briggs (Chaos U.K.,) en sveitin kom saman í byrjun ársins.

Á instagram síðu Relapse útgáfunnar má sjá eftirfarandi kynningarbrot:

 

New #IronMonkey 10.20.17 #913

A post shared by Relapse Records (@relapserecords) on

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *