Nagli í kistu klassísku Black sabbath?

Ozzy Osbourne, söngvari, hyggst fara í mál við Tony Iommi gítarleikara Black Sabbath vegna þess að hann hefur sölsað undir sig nafnið á bandinu. Iommi keypti einkaréttinn á nafninu á sínum tíma og hefur krafist þess að tekjur sem fást fyrir sölu á vörum undir því vörumerki skili sér til hans. Á þessum áratug fór hann til að mynda í mál við Livenation vöruframleiðandann. Ozzy heldur því fram að Iommi hafi gert lítið úr bandinu með því að túra sem Black Sabbath á árunum 1980-1996 og að hin sígilda, vinsæla liðskipan sé hin eina sanna. Hann vill nú helming í vörumerkinu. Kannski undarlegt þar sem það voru líka bassaleikari og trommari í bandinu.

Skildu eftir svar