Mastodon

Snemma á næsta ári er von á nýrri breiðskífu íslandsvinanna í hljómsveitinni Mastodon. Nýja platan mun bera nafnið “Crack the Skye” og mun innihalda 7 lög (og eitt þeirra skipt niður í nokkra bita). Þetta 50 mínútna verk sveitarinnar var tekið upp í Southern Tracks hljóðverinu í Atlanta borg og var tekið upp og hljóðblandað af Brendan O’Brien (Rage Against The Machine, Pearl Jam, AC/DC). Á plötunni verður að finna eftirfarandi efni:

1. Oblivion
2. Divinations
3. Quintessence
4. The Czar
(I) Usurper
(II) Escape
(III) Martyr
(IV) Spiral
5. Ghost of Karelia
6. Crack The Skye
7. The Last Baron

Skildu eftir svar