Mordingjarnir & Strigaskór nr. 42 á striktartónleikum í fimmtudagskvöldið 20.mars!

Mordingjarnir, Strigaskór nr. 42 og For a Minor Reflectionkoma fram á striktartónleikum í fimmtudagskvöldið 20.mars (annaðkvöld), hér að neðan má lesa nánari upplýsingar um þessa áhugaverðu tónleika:

Vinur okkar hann Kristinn Arinbjörn Guðmundsson lenti í þeirri hræðilegu lífsreynslu fyrir stuttu að fá heilablóðfall í kjölfar flókinnar heilaskurðaðgerðar. Hann er nú lamaður öðru megin líkamans eftir heilablóðfallið og því höfum við vinir hans ákveðið að efna til styrktartónleika til að létta undir með Kidda, Helgu og Kristjönu Bellu dóttur þeirra í þessum erfiðleikum. Sjá nánar á http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/02/25/heilablodfall_eftir_erfid_veikindi/

Á tónleikunum spila:
* Mordingjarnir
* Strigaskór nr. 42
* For a Minor Reflection
* Smári Tarfur
* LITH
* Pandemic Addiction

Miðaverði verður stillt í hóf (einungis 1000 krónur) og mun allur ágóði af tónleikunum renna beint til Kidda og fjölskyldu. Einnig verða til sölu diskar með hljómsveitinni KAbear, sem að Kiddi syngur á og semur öll lögin. Frábær plata sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Platan er einnig fáanleg á gogoyoko (http://www.gogoyoko.com/artist/KAbear)

Ef þið sjáið ykkur ekki fært að mæta en viljið hjálpa þessu eðalfólki þá eru reikningsupplýsingar hér:

Banki og bankareikningur:
0130-26-007800

Kennitala:
2202794729

Leave a Reply