NORÐANPAUNK 2017

Árlegt ættarmót pönkara verður haldið í fjórða sinn á Laugarbakka í vestur Húnavatnssýslu í félagsheimilinu Ásbyrgi Verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst

Auk ljóðalesturs og listasmiðju kemur fram fjöldi íslenskra sem erlendra tónlistarmanna sem eiga það sameiginlegt að spila framúrstefnulega og/eða erfiða tónlist.
Meðal gesta eru dauðarokkshljómsveitin Bölzer frá Sviss, íslenska pönkhljómsveitin Dys, djöflarokkhljómsveitin Sun Worship frá Þýskalandi, ljóðapönkhljómsveitin Kælan Mikla, raftónvirkinn Kuldaboli, auk fjölda annarra framúrskarandi listamanna.
Alls koma fram 50 hljómsveitir frá 6 löndum á 3 dögum.

Auk þess að styrkja og styðja við íslenska jaðartónlist er það stefna Norðanpaunks að byggja á láréttu skipulagi. Þetta þýðir að samkoman er skipulögð frá A til Ö af sjálfboðaliðum og án aðkomu styrktaraðila og að allar tekjur af viðburðinum renna beint í framkvæmd hans. Norðanpaunk er samfélag sem byggir á því að allir leggist á eitt og að þátttakendur og gestir taki af skarið við að móta samkomuna og eiga aðkomu að framkvæmd hennar. Öllum flytjendum, gestum og sjálfboðaliðum er boðið að taka þátt í að skipuleggja Norðanpaunk næsta árs.

ATHUGIÐ! ENGIR MIÐAR VIÐ HURÐ!
Aðeins skráðir meðlimir í félagi áhugafólks um íslenska jaðartónlist fá aðgang. Skráning fer fram á heimasíðu félagsins www.nordanpaunk.org. Þar er einnig hægt að nálgast allar frekari upplýsingar um NORÐANPAUNK 2017.
A.T.H: B.Y.O.B.

Leave a Reply